Tilraunavefurinn
miðvikudagur, október 28
  Gutti skólastjóri
Eftir að hafa starfað sem kennai í tvö ár fylgdi ég Grétu minni til Danmerkur þar sem hún var í myndlistarnámi. Þar vann ég verkamannsstörf, sem var svo sem ágætt, en samt saknaði ég kennarastarfsins. Ég brann í skinninu. Ég fékk útrás í tölvupóstsamskiptum við vini mína, kennarana Jón Pál og Björgvin Ívar. Fljótlega færðust öll okkar skrif í þann farveg að skilgreina okkar hugmynd um það hvernig frábær skólastjóri starfaði. Þetta endaði með því að ég tók ákvörðun um að þegar ég flytti aftur til Íslands skyldi ég starfa undir skólastjóra sem hefði það orð á sér að vera frábær skólamaður, hvetjandi leiðtogi, öflugur liðsstjórnandi og fyrirmynd kennaranna sem hann starfaði með. Við leituðum að þessum skólastjóra og fundum hann í Grundaskóla á Akranesi. Það var þess vegna sem við settumst að á Akranesi árið 2000. Mig langaði að vera í liði Gutta. Það að ég hafði verið í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og þekkti þar svolítið af fólki hafði ekkert að segja um þá ákvörðun.

Gutti var frábær leiðtogi. Hann lagði á mann mikla ábyrgð, gerði miklar kröfur til manns í starfi, en um leið lagði hann á mann traust og frelsi til þess að starfa eins og manni þótti sjálfum best. Hann hvatti mann til dáða þegar mann datt í hug að reyna einhverja sérstaka aðferð eða þegar maður fór af stað með einhverja tilraun í kennslu eða fyrirkomulagi. En hann skipti sér ekkert af því hvernig maður fór að. Hann vildi líka að við kennararnir ynnum saman að sem flestu sem við tókum upp á bralla. Við kenndum í teymum. Vissulega veitti Gutti okkur ráð, en það var helst bara þegar maður óskaði eftir þeim. Hann spjallaði mikið við okkur á kennarastofunni. Var félagi okkar. Það var ómetanlegt að eiga hann að þegar spjót stóðu að okkur frá bæjarbatteríinu. Hann þekkti það allt saman út og inn og tók alltaf afstöðu með okkar málstað. Eins þegar eitthvert ósætti kom upp í okkar hópi, eins og gat gerst þar sem dýnamíkin var stundum töluverð, þá gat maður alveg treyst hans leiðbeiningum um sættir og lendingu málanna. Og þegar þurfti að vinna í allra erfiðustu málunum sem umsjónarkennarar lenda í var hann eins og klettur á bak við mann og hjálpaði manni við að undirbúa sig fyrir fundi. Starfsmannaferðir gerði hann skemmtilegar og aðra viðburði utan skólatíma sömuleiðis. Gutti var ekkert alltaf að standa í undirbúningi slíkra viðburða, það gerðu aðrir, en hann var búinn að koma hlutunum þannig fyrir að vinnustaðurinn gekk eins og tölva sem hann hafði forritað. Magnaður skólamaður, traustur og öruggur, skemmtilegur og hvetjandi. Frábær skólastjóri. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með Gutta og hef reynt að taka mér hann til fyrirmyndar um ótalmargt í mínu starfi sem kennari.

Einu sinni réð Jón Páll vinur minn mig til þess að mála fyrir sig í íbúð sem hann var nýfluttur inn í. Þá var hann í stjórnunarnámi í Kennaraháskólanum. Þetta er mjög eftirminnileg vinnutörn. Ég spartslaði, pússaði, sópaði, málaði á meðan Jón spurði mig hverrar spurningarinnar á fætur annarri og skráði hjá sér svörin. Allar spurningarnar snérust um það hvað Gutti gerði við þessar eða hinar  aðsæðurnar, hvernig hann hefði verið vanur að bregðast við hinu og þessu.... o.s.frv. Gutti er fyrirmyndin sem skólastjórar ættu allir að fylgja.

Minningin um góðan dreng lifir.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]