Tilraunavefurinn
miðvikudagur, nóvember 25
  Dalrós
Á vefnum okkar Víkara, www.vikari.is, var í vikunni umfjöllun um síðu á Netinu sem tileinkuð er Línu heitinni Dalrós. Ég fór auðvitað inn á þessa síðu og skoðaði. Þar er tenglasafn og í því safni er tengill á vefinn minn undir heitinu Kalli Halla Kitta Júll.
 
mánudagur, nóvember 23
  Hver er Víkarinn?
Síðasta getraun var greinilega allt of létt. Þessi verður erfiðari. Gerið mér þann greiða að giska. Ekki bara svara þegar þið teljið ykkur hafa rétt svar. Líka þegar þið hafið eitthvert hugboð eða grun um hvern ég hitti. Ég get ef til vill nýtt mér gisk til vísbendingasmíða.

Við hittumst óvænt á ótilgreindum stað í sveit. Þeirri sveit er hann betur kunnugur en ég vegna þess að hann hefur búið þar eða í næsta nágrenni við hana. Ég held að staðurinn þar sem við hittumst sé vettvangur þess atburðar sem segja vera toppinn á brjálæðislegri sýndarmennsku og peningasóun útrásarvíkinganna svokölluðu. Ég er þó ekki alveg viss um það, enda var ég ekki þar þegar sá atburður mun hafa átt sér stað. Sá atburður tengist reyndar fagi þessa Víkara.

Fleiri staðir í sveit tengja okkur en þessi tiltekni staður þar sem við hittumst nú. En við áttum í erfiðleikum með að finna sameiginlega frændur eða frænkur.

Hann les þetta blogg.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, nóvember 22
  Hver er Víkarinn?
Við Hringur Karlsson brugðum okkur í Kringluna til að kaupa okkur brækur í Next. Þar sá ég bregða fyrir ungri bolvískri konu. Ættfræðingar myndu segja að hún væri jafnmikill Akureyringur og Bolvíkingur. Hún á alsystkini af báðum kynjum og helling af skyldmennum í Vikinni. Meðal þeirra eru Laugi og Bæring. Hún hefur haft að sumarstarfi að gegna stöðu sem bæði Gunna Ásgeirs og Björg frænka mín hafa gegnt.

HVER ER VÍKARINN?
 
laugardagur, nóvember 14
  Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?
Já, þessi er erfiður. Enda hefur hann aldrei átt heimili í Bolungavík. Hvað varðar skyldleika þessa Víkara við þá sem ég nefni í vísbendingunni á undan verður að viðurkennast að hann er ekki svo mikill, nema við einn karlinn, þeir eru systkinabörn. Hinum er hann eitthvað minna skyldur.

Þegar hann var langur og mjór unglingur tók hann upp á ákaflega sérstakri en klassískri hárgreiðslu og hún fylgdi honum langt, langt fram á fullorðinsár. Á unglingsárunum var hann í miklum metum hjá æskuvini mínum, sem er frændi hans, fyrir afrek hans á sviði tveggja vinsælla íþróttagreina. Af þeim fengum við stundum fréttir og þegar fram liðu stundir gat maður stöku sinnum séð honum bregða fyrir í íþróttaþætti Sjónvarpsins. Vinur minn kallaði þennan frænda sinn aldrei báðum nöfnunum sem hann ber, heldur nefndi hann gælunafn hans og skeytti svo „frændi" aftan við það.

Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, nóvember 13
  Hver er Víkarinn?
Þessi ætti að vera svolítið erfiður. Ekki einu sinni mamma gæti verið viss!

Ég hitti þennan Víkara hér á Akureyri í gærkvöldi. Hann á ekki heima hér og heldur ekki fyrir vestan. Þangað kom hann hins vegar oft þegar hann var ungur. Og var töluvert í kringum fólk sem ég umgekkst mikið á mínum æskuárum. Báðir foreldrar hans eru bornir og barnfæddir Bolvíkingar og skyldmenni hans í Víkinni eru mörg - í báðar ættir. Þeirra á meðal eru frændsystkini mín frá Miðdal, Maggi og Belli, Einar Ben, Gummi Bjarni og Svala og Víðir Jóns.

Hann hefur unnið í frystihúsinu heima í Bolungavík og ég hef rekist af myndir af honum í blöðunum og á Netinu þar sem hann er fulltrúi þess fyrirtækis sem hann starfar hjá núna.

Hann er eldri en ég. Samkvæmt Íslendingabók koma ættir okkar ekki saman fyrr en í hjónunum Brynjúlfi Jónssyni og Guðrúnu Bjarnadóttur. Þau fæddust um miðja 18.öld og bjuggu lengst af í Botni í Súgandafirði. Hjálpar það einhverjum?

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, nóvember 11
  Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?
Þessi Víkari á systur sem ég spurði um fyrir nokkru síðan. Hún býr á Akureyri. Af systkinum á hann þessa systur og einn bróður. Hann býr ekki á Akureyri og ekki í Bolungavík. En hann hefur búið á báðum þessum stöðum. Ég hafði ekki hitt hann frá því hann var 15 eða 16 ára gamall. Ég veit ekki við hvað hann vinnur núna. Hann sagði mér um daginn að þegar Stefán Arnalds hefði verið í skóla á Akureyri hefðu þeir eytt mörgum stundum saman.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, nóvember 8
  Hver er Víkarinn?
Þessi Víkari lék á miðjunni hjá okkur í 4. flokki í UMFB í gamla daga. Hann kom hingað heim á sýninguna hennar Grétu.
Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]