Tilraunavefurinn
sunnudagur, september 22
  Móturhjólaviðgerðir
Ég þekki fáa sem hafa eins lítinn áhuga á vélum og eins litla kunnáttu á gangverki véla og ég sjálfur. Samt hafði ég áhuga á því að aka skellinöðrum og vélsleðum þegar ég var að alast upp. Það þótti mér spennandi. Núna á ég helmingshlut í vespu á móti syni mínum. Ég nota hana töluvert og þykir ekkert leiðnlegt að aka henni. Hún skilar mér hægt en örugglega milli staða og það kostar lítið að reka hana. Hún er ódýr kostagripur.

Þegar ég var púki lék ég mér endrum og sinnum á fótboltavellinum við Hreggnasa í Bolungavík. Þá komst maður ekki hjá því að rekast við og við á þá félaga Lauga og son Dóra Leifa sem ég man bara ekki hvað heitir. Þeir undu sér við skellinöðruviðgerðir á planinu framan við bílskúrinn hjá Sverri og Stínu Sigurðar efst á Höfðastígnum. Prjónandi unglingar og vélarhljóð vöktu hjá okkur púkunum bæði aðdáun og forvitni. Við fylgdumst dolfallnir með þegar hjólin voru skrúfuð sundur og svo saman. Þeim vinunum leiddist ekki athyglin. Þetta var win-win staða.

Þessi sonur Dóra Leifa og Laugi sögðu eiginlega aldrei neitt. Ég ímynda mér að vinátta þeirra hafi eingöngu snúið að þessu áhugamáli þeirra, skellinöðrunum. Þegar við púkarnir vorum þarna að sniglast í kringum þá og fylgjast með viðgerðum þeirra og prófunum milli þess sem við lékum okkur í fótbolta minnist ég þess ekki að hafa heyrt þá ræða saman. Þeir töluðu heldur ekki við okkur púkana. Það var alla vega eitthvað lítið, aldrei sonur Dóra Leifa alla vega. Sá maður er einn dularfyllsti maðurinn sem ég minnist úr Bolungavík æsku minnar. Afar snjall skellinöðruökumaður, bráðmyndarlegur í útliti (mér finnst eins og einhverntíma hafi hann átt mjög sæta kærustu frá Ísafirði - er þó ekki viss um að ég muni það rétt, - ekki frekar en nafnið hans se, ég kem bara alls ekki fyrir mig, - hann gæti þó hafa heitið Halldór; laginn í höndunum og úrræðagóður viðgerðarmaður og svona líka þögull. Það er svo dularfullt að vera þögull. Ég vissi ekkert um hann. Þó var hann jafnaldri margra sem ég þekkti ágætlega. Til dæmis Bensa Dóra. Bensi Dóri átti heima í næsta nágrenni við mig og átti líka skellinöðru og var laginn við viðgerðir og alveg snaróður ökufantur. Bensi Dóri, þagði hins vegar sjaldan. Hann var síblaðrandi og skemmtilegur; hláturmildur og glaður.

Ég fór að hugsa um þessa stráka og þessar stundir með félögum mínum á bílaplani við Höfastíginn vegna þess að í dag skrúfaði ég í fyrsta sinn sjálfur mótorhjól í sundur og leitaði að bilun í startara. Mér tókst bæði að skrúfa hjólið í sundur og aftur saman, 9 ára sonur minn fylgdist spenntur með, en mér tókst ekki að gera við neitt.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]