Tilraunavefurinn
mánudagur, maí 31
  Mest spiluðu lögin
Ég hef stundum látið þess getið hér á Tilraunavefnum hvaða lög ég leik oftast í tölvunni minni. Nú langar mig að geta þess hvaða önnur lög eru á spilunarlistanum. Ofarlega á listanum eru meðal annarra laga þessi lög:

Helmút á móturhjóli með S/H Draumi
Fire and rain með James Taylor
Rúllukragapeysan mín með Bítlavinafélaginu
Fátt um svör með Geirfuglunum
Þóttú gleymir guði með Megasi
Blue skies með Kombóinu
 
  Söngvarinn
Við Perla María erum yfirleitt komin á fætur á undan öðrum í fjölskyldunni. Þá eigum við okkar bestu stundir. Hún er eins og pabbi hennar; er skemmtilegri á morgnana en á kvöldin. Nú syngur hún orðið svolítið. Það er mest eitt lag: Lagið Fiskurinn hennar Stínu eftir Jóhann G. Jóhannsson. Þið getið ímyndað ykkur taktana:

Fiskinn miiiiiiinn...
nammi nammi namm
- hei - hei - hei!

Svo syngur hún með stefinu í útvarpi Latabæjar:

ÚTVARP LATIBÆR!
 
sunnudagur, maí 30
  Heimsókn frá Mosó
Í gær fengum við heimsókn úr Mosó. Jónas Pétur, frændi minn, kom með fjölskylduna og þau sátu hjá okkur góða stund.
 
laugardagur, maí 29
  Grundóvísjón & bissness
Það var allt á fullu í Grundaskóla í gær. Krakkarnir okkar Gunnars að vinna að árgangsbók og við að reyna að ná einhverri yfirsýn yfir allt það sem við eigum ógert og þarf að vera klárt eftir viku, þegar við útskrifum liðið. Í kvöld var svo haldin árleg Grundóvision-keppni. Það er meiriháttar skemmtun þar sem starfsfólk skólans skemmtir hvert öðru með söng og dansi. Ég var að koma úr veislu sem var haldin hér rétt fyrir utan bæinn. Það var ágætt, alveg ágætt.

En í dag. Þá urðu nú tíðindi í sölumálunum. Tilboðin gengu á víxl uns þau leiddu til samþykkis. Við erum bara þokkalega sátt. Seldum húsið og ætlum að afhenda það 23. júlí.

 
fimmtudagur, maí 27
  Þórsmörk
Kominn heim eftir þrjá daga í Þórsmörk í frábæru veðri. Toppið það!

Nú er allt að gerast í sölumálum fasteignar fjölskyldunnar. Vonandi.

Meira seinna. Mikið að gera.

Kalli
 
sunnudagur, maí 23
  Fjölskylda á flakki
Það er kominn tími á alvöru ömmublogg. Fréttir af fjölskyldunni fyrir ömmur og frænkur fyrir vestan og austan. Þannig var nú þetta blogg hugsað upphaflega.

Fjölskyldan í Bræðraborg fór í bíltúr í gær. Ók undir Hvalfjörðinn, suður Kjalarnes, um Kollafjörð, upp Mosfellsdal og yfir Mosfellsheiði, niður á Þingvelli, umhverfis hálft Þingvallavatn, yfir Lyngdalsheiði, að Laugarvatni og loks í Reykholt í Biskupstungum.

Í Reykholti beið eftir mér skólastjórinn þar og ég átti við hann orð og undirritaði ráðningarsamning. Já, frá og með 1. ágúst n.k. er ég starfsmaður Grunnskóla Bláskógarbyggðar og mun búa í Reykholti. Við eigum að fá inni í parhúsi sem verið er að reisa í Reykholti. Við litum þar við í gær. Okkur þótti húsið lítið en í því er bílskúr svo Gréta hugsar sér gott til glóðarinnar og mun vafalítið útbúa þar vinnustofu, og svo þarf náttúrulega pláss undir barnavagna og reiðhjól. Þangað fer alla vega ekki bíll inn!

Eftir stoppið í Reykholti, þar sem krakkarnir léku sér úti í grenjandi rigningu, var haldið til Hjöddu móðursystur Grétu í Reykjavík. Amma Gréta var komin frá Svíþjóð og við vildum sjá framan í hana. Hjá Hjöddu var allt fullt af frænkum og Perla María og Hákon léku sér með bolta úti í garði (aftur í grenjandi í rigningu) við frænkurnar Guðrúnu og Söndru. Það var komið fram á kvöld þegar við snérum heim á leið og krakkarnir steinsofnuðu í bílnum og sváfu lengur fram á morgun en nokkurn tíma fyrr. Þau voru að skríða á lappir milli tíu og hálf ellefu (ég fékk s.s. þriggja tíma bónus í morgun!).
 
föstudagur, maí 21
  Í gær, í dag, á morgun.
Þegar ég var búinn að syngja á tónleikunum í gær fékk ég heimsókn frá frænda mínum að vestan. Sá var staddur hér á Skaganum vegna vinnu sinnar og ákvað að líta við. Ég hafði ljómandi gaman af þeirri heimsókn. Kann vel að meta svona frændrækni. Þetta hefur svo sem gerst áður, bæði móðurbróðir minn og föðurbróðir hafa litið inn hjá mér þegar þeir hafa átt leið á Akranes vinnu sinnar vegna.

Í dag leit ég við í Prentverkinu þar sem ég sá að einhver var að vinna. Viti menn, var þá ekki verið að prenta blaðið sem ég er búinn að vera að vinna við síðustu daga. Þetta leit bara mjög vel út á pappírnum. Ég bíð spenntur eftir að fá blaðið í hendur.

Svo lét ég vera af því að mála tvo glugga sem hafa staðið tilbúnir til þess í heilt ár. Var rétt nýbúinn að sleppa penslinum þegar fór að hellirigna - það passaði fínt. Það er allt annað að sjá húsið. Kannksi það fari loksins að seljast? Og ég fór á völlinn í dag. Það var hundleiðinlegur leikur ÍA og Grindavíkur sem fór fram í roki og rigningu.

Á morgun er planið að skjótast austur fyrir fjall. Á meðan fer Hákon í Húsdýragarðinn með 1. bekkingum í Brekkubæjarskóla. Eftir helgina fer ég svo í skólaferðalag í Þórsmörk með krökkunum mínum í 10. bekk í Grundaskóla. Það verður spennandi að koma loksins inn í Þórsmörk.
 
þriðjudagur, maí 18
  Samsung-græjurnar og fyrstu geisladiskarnir
Þegar ég fermdist, fyrir 17 árum, fékk ég 20.000 krónur í peningum í fermingargjöf. Á sama tíma var ég aðstoðarmaður Lalla frænda míns á Miðdal í sauðburðinum. Fyrir fermingapeningana og launin úr sveitinni keypti ég mér steríógræjur, eins og hljómflutningstæki voru kölluð í þá daga.

Þetta voru steríógræjur af Samsung gerð og í þeim var útvarp, magnari með átta rása tónjafnara, plötuspilari og geislaspilari, - sem var hér um bil nýjung á almennum markaði. Fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti mér var Loftmynd með Megasi. Fljótlega bættust fleiri diskar í safnið. Meðal þeirra voru þessir:

Best of Billy Idol
Slowhand með Eric Clapton (endurhljóðblönduð útgáfa)
og Dögun með Bubba

En ég hélt áfram að kaupa LP-plötur og á góður plötur sem ég er náttúrulega löngu hættur að hlusta á. Þar á meðal:

Ný dönsk - Fyrsta platan - (Gæti eins verið - hét hún það ekki?)
So með Peter Gabriel
Ísbjarnarblús og Plágan með Bubba og frábær breiðskífa Utangarðsmanna frá 1980.
Í góðri trú með Megasi
og 5 plötu tónleikapakki frá Bruce Springsteen.

Man einhver eftir þessum plötum?

Kveðja,
Kalli
 
mánudagur, maí 17
  Einar Kristinn sækir í sig veðrið
Ég var að lesa mér til skemmtunar hitt og þetta á heimasíðu sveitunga míns, þingmannsins Einars Kristins Guðfinnssonar. Sko. Ég myndi heilsa Einari Kristni á förnum vegi og jafnvel stoppa og ræða við hann ef hann nennti því, en ég þekki hann ekki... þannig. Og ég fengist aldrei til að kjósa hann. Jafnvel ekki þótt snúið væri upp á bakið á mér, eins og Túrilla sagði forðum. En Einar Kristinn er viðkunnalegur náungi, eins og allt annað slekti Einars heitins Guðfinnssonar. Og ég hafði bara nokkuð gaman af því sem Einar er búinn að vera að skrifa inn á síðuna sína. Hann er bara meinfyndinn á köflum. Ætli hann stefni á að komast á listann minn yfir fyndnustu stjórnmálamennina?

Ég mæli með síðunni www.ekg.is. Hún er flott.
 
  Júróvísjón sökkaði
Um þetta þarf engin fleiri orð.
 
laugardagur, maí 15
  Hákon fór á tónleika
Ég var að syngja á tónleikum hjá söngdeild Tónlistarskólans í gærkvöldi. Þetta tókst bara ágætlega. Hákon fékk að koma með. Honum líkaði svo vel við ítlölsku aríurnar, en þær voru á dagskránni fyir hlé, að hann sofnaði yfir þeim. Í hléinu sagði hann söngfólkinu að hann hefði ekki sofið, heldur bara lokað augunum og HLUSTAÐ.

Hann kann sig!

Eftir hlé vakti hann. Þá voru sungin íslensk sönglög. Mér tókst að vekja athygli hans á efnisskránni. Þannig gat hann dundað sér við að lesa hvað sá söngvari sem næstur væri á dagskránni héti og hvaða lag hann ætlaði að flytja. Ég held að hann hafi haft gaman af þessu.

Kalli
 
  Ringo
Mamma segir frá því í gestabókinni að hún hafi hitt Omma Dadda og hann hafi spurt hana út í nafngiftina á Hringi. Hann hafði spurt hana hvort nafnið Hringur væri í höfuðið á snillingnum Ringo Starr. Stuðmenn sungu einmitt um hann:

Hringur
við hvurn sinn fingur
leikur og syngur
af lífi og sál

Hann olli
töluverðum hrolli
Lifrar í polli
hann tendrarði bál ...

Nei Ringo hefur ekkert með nafngiftina að gera en það skemmir ekki að eiga nafna í Bítlunum! Og hver veit nema Hringur Karlsson eigi einhvertíma eftir að leika og syngja við hvurn sinn fingur og tendra einhver bál í meyjahjörtum? Umm!

Hringur er annars frískur strákur. Hann drekkur óhemjuvel og dafnar vel eftir því. Hann er brosmildur og yfirleitt nokkuð vær. Stóra systir er held ég að ná áttum eftir tilkomu hans í fjölskylduna og er hin hressasta. Hákon lætur sér fátt um þetta finnast. Hann er reyndar ákaflega góður við litlu systkinin sín og er umburðarlyndur með afbrigðum.

Sæl að sinni,
Kalli
 
föstudagur, maí 14
  Blogg
Nú er lítill tími til að blogga.

Það verður eitthvað þegar ég loksins fer almennilega af stað aftur!

Kalli
 
miðvikudagur, maí 12
  Perlan sefur
Það hefur verið erfiðleikum bundið að koma Perlu Maríu til að sofna síðustu vikurnar. Nú gekk hins vegar allt eins og í sögu. Hákon og hún eru bæði steinsofandi og það gekk þrælvel að koma þeim niður. Hringur fór með Grétu í leikskólann þar sem starfsfólkið er með fund og einhverja samveru. Maður situr bara einn við tölvuna og bloggar og svo er kaka í ofninum. Já það er satt, ég er að baka!

Á föstudaginn verða vortónleikar söngdeildar Tónlistarskólans. Ég ætla að syngja Kall sat undir kletti ftir Jórunni Viðar. Svo í næst uvikur verður opinn samsöngur. Allir velkomnir. Þá ætlum við í deildinni að synjga einhver létt lög. Ég mun spila undir hjá a.m.k. tveimur samnemum mínum. En ég hef ekki ákveðið hvað ég kem til með ða syngja þar sjálfur. Kannski Bláu augun þín, kannski Ævintýri eftir Valgeir, kannski Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson.

 
  Stálið í vörn
Kristján Jónsson heldur úti bloggi sem ég les reglulega. Þetta er skemmtilegt blogg. Kristján er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og KR. Og nú spáir hann ÍA Íslandsmeistaratitli í fótbolta og Kr-ingum slæmu gengi. Svo líður honum eitthvað illa með framgöngu Sjálfstæðismanna í þjóðmálunum þessa dagana og er farinn að skrifa kjaftasögur um krankleika og innáskiptingar í þingliði stjórnarandstöðunnar. Ja hérna! Ætli þetta sé einhver taktík hjá honum?

Annars spái ég ÍA líka titlinum. Það er gott lið. Ég minni aftur á pistla Vilborgar á síðu ÍA.

 
mánudagur, maí 10
  Mig langar í Skoda
Það er erfitt að taka ákvörðun um að skipta um bíl. Það er barasta orðið svo hrikalega þröngt um okkur í Toyotunni að ég er alveg hreint að því kominn að kaupa nýjan Skoda Oktavia Combi. Það eru flottir bílar.
 
sunnudagur, maí 9
  Hringur
Þá er búið að hreinsa yngri soninn af erfðasyndinni, ausa hann vatni og hann kominn í samfélag kristinna manna. Honum var gefið nafnið Hringur.

Frænka hans sem var skírð um leið og hann heitir Sandra Dögg.
 
laugardagur, maí 8
  Mest leikna tónlistin í tölvunni minni
1. Johnsburg, Illinois -------------- Tom Waits
2. Poke a pal ----------------------- Mugison
3. O cessate di piagarmi ---------- Cecilia Bartoli
4. Á eyðieyju ----------------------- Dr. Gunni
5. Helmút á mótorhjóli ------------ S/H draumur
6. Þá kemur þú --------------------- Ný dönsk
 
föstudagur, maí 7
  Sparifötin
Mér þykir yfirleitt leiðinlegt að kaupa föt. En mér þykir gaman að vera fínn í tauinu. Það er ég sjaldan. Ég er nánös þegar kemur að því að versla föt utan á sjálfan mig. Mér ofbýður verðið á fatnaði. Það er heldur ekkert eðlilega hátt.

Einhversstaðar, á leiðinni frá saumakonunni (eða saumabarninu í Asíu) til kaupmannsins sem ég kaupi flíkina af, er einhver að hirða meira en honum ber. Þetta hef ég talsvert rætt við nemendur mína í Grundaskóla. Ég hélt lengi vel að mér væri að takast að hafa þau áhrif á þá að þeir létu ekki aðra stjórna því hverju þeir klæddust og borguðu fyrir það uppsett verð og afsökuðu sig svo með því að það væri bara ekki hægt að fá almennilega flík fyrir lægra verð. Í kringum fermingu virtist þetta ætla að verða nokkuð gagnrýnir og sjálfstæðir unglingar. En svo fór ýmsir aðrir að hafa áhrif á þá en ég. Aðallega mæðurnar!

Það eru stelpur í árganginum sem ég er að kenna sem eiga föt í fataskápnum sínum sem þær nota dags daglega sem eru í heildina meira virði en allar þær flíkur sem ég hef keypt mér á undanförnum áratug. Ýkjulaust!

Um daginn fór ég í Ozone, sem er sportvöruverslun hér á Skaganum, og keypti mér íþróttagalla og góða strigaskó. Mér þótti mikið að borga 15.000 krónur fyrir þetta allt saman. Svo fór ég í gallanum í skólann og í ljós kom að um helmingur nemendanna voru í buxum sem höfðu einar kostað þá meira en 15.000!!!!!

Jæja, en nú langar mig í einhver betri föt. Það á að skíra á morgun og mig langar að vera fínn í tauinu. Ég hef fitnað svo hrikalega mikið undanfarna mánuði að ég passa ekki í nokkra af þessum skárri flíkum sem ég á í skápnum. Við þessu á að bregðast í fyrramálið. Ætli ég skelli mér ekki í Dressmann og kaupi eitthvað "ódýrt" og megri mig svo niður í gömlu fötin aftur.
 
fimmtudagur, maí 6
  Styttist í skírn
og útgáfu Púlsins
og tveggja vikna fæðingarorlofslotu hjá mér.
 
miðvikudagur, maí 5
  Stjórnmálamenn #4
Þessum alþingismönnum myndi ég heilsa á förnum vegi:

Kristján Möller
Kristinn Gunnarsson
Einar Kristinn Guðfinnsson

Þar með er það upptalið!

Ég á náfrænda á þingi sem ég þekki ekki neitt. Eigum við að hafa getraun? Að hér eigi lesendur að geta hver sá þingmaður er? Ég gef eina vísbendingu: Hann er í sverari kantinum. Hver er maðurinn?
 
  Samræmda prófið
Ég var bara sáttur við samræmda prófið í íslensku í 10. bekk.
Það var ekkert þar sem kom nemendum mínum á óvart og þeir hljóta að hafa staðið sig vel.

Kennarinn
 
þriðjudagur, maí 4
  Stjórnmálamenn #3
Skemmtilegustu stjórnmálamennirnir

Þetta reyndist mér erfiðara en ég hafði haldið. Ég renndi yfir lista með nöfnum alþingismanna. Þar er ekki nema einn sem hægt er að kalla skemmtilegan. Það situr sem sagt ekki nema einn skemmtilegur maður á Alþingi Íslendinga! Það er Guðni Ágústsson. Ég meina það. Um daginn slysaðist ég til að rata á Bylgjuna (það var slys - ég er nefnilega yfirlýstur andstæðingur þess markaðsmiðils) þegar Þorgeir Ástvalsson var að leika kafla úr ræðu sem Guðni hélt noðrur á Sauðárkróki á dögunum í sextugsafmæli Geirmundar Valtýssonar. Þetta var besta stand-up sem ég hef nokkurn tíma heyrt.

En svo eru nokkrir skemmtilegir sem hafa setir í sveitastjórnum og ég kannast við.
Þeirra á meðal eru hagyrðingarnir Sveinn frá Dröngum og Pétur Ottesen. Svo var Ásgeir Þór í bæjarstjórn Bolungavíkur og þar situr núna Sossa Vagns.

Svo hefur Jakob Frímann náttúrulega gert atlögu að sæti í Alþingissalnum. Hann er skemmtilegur.

Næst ætla ég að nefna þá frægu stjórnmálamenn sem ég þekki.
 
mánudagur, maí 3
  Stjórnmálamenn #2
Þessir finnst mér að ættu að einbeita sér að öðru en stjórnmálum:

1) Árni Johnsen, f.v. þingmaður Sjálfstæðisflokksins
2) Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík
3) Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra
4) Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins .
5) Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ

Nú verður Gréta ekki ánægð með mig. Hún, eins og margir aðrir sem ég þekki og þekkja til Ragnheiðar, bera henni góða sögu. Hún er víst meiriháttar góður íslenskukennari og margir voru ánægðir með hana í skólastjórasætinu. En ég get ekki, miðað við hvernig hún hefur komið fram í fjölmiðlum til að verja málflutnig sinn og sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, tekið hana alvarlega sem stjórnmálamann. Kannski er hún fín, en þeir í Valhöllinni ættu huga að því að splæsa á hana námskeiði í PR!

Kannski er ég að gleyma einhverjum alveg vonlausum stjórnmálamanni. Hann er þá bara heppinn að sleppa. Takið eftir því að þrátt fyrir gloríurnar sem Björn Bjarnason er að gera núna er hann ekki á listanum. Ég held nefnilega að hann vinni þannig að hann eigi fullt erindi í stjórnmálin. Hitt er svo annað mál að ég er ekki sammála honum um margt.
 
sunnudagur, maí 2
  Í Kringlunni
Ég er nú ekki meiri sósíalisti en það að sjálfum baráttudegi verkamanna eyddi ég í musteri mammons í Reykjavík.

Þar hitti ég Huldu og dætur hennar og frænkur mínar úr Hafnarfirði, dætur Jóns Óla. Þær eru báðar alveg rosalega fallegar dömur. Þær sögðust ætla að heimsækja mig í dag. Það leist mér vel á.

En deginum í dag hef ég eytt í skólanum. Hitti nokkrar krakka í morgun sem eru að fara í samræmt próf í íslensku á morgun. Ég var aeðins að stappa í þá stálinu og gefa þeim færi á að sitja saman og bera saman bækur sínar. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að hópurinn muni standa sig vel.+

Kalli
 
 
 
  Stjórnmálamenn #1
Þegar ég var yngri reyndi ég að fylgjast svolítið með pólitík. Ég er löngu hættur því - að mestu. En ég var að spá í að opinbera hér á síðunni hvaða stjórnmálamenn mér finnst koma þannig fram í fjölmiðlum að ég geti borið virðingu fyrir því sem þeir segja og dregið af því þá ályktun að þeir hafi eitthvert erindi við stjórvölinn. Kannski gleymi ég einhverjum góðum.

Topp fimm listinn:
1) Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG
hann klikkaði reyndar í vetur og féll í áliti hjá mér þegar hann lét ekki ná í sig þegar þingmenn löguðu til í lífeyrismálunum hjá sjálfum sér. En hann trónir samt langefstur á listanum.
2) Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness
ég er sannfærður um að í öllum málum hugar Sveinn að hagsmunum heildarinnar og gengur ekki erinda ákveðinna hópa nema það þjóni sannarlega í leiðinni hagsmunum allra. Skil reyndar ekkert í honum að vera í bleika flokknum!
3) Kobrún Halldórsdóttir, þingmaður VG
er alveg sama þótt fæstir þoli hana og vælið í henni. Hún er maður mínu skapi. Stendur föst á prinsippunum, er friðarsinni mikill og er hlýtt til listamannanna sem reyna að auðga mannlífið í landinu og hressa upp á hversdagsleikann.
4) Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
líka prinsippmaður og hengir sig ekki í skoðun flokksins í öllum málum. Ég man reyndar aldrei eftir að hafa verið sammála Pétri um nokkurt það efni sem hann hefur tjáð sig um í fjölmiðlum en ég virði hann sem stjórmálamann og finnst hann vera fulltrúi gilda sem eiga fullan rétt á sér og eiga að heyrast í umfjöllun um sem flest mál.
5) Ingibjörg Sólrún
hún er svo töff.

Og svo hafa þingmenn Vestfjarða verið óhemjuduglegir að vinna fyrir sitt kjördæmi í gegnum árin. En það eitt kemur þeim ekki á þennan lista.


Næst koma þeir sem ég treysti síst til að fara með völd og síðan þeir fimm skemmtilegustu.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]