Tilraunavefurinn
Ukulele, skák og hljómsveitin Net
Hákon er að rúlla þessu upp. Spilar og syngur upphafslínuna á Bítlalaginu Something, sem ég hef einmitt lesið einhversstaðar um að George hafi samið á ukulele! Fingurnir eru litlir og þvælast stöku sinnum fyrir, en ég finn það strax að það verður ekki erfitt að kenna Hákoni nokkur grip og mér finnst eins og hann hafi tilfinninguna fyrir því hvenær hann eigi að mynda nýjan hljóm.
Hann er svo klár drengurinn minn. Ég kenndi honum mannganginn í skák fyrir ári síðan. Við höfum mjög lítið gert af því síðan þá að rifja upp taflmennskuna. Núna er áhuginn aftur vakinn því að í tölvunni er skákforrit. Og tölvan vinnur alltaf. En Hákon er orðinn svo klár í að valda menn og í að leika ekki af sér að ég (sem get reyndar ekkert í skák) get þurft langan tíma í að máta hann.
Eiríkur hennar Finnu og Gumma Simm var í Popppunkti áðan að keppa með liði bókagagnrýnenda í popp- og rokkfræðum. Hann sagðist hafa verið í 2 bílskúrsböndum. Ég man eftir honum í kjallaranum hjá Magga og Bella á Traðarstígnum þar sem hann spilaði á orgel í hljómsveitinni Net. Annars flutti Eiríkur flottan pistil á Rás 1 um lífið í Bolungavík um daginn. Um móralinn í plássinu og viðhorf fólksins til vinnu, menntunar og peninga. Þar hefur margt breyst til betri vegar á síðustu árum þótt annað hafi versnað.
Kv.
Kalli Bolvíkingur
Gæðastundir
VIð verðum ein heima í kvöld, ég og krakkarnir. Gréta ætlar að dunda eitthvað í Reykjavík með mömmu sinni og systur, móðursystur og systurdóttur mömmu sinnar. Allt á hreinu?
Ætli við setjum ekki í pizzu, spilum og höfum það næs?
Meira seinna,
Kalli
Gréta úr leik
Jæja þá hefur Gréta verið dæmd úr leik. Læknir úrskurðaði hana óvinnufæra. Hún hefur verið slæm í skrokknum og í dag var henni bara hreinlega skipað að hvíla sig og taka ekki hættuna á að ofgera sér. Það styttist í þetta. Það er vona á nýjum fjölskyldumeðlimi þann 13. mars.
Að sofna
Perlu Maríu gengur alltaf jafnilla að sofna á kvöldin. Það er merkilega lítið mál fyrir hana á daginn, en á kvöldin er þetta alveg voðalegt. Hún bara grenjar sig í svefn nánast á hverju kvöldi.
Hákon les yfirleitt smá fyrir mig áður en ég les fyrir þau systkinin, eða hann. Hún sér um undirleikinn!
Nú verður Gréta sífellt verri í skrokknum eftir því sem líður á meðgönguna. Það er mikið álag fyrir líkamann að bera barn og tekur hann sjálfsagt nokkuð langan tíma að komast í samt lag aftur. Ætli Gréta sé ekki enn að ná sér eftir síðasta burð? Þetta er henni alla vega erfiðara núna en síðast.
Nýja tölvan er flott verkfæri og frábært fullorðinsleikfang.
Keypti viðbótarminni í myndavélina í dag.
Lonely Mountain með Ödda frænda er góð plata. Ég verð ekki leiður á henni. Og lagið sem ég hef haft fyrir uppáhaldslag af þeirri plötu er nú farið að hljóma í auglýsingatímum sjónvarpsins. Seigur drengurinn!
Strákar í heimsókn
Hákon fór til Magnúsar Óskars frænda síns í morgun. Þeir komu svo hinar heim seinnipartinn og léku sér saman. Þá var mikið fjör á þeim og þeim kom vel saman. Svo kom Ívar bekkjarbróðir þeirra. Það var aðeins of mikið. Það kemur oft fyrir þegar strákarnir, Hákon og vinir hans, að þegar þeir eru orðnir fleiri saman verður erfiðara andrúmsloft og þeir höndla það ekki alltaf.
Við Perla María fórum í göngutúr í morgun. Hún vildi vera lengur úti en ég, en ég ræð! Svo skruppum við í Skagaver áðan og keyptum deig í svona grænmetispæ sem Gréta er að elda núna.
Ég er búinn að vera við tölvuna svolítið í dag. Hef verið að klippa kvikmynd sem staðið hefur til að gera lengi. Þar sem græjurnar eru komnar alla leið heim til mín, get ég ekki látið reka á reiðanum öllu lengur. Þetta er mjög gaman.
Meira seinna,
Kalli
ÆÞÖÍÉÓÚáð
Allt komið í lag.
Við fengum heimsókn frá Atla og Jakobi Frey. Ef ég kynni að skreyta þessa síðu með myndum væri ég að því núna. Nýja stafræna myndavélin er ægilega fín!
Meira síðar,
Kalli
Nyhed
For the first time since July 2000, in Denmark, I have an internet connection at home. This is the first blog written from Heidargerdi.
I can't use the Icelandic letters jet.
kv.
Kalli
Stuð í gestabókinni
Kærar þakkir til Önnu Svandísar og mömmu fyrir kvittanir í gestabókina og tillögur að nöfnum.
Keypti tölvuna í gær og myndavél. Fer að tengjast Neti heima bráðum.
E-mac
Er hér um bil að detta inn á þennan Macca.
Ódýrara en að hafa Stöð 2!
Og þá myndavél með svo hér gætu farið að sjást myndir af börnunum.
Mac eða PC
Sígilt deiluefni hvar sem maður kemur er hvort betra sé að eiga Macca eða PC. Ég hef átt 2 PC tölvur. Þær haf virkað sæmilega. En reynsla skólans sýnir að Mac er auðveldari í notkun, ódýrari í viðhaldi (þ.e.ókeypis) og hentugri til þeirra hluta sem ég myndi sennilega tölvu í.
Kannski ég skelli mér á eina svoleiðis bráðum.
Kannski þessa hér:
www.apple.is/verdlisti/emac/
Eða þessa. Hún er flottari, með stærra minni, en dýrari:
www.apple.is/verdlisti/imac/
Dóra systir
Halldóra & Örvar hafa lagt tillögur í gestabókina. Takk fyrir þær. Þar eru m.a. drengjanöfn sem ég hef verið mjög hrifinn af og reynt að koma að. Sérstaklega er það Teitur sem ég held að væri skemmtilegt nafn að bera. Líka Trausti og Tryggvi. Svo voru þarna fleiri nýjar og flottar hugmyndir. Þetta verður allt skoðað. Það er samt erfitt að láta nafnið enda á -r- þegar Karls... fylgir á eftir. Eða... nei kannski jú.
Fleiri tillögur takk!!!
Hvar er amma Perla? Hvar er Þóra? Hvar er Anna Svandís? (þá hef ég ávarpað alla lesendur mína!)!!!!!
Mamma stendur sig!
Já mamma stendur sig. Sendi tillögur á gestabókina um nafngift handa ófæddu barni okkar Grétu. Mér líst mjög vel á þessar tillögur. Þessi nöfn hafa öll komið til tals... eins og einhver 90 önnur reyndar! Þetta er skemmtilegt viðfangsefni; að velja nöfn á börnin sín.
Ég bið fleiri sem kynnu að rata inn á síðuna að taka þátt í nafnaráðgjöfinni.
Áfram svo!
????
Engar tillögur um nafn á barnið eða bíltýpu fyrir 5 manna fjölskyldu?????
Koma svo!
Ís á Skorradalsvatni
Það var smá snjóföl yfir öllu í gær. Við klæddum okkur öll upp í skíðagallana og brunuðum af stað; stefnan var sett á snæviþaktar brekkur Akrafjalls. Þegar þangað var komið var þar ekki nokkurn snjó að finna. Gil og lækir voru meira að segja gul og græn og grá, en ekki hvít.
Við tókum þvi ákvörðun um að líta inn í Svínadal og leita að snjó þar. Þar var ástandið eins og í AKrafjalli. Við yfir Dragann og í SKorradal. Þar var heldur enginn snjór. En vatnið var lagt svo við fórum með sleðann út á ísinn og lékum okkur þar svolitla stund. Þaðan var ekið í Reykholtsdal og svo að Varmalandi og niður þjóðveginn í Norðurárdal og í Borgarnes þar sem Gréta bauð upp á franskar og ís!
Bíll og nafn
Toyotan hefur reynst vel. Bilar ekki og það er gott að keyra hana. Hún er samt þrengri en ég kysi þegar ég hugsa til þess að innan skamms verður 5 manna fjölskylda á ferðalagi. Okkur langar að fá okkur stærri bíl. Ég ræddi þetta við Atla bróður minn í morgun. Hann gat sagt mér hvar ég ætti að leita. Hafa lesendur einhverjar tillögur um bíl með rúmgóðu aftursæti og skotti? Ábendingar eru vel þegnar í gestabókina. Í leiðinni má koma með tillögur að nafni á væntanlegan fjölskyldumeðlim...... svona til gamans. Við erum byrjuð að velta því fyrir okkur.
Snjór
Ég fór út að sópa pallinn og tröppurnar í morgun. Það hafði skafið svolítið. Perla María kom með mér út á pall. Hún var svo vel klædd að hún gat sig varla hreyft. Samt sem áður hafði hún verulega gaman af útiverunni og æltaði alveg vitlaus að vera þegar mér var orðið kalt og tók hana með mér inn. Hákon klæddi sig í kuldagallann og brunaði til Daða. Þeir hljóta að vera úti í dag.
Dr. Feelgood
Dr. Feelgood, öðru nafni, Þórir Þórhallsson, rokkfaðir, var í fínu formi í morgun þegar við Perla María litum við hjá honum. Það átti að skoða eyrun á henni. Þar var allt eins og það á að vera. Þórir þakkaði mér voðavel fyrir síðast. Það var í þrítugsafmæli hjá Kiddu rokk, dóttur hans. Þar var fullt af fólki sem ég hef ekki hitt lengi. M.a. Þröstur Guðbjarts sem leikstýrði okkur þegar við vorum í Fjölbrautinni og hefur alltaf haldið sambandi við einhverja úr hópnum. Hann er drengur góður. Þarna voru líka Svana og Heiðrún
http://frontpage.simnet.is/bippi/heidrun/ , Þórhildur, Jóhanna Karls og Guðmundur minn.
Tannréttingar
Frá því ég var 6 ára, þangað til ég var um tvítugt, var ég í tannréttingum hjá sérfræðingi í Reykjavík. Bitið var lagað. Til þess þurfti ég að hafa allskyns dót í munninum meira og minna alla mína bernsku, það þurfti að draga úr mér 4 fullorðinstennur og á tímabili svaf ég meira að segja með múl, eins og ég væri útreiðahross. Síðan ég slapp úr þessu hafa tennurnar í neðri gómi verið að skekkjast svo mikið að ein þeirra er farin að höggva skarð í framtennurnar í efri gómi. Ég er ekki alveg sáttur við þetta.
Hvað finnst ykkur?
Ætti ég að íhuga lögsókn á hendur tannréttingasérfræðingnum sem tókst ekki betur til að bæta útlit mitt en svo að í staðinn fyrir netta og
krúttilega skúffu hef ég risa-skarð á áberandi stað í settinu?
Ég vona að börnin mín sleppi við það að fara í tannréttingar.
Slátur
Danski kennaraneminn hérna hjá okkur í Grunda kann ekki að meta slátrið!
Læri, læri
Það var frábærlega vel heppnuð máltíð í gær. Tengdó kom í mat.
Lærið fór í leirpott með kartöflubitum, eplum, lauk, hvítlauk, papriku, avakotó. Sósan var úr osti og rjóma, auk lambakjötskrydds frá Pottagöldrum. Þetta var betra en maturinn á aðfangadag.
Meiriháttar!
Ambra
Móment spilakvöldsins var þegar við spiluðum
Fimbulfamb og Björgvin Ívar skýrði orðið
ambra út á þann veg að þar væri um að ræða amerískan brjóstahaldara!
Getuskipting
Við Gunnar Sturla vorum að skipta árgangnum sem við kennum í hægferðarhóp og hraðferðarhóp. Það getur verið erfitt að gera slíkt. Við ætlum að taka tveggja vikna áhlaup. Það er nú allt. Í sumum skólum er þetta gert allan 10. bekk, jafnvel lengur!
Spilakvöld
Laugardagskvöldið verður haldið við borðstofuborðið í Bræðraborg árlegt spilakvöld. Þá spila við okkur Grétu gamlir félagar úr Skaftahlíðinni. Bensi, Jón Páll, og Bjöggi. Þeim fylgja svo konur. Auk þeirra verða þetta árið frænka mín, Anna Svandís, og hennar gæi, Atli Freyr. Þetta verður spennandi. Aðallega verður gaman að sjá hvernig nýir spilafélagar komast frá kvöldinu, en bæði Bensi og Bjöggi hafa fengið nýjan liðsmann!
;) Svo verður gaman að sjá hvernig það leysist að koma 10 manns að við borðið.
Jón Páll og Sif taka dóttur sína með sér, hún er 6 ára, svo Hákon hefur félagsskap.
Ég er að reyna að verða mér úti um
Fimbulfamb. Ef það tekst ekki verður
Gettu betur fyrir valinu. Við spiluðum Gettu betur um daginn. Þá var mjög gaman. Þá komu Bensi og Anna, Hjödda og Philippe og Jóhanna.
Snjókafli í Kókbavoji
Hákon á erfitt með að skilja að orðið snjóskafl er ekki snjókafli, svona eins og í bók.
Þá getur hann ekki sagt Kópavogur. Ekki einu sinni þegar hann syngur með í laginu sem er að verða algjört mega hit hjá börnum landsins (þótt textinn sé ekki barnalegur) „vi vi hi hi hi hi komum bæði frá Kópavogi“!!!!
Magnús Óskar kominn í leitirnar
Samkennari minn var veikur í dag. Ég fór því heim í hádeginu, því við ætluðum að funda klukkan eitt. Hitti Hákon á skólalóðinni. Hann var þá að leika við Magnús Óskar og bara í góðu stuði. Skömmu síðar voru þeir mættir heima og farnir að leika sér. Magnús á heima mjög nálægt okkur, en til að ganga heim til hans þarf að fara yfir aðalumferðargötu bæjarins, Kirkjubraut.
Ég er að byrja með gítarnámskeið fyrir byrjendur. Það er liður í frístundavali í unglingadeildinni. ég hef haldið tvö svona námskeið hérna áður með mjög góðum árangri. Ég ætti kannski að gera meira af því að kenna á gítar? Svo byrjar Tónlistarskólinn á morgun. Það er gott!
Ágúst er læknir á Hvammstanga en ekki á Hofsósi, eins og ég sagði áður. En Pétur er í Svíþjóð. Ferlega flinkur!
Fyrsti skóladagurinn á nýja árinu
Hákon var ekki enn búinn að hafa upp á frænda sínum, Magnúsi Óskari, í gær þega ég kom heim. En hann hafði frétt hjá kennaranum sínum að hann kæmi í þeirra bekk og ætti að sitja við hlið Hákonar. Sá var spenntur í morgun!
Að hressast
Já við feðginin erum að hressast. Perla María af veikindunum sem voru að hrjá hana (og hér hefur ekkert verið ritað um) og ég af eftirköstum afmælisveislu sem ég fór í. „Eins og afmæli séu einhverjir mislingar“ sagði Palli á Pallaplötunni hans Gísla Rúnars. J'u þannig getur þetta orðið!
Þegar við fórum með Perlu Maríu til læknis vegna þess að hún svaf lítið og illa kom í ljós að hún hafði einhvern skít í hálskirtlunum. Við þessu fékk hún sýklalyf. Svo gerðist það 3 dögum síðar að hún hleypur öll upp´i flekkjum og þrútnar á höndum, fótum og andliti. Þetta þýddi tvær læknisheimsóknir en enginn var nú samt batinn. Í þriðju tilraun er kallaður til reyndur og fær heiilislæknir sem leggur mat á stöðuna og setur hana á rétt lyf. Þau lyf tók hún ekki nema í tvo daga, því hún varð strax betri af þeim.
Á meðan á þessu öllu stóð hafði mamma svo þungar áhyggjur af stelpunni vegna þess að læknaneminn sem var að skoða PM var ráðþrota. Hún hafði því sambandi við gamlan vinufélaga og vin sem er læknir á Hofsósi og fékk álit frá honum. Sjálfur hringdi ég í gamaln vin sem er læknir í sérnámi í Svíþjóð, Pétur Pé. Ég hafði talað við hann á aðfangadag jóla, eins og undanfarin ár. En nú hringdi ég aftur í hann til að biðja hann um skýringar á heilsuleysi dótturinnar. Pétur hafði svör á reiðum höndum og gat skýrt þetta allt út fyrir mér og sagt mér í leiðinni að hálsbólgan hafði verið meðhöndluð með lyfjum sem kölluðu fram þessi ofnæmisviðbrögð. Að þau hefðu sem sagt orðið vegna athugunarleysis læknisins sem setti hana á sýklalyfin! Reyndar getur vel verið að PM sé með ofnæmi fyrir einhverjum efnum í þessu tiltekna sýklalyfi. Það þarf að kanna það.
En hvað skyldi hafa valdið óþæægindum mínum eftir þetta afmælisboð????? Úff! því er erfitt að svara.
Hákon er svo spenntur þessa dagana vegna þess að í gær vissi hann að frændi hans og leikfélagi sl. sumar fyrir vestan, myndi flytja á Skagann. Við erum búnir að finna út hvar hann ætlar að búa og sennilega eru þeir búnir að hittast þegar þessi orð eru skrifuð.