Tilraunavefurinn
fimmtudagur, júlí 3
  Af fótboltaafrekum mínum (í tilefni af sigri BÍ/Bol á Víkingi Ólafsvík og HM í Brasilíu)
Í kvöld vann karlalið BÍ/Bolungavíkur, liðið sem stundum er kallað Skástrikið og stundum Djúpmenn, Víking frá Ólafsvík í fyrstu deildinni í fótboltanum. Í viðtali eftir leikinn segir Andri sonur Önnu og Bjarna Jóhanns að BÍ/Bolungavík hafi aldrei áður unnið Ólsara. Það er sjálfsagt rétt hjá honum en Bolvíkingar hafa unnið Ólsara. Það var í ágúst 1996. Ég man það svo vel. Palli kennari minn í Kennaraháskólanum hringdi heim til mín um kvöldið til að fá fréttir af leiknum. Það þótti mér sérstakt. Sonur hans var þá lánsmaður frá KR að spila fyrir Víking.

Ég get nú samt ekki sagt að VIÐ Víkarar höfum unnið Ólsarana í úrslitakeppni 4. deildarinnar 1996 vegna þess að sjálfur fékk ég ekki að taka þátt í leiknum sem strákarnir unnu 2-0 á Skeiðinu. Við vorum með gott lið það tímabil. Ég var ekki einu sinni í hóp í þeim leik. Ég var hins vegar með í fyrri leiknum í Ólafsvík sem við töpuðum 3-1. Markið sem þar var skorað var mikilvægt. Mig minnir að Sigurjón Jónsson hafi skorað það.

Jón Steinar meiddist snemma í leiknum í Ólafsvík og ég kom inn fyrir hann af bekknum í stöðu hægri bakvarðar, í stöðunni 1-0, ef ég man rétt. Ég hafði spilað töluvert um veturinn og vorið og byrjaði fyrsta leik í Íslandsmótinu. En var svo settur á bekkinn þar sem ég sat sem fastast ALLT SUMARIÐ. Ég spilaði illa í þessum leik í Ólafsvík. Ég gat ekki neitt. Mig skorti tilfinnanlega leikreynslu og leikæfingu eftir alla bekkjarsetunua um sumarið. A.m.k. annað markið sem Ólsarar skoruðu eftir að ég kom inn á hefði ég átt að koma í veg fyrir og mátti því skrifa á minn reikning.

Auðvitað var ég svekktur með frammistöðuna. Sjálfsagt hefur þjálfarinn líka nagað sig í handarbökin fyrir að hafa varamennina ekki betur undirbúna til að taka þátt þegar liðið þurfti á þeim að halda. Við höfðum unnið riðilinn okkar um sumarið og tækifærin sem hann hafði til að láta mig spila þá voru fjölmörg. Aðeins eitt liðanna í riðlinum var álíka gott okkar liði. Hin liðin stóðu okkur langt að baki og leikina við þau unnum við alla með miklum markamun. Ég man að ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því þegar leið á sumarið að ég væri ekki nógu góður til að eiga erindi í byrjunarliðið þegar allir okkar menn voru heilir og engir í leikbanni, en ég var samt nokkrum sinnum svekktur um sumarið þegar mér var ekki treyst til að leysa menn af. Ég var nefnilega ekki alveg vonlaus fótboltamaður, jafnvel þótt mig hafi vantað ýmsa mikilvæga eiginleika knattspyrnumanna, eins og keppnisskap, reynslu af alvöru kappleikjum, snerpu, leikni og jafnvel þol. Eða, jú, ég hef greinilega verið algjörlega vonlaus fótboltamaður!

Sjálfum fannst ég samt á þessum tíma ekki vera alveg vonlaus fótboltamaður því þótt ég hafi vel vitað af fyrrnefndum hæfileikaskorti taldi ég mig búa yfir öðrum kostum sem líka skiptu máli fyrir fótboltamann. Það var ofmat á eigin getu. En ég hafði gaman af því að spila fótbolta, keppa í fótbolta og ræða um fótbolta. Það var þess vegna góð tilfinning árið eftir þegar ég átti góðan leik í stöðu hægri bakvarðar í fyrsta leik, sem var gegn Reyni Hnífsdal á Skeiðinu. Ég man að markvörður Reynismanna varði tvisvar sinnum vel hjá mér þegar ég hafði skeiðað upp kantinn og komið mér í færi. Og ég gerði margt fleira vel í þessum leik sem við Víkarar unnum og nýi þjálfarinn var ánægður með mitt framlag þótt honum hafi fundist ég óþægilega sókndjarfur bakvörður. Það man ég vel. Þetta byrjaði því vel og ég var staðráðinn í því að njóta þess að spila fótbolta þetta sumarið.

Persónulega hafði ég ekki sett mér annað markmið með knattspyrnuþátttökunni en að hafa gaman af henni. Það hafði ég ekki haft sumarið áður, þrátt fyrir gott gengi liðsins. Margir leikmenn sem höfðu verið með okkur árið áður höfðu flutt úr bænum og spiluðu annars staðar eða hætt í fótbolta og liðið var því ekki eins gott og það hafði verið, eða átti alla vega ekki að vera það. Ég leit því hýru auga til byrjunarliðssætis og tækifæris til að læra og þroskast sem leikmaður með því að spila alvöru leiki. Minnugur vonbrigðanna frá sumrinu áður yfirgaf ég því félagið á miðju sumri eftir að hafa verið settur á bekkinn tvo leiki í röð og skipti yfir í Reyni Hnífsdal.

Það er stundum sagt að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Það átti við mig þegar ég var að spila fótbolta. Í Reyni leið mér miklu betur en mér hafði nokkurn tíma liðið í meistaraflokki UMFB. Þar var enginn með fyrirframgefna hugmynd um hvernig leikmaður ég væri eða hvað ég gæti og hvað ég gæti ekki. Ég fann fyrir trausti samherjanna sem ég hafði aldrei fundið fyrir heima í Víkinni. Ég var miklu meira í boltanum í spili Reynismanna, sem þrátt fyrir að vera ekki eins gott lið og Víkarar höfðu á þeim tíma, hafði í sínum röðum nokkra reynda og góða leikmenn sem höfðu spilað lengi með Ísfirðingum í næstefstu deild og gátu leiðbeint mér. Mér fannst líka léttir að spila á miðjunni. Því að þrátt fyrir mikil hlaup þar var minna um spretti en þegar maður leikur í vörninni og sprettirnir áttu aldrei við mig, ég var frekar seinn að hlaupa. Mér fannst líka ábyrgðin sem fylgir varnarvinnunni bærileg spilandi á miðjunni en stressandi þegar ég var hafsent eða bakvörður sem ég hafði oftast leikið þegar ég var ekki á bekknum hjá UMFB. Ég var afslappaður inni á vellinum, þorði að fá boltann, halda honum og spila honum. Ég spilaði hverja mínútu fyrir Reyni það sem eftir var sumars, oftast á miðjunni, og átti nokkra virkilega fína leiki. Ég man eftir því á Torfnesvellinum á Ísafirði að sjá gömlu félagana úr Víkinni meðal áhorfenda horfa á mig leika vel í nýju liði í nýrri stöðu að ég hugsaði: „Sko sjáiði bara hrokagiggirnir ykkar, ég er bara víst fínn fótboltamaður!" Ég tók aukaspyrnur, lagði upp færi, lagði upp nokkur mörk og skoraði meira að segja sjálfur 4 mörk fyrir Reyni þetta sumar, sem er meira en ég skoraði fyrir UMFB í öllum þeim leikjum sem ég lék þar í meistaraflokki. Mig minnir að ég hafi bara tvisvar náð að skora fyrir UMFB í meistaraflokki, max þrisvar.

Þrátt fyrir gott persónulegt gengi mitt með Reyni þetta sumar man eftir því að vera illþyrmilega minntur á hæfileikaskort minn í fótbolta þegar ég, í leik við Erni frá Ísafirði, var fíflaður hvað eftir annað af miðjumanni þeirra, náunga sem var að kenna í Súðavík og heitir Hörður. Sá hafði spilað á einhverjum strekari vettvangi en Vestfjarðariðli 4. deildar. Mér fannst hann vera eldgamall. Sá gat hlaupið með boltann. Eitt sinn voru líka mikil forföll af okkar gömlu og reyndu jöxlum og ég þurfti að spila í stöðu aftasta varnarmanns gegn mínum gömlu félögum í UMFB. Við steinlágum í það skiptið.

Sumarið 1997 var leikin þreföld umferð í Vestfjarðariðlinum og þegar Víkarar mættu Hnífsdælingum aftur á Skeiðinu síðar um sumarið spilaði ég með Reyni. Í þeim leik kom upp sú staða að ég lagði boltann eitt sinn fyrir mig með hægri fæti við vítateigslínuna hægra megin, inn á völlinn, kom Rúnari Geir úr jafnvægi og lét vaða með vinstri yfir Pétur Magg í marki UMFB, undir slána og í markið og jafnaði leikinn 1-1. Það var með eftirminnilegri augnablikum á mínum stutta knattspyrnuferli.

Ég spilaði svo ekki fótbolta aftur fyrr en árið 2000 að ég tók háflt tímabil, reyndar með löngu undirbúningstímabili og mörgum æfingaleikjum, með liðinu FH Idrætsforening í Seriu 5 í Danmörku. Þar lék ég líka á miðri miðjunni og leið vel inni á vellinum, var meira að segja fyrirliði liðsins og átti mína bestu leiki og bestu móment í boltanum.
 
miðvikudagur, júlí 2
  HM 2014
Jæja, aðeins um fótboltann. Ég er búinn að fylgjast nokkuð mikið með HM hingað til. Ég var að hugsa um það um daginn þegar Þjóðverjar voru að spila að í boltaíþróttum hafa lið oft einn leikmann, stundum tvo, sem virðast skilja leikinn betur en aðrir á vellinum. Þetta kemur sér vel, eins og við Íslendingar þekkjum, t.d. þegar Snorri Steinn setur upp sóknirnar fyrir handboltalandsliðið og þegar Lars setti Eið Smára inn á völlinn til að halda boltanum og róa kjúklingana aðeins niður þegar þeir höfðu komið íslenska fótboltalandsliðinu í góða stöðu. Þýska fótboltalandsliðið hefur 11 þannig leikmenn inn á vellinum í einu. Það virðist vera árangursríkt hjá þeim, en heldur leiðinlegt á að horfa.

 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]