Tilraunavefurinn
fimmtudagur, mars 31
  Tungnamenn að fatta hvað ég er frábær!
Dagskrá næstu daga:
(Takið eftir að hér er ekki gert ráð fyrir tíma til að sinna vinnu eða fjölskyldu.)

Fimmtudagur: Æfing í Aratungu klukkan 20:00. Undirleikur á gítar ásamt trommara undir söng kvennakvartetts sem syngur lög frá 6. áratugnum.
Föstudagur: Æfing klukkan 14:00 með Sólmundi. Stilla upp á Hótel Örk fyrir klukkan 19:00 og spila með einhverri kráarstemmningu um kvöldið.
Laugardagur fyrir hádegi: Æfing með hljómsveit sem leikur undir söng Barnakórs Biskupstungna á tónleikum til heiðurs Megasi í tilefni af sextugsafmælis meistarans 7. apríl n.k.
Laugardagur eftir hádegi: Hljómsveit æfir með kórnum.
Laugardagskvöld: Undirleikur í Aratungu.
Fimmtudagur: Tónleikar fyrir Megas í Austurbæ í Reykjavík.
 
þriðjudagur, mars 29
  Taxman
Nú er það skattaskýrslan.
 
mánudagur, mars 28
  Páskar
Páskar. Þá hef ég fyrir reglu að hlusta á Spurningakeppni fjölmiðlanna á Rás 2. Blaðamennirnir á BB fyrir vestan rústuðu þessu. Hlynur Þór er greinilega vel að sér á mörgum sviðum. Það var svo eitthvað fleira um að vera fyrir vestan. Mér skilst að Mugison hafi gert stormandi lukku á Aldrei fór ég suður hátíðinni og að Karlakórinn Ernir hafi fengið mikið klapp fyrir sinn flutning með unglingahljómsveitinni Appollo.

Hér syðra höfum við haft í nógu að snúast við að taka á móti gestum. Í gær kom reyndar enginn og við fórum saman í bíltúr í góða veðrinu og gengum svo um á Flúðum. Við höfðum með okkur nesti og drukkum úti í góða veðrinu.
 
laugardagur, mars 26
  Dean

Dean
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Mynd af bassanum.
 
  Gestir á föstudeginum langa
Bryndís, Halldór Geir og krakkarnir Snær, Eik og Nói komu um hádegið. Þau eru í bústað í Hreppunum og við elduðum saman fisk. Hákon og Snær voru glaðir að hittast aftur og voru meira og minna úti með Aroni Páli sem er í heimsókn hjá pabba sínum í næsta húsi við okkur. Bensi og fjölskylda höfðu gist og fóru frá okkur þarna upp úr hádeginu.

Um kvöldið kom svo amma Perla loksins til okkar. Hún er hjá okkur enn. Við skildum krakkana eftir í hennar umsjá og fórum í partí hjá samkennara mínum. Við stoppuðum nú stutt þar. Nú veit ég einhver deili á Tungnamannapartísöngvum.
 
  Gestir í afmælinu á skírdag
Afi Gilli & amma Þóra; Bensi, Anna og Hekla; Hjördís, Birkir og Sandra Dögg; Atli bróðir; Hjödda og Guðrún og Einar Péturs og Aníta (eru í bústað í Grímsnesinu og voru drifin með upp úr í kaffi og með því).
 
fimmtudagur, mars 24
  Eins árs í dag

Hringur afmælisstrákur
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hringur Karlsson á afmæli í dag.
 
  Gamlir taktar og nýir taktar
Þegar ég var púki fór ég gjarnan aleinn til Reykjavíkur að hitta tannlækni. ég flaug þá stundum með morgunvélinni og flaug aftur heim seinni partinn. Þá gekk ég um götur höfðustaðarins og leit inn í verslanir sem seldu hljóðfæri eða hljómplötur. Það var Skífan og Hljóðfærahús Reykjavikur, Rín, Gítarinn, Safnarabúðin, Grammið, Safnarabúðin og Paul Bernburg. Ég endurtók leikinn í gær. Rifjaði upp gamla takta og gekk milli hljóðfæraverslana. Í þetta skiptið var munurinn sá að ég endaði á að kaupa mér hljóðfæri og magnara. Ég keypti rauðan rafbassa í Rín og pínulítinn bassamagnara í Tónabúðinni. Þetta eru ekkert merkileg merki sem ég var að fá mér; Dean og Pevey.

Ég hef stöku sinnum lent í að spila á bassa. Vandamálið er bara að ég get ekkert spilað á hann. En nú get ég alla vega æft mig heima og reynt að ná nógu góðum tökum á honum til að getað bjargað mér. Það er mjög gaman að spila á bassa. Ég gæti samt trúað að væri enn skemmtilegra ef maður kynni nú eitthvað.
 
miðvikudagur, mars 23
  Byggt í Reykholti
Þær renna út lóðirnar í sveitinni. Nú síðast voru Agla, vinkona Grétu, og maðurinn hennar, Kalli, að kaupa sér lóðina Bjarkarbraut 19. Þau skrifuðu undir í gær og komu til okkar í kaffi og vöfflur. Þau eru reyndar búin að vera hérna annað slagið síðasta mánuðinn eða svo. Svo ætla þau að reisa bjálkahús í sumar og flytja í haust. Það verður gaman að fá þau í sveitina. Þau eru bæði eiturhress.
 
sunnudagur, mars 20
  Bellman á Klettinum
Bellmankvöldið gekk alveg rosalega vel í gær. Það var troðfullt hús á Klettinum og mikil ánægja með dagskrána. Mitt hlutverk var að leika á gítar í 11 lögum og syngja í þremur, þar af sóló í tveimur. Ég er búinn að skemmta mér svakalega vel við undirbúning þessa verkefnis og naut flutningsins á Kelttinum alveg í botn. Það var æðislegt að leika undir söng þeirra Bellmanssérfræðinga, Árna og Gunnars og eins stelpnanna úr sveitinni, Steinu og Sigrúnar. En toppurinn var að spila með alvöru fiðluleikara. Sá kom sterkur inn. Ég á vafalítið eftir að fá hann aftur til samstarfs.

Krakkarnir voru heima. Það kom stelpa að passa þau. Atli bróðir heimsótti okkur og kom með Grétu á Klettinn. Svo voru hérna góðir kunningjar af Akranesi sem komu til að kaupa af Grétu mynd sem skelltu sér með á Klettinn. Það voru Valgarður og Íris.
 
föstudagur, mars 18
  Hollt og gott

Hollt og gott
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Svona verður maður myndarlegur af að borða hollan og góðan mat.
 
  Lífræn ræktun!

Lífræn ræktun!
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
  Spinat

Spinat
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hringur að gæða sér á spínati frá Sigrúnu í Engi.
 
miðvikudagur, mars 16
  Ikarus

Ikarus
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Krakkarnir í 4. bekk áttu að koma með hlut sem þeim þykir vænt um í skólann og segja frá honum og skrifa svo um hann í ritunarbókina sína. Einn strákurinn kom ekki með hlut heldur sagði frá hvolpi sem hann er nýbúinn að fá. Hvolpurinn heitir Íkarus. Ég sló Íkarusi upp á google til að geta sýnt honum orginallann og fann þessa mynd.
 
mánudagur, mars 14
  Myndasiðan
Ég minni á myndasíðuna. Þar eru fáeinar myndir úr fjölskyldualbúminu.
 
  Blogg
Nú bloggar maður bara í rólegheitunum í miðri kennslustund. Ég tók nefnilega að mér nema sem er í vettvangsnámi. Ferlega næs!
 
  Sögurammi

Sögurammi
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þetta er blokkin. Fólkið í blokkinni er sögurammi í 4. bekk. Það þarf nú að fara að ljúka þessari vinnu, hún er búin að vera í gangi nógu lengi. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og margt á daga fólksins í blokkinni drifið. Enda getur það verið ólíkt fólk sem býr í sömu blokkinni en það þarf engu að síður að læra að fíla sig í samfélagi hvert með öðru.
 
  Kennaraborðið

Eftir tiltekt
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Kennaraborðid þegar ég er nýbúinn að taka til.
 
  Bellman
Í sveitinni hjá okkur er veitngahúsið Kaffi Klettur.

Kletturinn er nú aðallega opinn á sumrin. En á veturna er opið annað slagið og þá er yfirleitt einhver dagskrá. Menningarkvöld eru haldin á Klettinum nokkrum sinnum yfir veturinn. Þetta eru metnaðarfullar skemmtanir sem Helga samkennari minn hefur veg og vanda að.

Næsta menningarkvöld verður tileinkað Bellman. Þá koma Árni Björnsson og Gunnar Guttormsson úr Reykjavík og halda fyrirlestur með tóndæmum. Auk þeirra verður Bellman tríó Tungnamanna á staðnum og flytur nokkur Bellmanlög. Ég er í tríóinu. Það er alveg pottþétt að það verður gleði á Klettinum næstkomandi laugardagskvöld.
 
  Helgin
Á föstudagskvöldið var spilað. Heiða, sem er stuðningsfulltrúi í bekknum mínum, kom ásamt manninum sínum, Skúla. Svo kom Kalli kennari líka. Fyrst var Popppunktur og svo Katan. Þetta varð hin mesta skemmtun.

Á laugardaginn fór Gréta til Hjöddu og var þar fram á sunnudag. Við vorum bara í góðum gír heima, ég og Perla María og Hringur. Hákoni var boðið í sumarbústað niður í Grímsnes þar sem Daði var mættur.
 
miðvikudagur, mars 9
  Upptökur
Félagar í Barnakór Biskupstungna eru þessa dagana í upptökum fyrir geisladisk.
Við Hilmar Örn stjórnum upptökunum og spilum undir.

Það er upptaka í dag. Hér er fullt af krökkum, nammi og fjör!
 
þriðjudagur, mars 8
  6:15
Klukkan er 6:15. Ég og Hringur sitjum við eldhúsborðið og erum að borða Cheerios. Hann er bara búinn að sofa!

Mánudagskvöld eru sjónvarpskvöld hjá mér. Þá er ég vanur að glápa á tvo þætti á RÚV. Lögreglustjórann, sem er svona rómantískur lögguþáttur um lögreglustjóranna í Wasington DC og starsflið hans. Hann er voðalega góður kall með sérstakt innsæi. Já, ég hef gaman af þessu. Svo er það Eldlínan. Það er ágæt skemmtun.

Í gærkvöldi brá hins vegar svo við að ég missti af Eldlínunni - ég svaf hana af mér.
 
mánudagur, mars 7
  Hvolsvöllur
Ég hef verið þjálfari UMF Bisk. í fótbolta í vetur. 3. flokkur keppti á Hvolsvelli í gær og það gekk barasta nokkuð vel. Strákarnir sýndu hörkubaráttu og stóðu sig vel. Unnu einn leik, töpuðu tveimur með eins marks mun en einum leik töpuðum við stórt, 5-2. Svo á 4. flokkur að keppa um næstu helgi á Hellu.
 
sunnudagur, mars 6
  Fótboltamót
Hvolsvöllur, ég er á leiðinni!

HSK mót hjá 3. flokki í dag.
 
þriðjudagur, mars 1
  Mjög góð mynd

Grannur? ... Nei!
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Heiðrún, vinkona mín, var að halda að ég hefði grennst. Það getur verið að eitthvað hafi ég lagt af frá því ég sá hana síðast. En það er ekki mikið. Málið er að sjónarhornið sem þessi mynd hér að neðan er tekin frá er mjög hagstætt. Þess vegna setti ég nú þessa mynd inn á vefinn. En núna líður mér ekki vel yfir því að vera að svindla. Ég er ekkert svona mjór eins og ég sýnist vera á myndinni. Hér er bumbumynd sem var tekin einni mínútu á undan hinni.

Úff, en sá léttir!
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]