Tilraunavefurinn
miðvikudagur, mars 31
  Damm!
Það var reyndar meira svona DAMM. Gako, damm
(eins og það skipti öllu máli!!!)!
Það kom smá upprifjun hjá henni í morgun.
 
þriðjudagur, mars 30
  Gako gamm!
Það var býsna forvitnilegt að fylgjast með frekjurófunni á heimilinu við kvöldverðarborðið. Þegar maturinn var settur á borðið hafði Hákon einhver orð um það að þessi matur þætti honum ekki góður og hann ætlaði sko ekki að borða hann. Þetta var svipuð athugasemd og sú sem hann hafði haft um matinn í gærkvöldi. Ég birsti mig aðeins við hann og reyndi að koma honum í skilning um að svona segði maður ekki. Maður smakkaði á öllu sem væri borið á borð fyrir mann, o.s.frv.

Þessi umvöndunarræða gekk bara vel og hafði góð áhrif. En þegar við vorum svo tekin til við að borða tekur Perla María upp á því að berja í borðið, ýmist með annarri hendi eða báðum, setja í brýrnar, horfa ákveðið á bróður sinn og segja: ,,Gako, gamm!" Þetta þýðir örugglega: ,, Hákon, skamm!" Þetta lét hún dynja á drengnum af og til í svona hálftíma, alls u.þ.b. 40 sinnum.

Þetta er sko virkilegur ráðskonurass, eins og það heitir hjá Ömmu Stínu.
 
mánudagur, mars 29
  Mest spiluðu lögin
Í nýju tölvunni minni sést hver laganna sem ég hef sett inn í hana hafa oftast verið leikin. Á þeirri skrá má finna út að ég hef mest hlustað á Ödda frænda minn því lögin hans Poke a Pal og Pet eru mest spiluðu lögin í tölvunni. Topp 5 er svona núna:

1. Poke a pal, Mugison 24 spilanir
2. Pet Mugison 20
3. Jersey girl Tom Waits 15
4. Á eyðieyju Dr. Gunni 13
5. Fátt um svör Geirfuglarnir 12

Þetta er gaman að vita!!!!!!

Kalli
 
  Þau eru komin heim!
Gréta og litli drengurinn komu heim í gær. Hildur Karen kom og var hjá Perlu Maríu á meðan ég fór og hjálpaði Grétu að taka sig til og koma sér af spítalanum. Svo komu Bensi og Anna í heimsókn og stoppuðu góða stund. Sá stutti var vær og svaf bara.

Perlu Maríu finnst að hún eigi fullan rétt á að taka jafnan þátt í umönnun þessa barns og foreldrar þess. Eitthvað finnst henni þetta skrítið. Hún sofnaði seint í gær og vaknaði snemma. Og svo vældi hún hjá dagmömmunni og skreið upp í fangið á mér. Það hefur aldrei gerst áður.

Það eru myndir af krökkunum á síðu Andreu Örvarsdóttur, systurdóttur minnar, á Barnalandinu. Þær eru neðst í marsalbúminu.

Kv.
KALLI
 
sunnudagur, mars 28
  Árshátíð söngdeildar Tónlistarskóla Akraness
Það var árshátíð hjá söngnemum í gær. Það var náttúrulega mikið sungið. Ég spilaði talsvert undir fjöldasöng og svo er í söngdeildinni kona af bolvísku bergi brotin sem leikur ágætlega á gítar. Hún hefur svo flottan áslátt. En það eru tvær til þrjár tegundir ásláttar sem gítarglamrar af kvenkyni geta slegið með mýkri og þægilegri áferð en við karlarnir. Þessi kona, Þórdís Skúladóttir, lærði að spila af frænku sinni sem ég hef heyrt spila í afmælisveislu einu sinni. Sú slær öllum við þegar kemur að áslætti. Hefur alveg æðislega hægri hönd. Þetta er Sigga Ket. Hún er mamma Þórhildar hans Alberts Guðmunds, systir Ella Ketils og dóttir Laugu gömlu á Jaðri. Þá er það á hreinu.

Eva nágranni okkar og nemandi minn passaði krakkana fyrir mig. Það gekk alveg örugglega vel því Hákon er mjög ánægður með hana. Mér skilst að hann hafi verið ægilega góður og hjálpsamur við hana. Ég kom heim um miðnætti.

Ég var bara í vatninu í gær. Það er alltaf jafngott svona daginn eftir. Ég skemmti mér barasta ágætlega. Skemmtiatriðin gengu vel og maturinn var góður.

Í morgun hafði Hákon orð á því að hann vildi að mamma hans kæmi heim af sjúkrahúsinu í dag. Það er ekki víst að honum verði að ósk sinni, en ef hún kemur ekki í dag kemur hún á morgun.
 
laugardagur, mars 27
  Helgin
Í dag má búast við heimsókn frá Selfossi. Sennilegast koma Gilli á Sólbakka og Þóra til að líta á barnabarnið. Það má allt eins búast við fleiri heimsóknum að sunnan. Mér skilst að Hulda, kona Jóns Óla, móðurbróður míns, eigi erindi hingað upp eftir. Hún ætlar að hafa með sér barnarúm sem þau ætla að gefa okkur. Ætli hún vilji ekki líka líta á drenginn. Og Bensi og Anna eiga sjálfsagt eftir að mæta líka. Það verður nóg um að vera.

Í kvöld er svo árshátíð söngdeildar Tónlistarskólans. Þar verð ég.
 
föstudagur, mars 26
  Skattaskýrslan
Það er ótrúlegt hvað kerfi ríkisskattstjóra er orðið fullkomið. Maður eins og ég, sem hefur antipat á peningum og líður hálfundarlega í hvert sem hugurinn hvarlar að þeim, er ekki nema hálftíma að fylla út skattaskýrslu.
 
  Takk
Þakkir til allra þeirra sem hafa hringt eða sent tölvupóst með hamingjuóskum með soninn.

Kalli
 
  26. mars
26. mars og æskuvinur minn, Harald Pétursson, er þrítugur í dag. Hann var að hringja og bjóða mér að líta við í veislu í kvöld. Það er nú þannig með okkur Halla að við höfum minnkað samvistirnar úr því að vera saman öllum stundum alla daga vikunnar allt árið um kring í það að rétt sjá framan í hvorn annan tvisvar til þrisvar á ári eða svo. Það gengur svona.

Harald er öðlingur. Hann er fyndinn með eindæmum og mikill sögumaður (að vísu hraðlyginn!!!). Hann er sterkur karakter en um leið næmur og hefur góða nærveru í hvaða hópi sem er. Ég veit að þeir munu skemmta sér vel afmælisgestirnir. En það er ólíklegt að ég verði í þeirra hópi í kvöld.

Á morgun er 27. mars. Þá á ein bekkjarsystir mín úr Bolungavík afmæli. Það er hún Lilja Brynja. Af henni hef ég ekkert frétt í mörg ár.
 
fimmtudagur, mars 25
  Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
Hann er líkur Hákoni.

Fyrst þótti mér hann hreinlega vera óþægilega líkur Hákoni. Mér fannst bara eins ég væri aftur kominn á Sjúkrahúsið á Ísafirði 7. desember 1997 og héldi á drengnum mínum. En í gær náði ég í myndir frá því Hákon var pínulítill og fór að fletta albúmi með mömmu og tengdamömmu og þá sáum við að þeir eru nú ekki alveg eins bræðurnir. En þeir eru samt líkir, og Perla María er lík þeim báðum. Jæja, það er svo sem algengt um systkini að þau séu lík hvert öðru (að vísu á það ekki við um mig og systkini mín).

Þau eru bæði við góða heilsu Gréta og drengurinn. En Gréta þarf einhverja daga til að jafna sig og fær eflaust að vera einhverja daga á sjúkrahúsinu.

Kalli
 
miðvikudagur, mars 24
  Það er drengur...
Í morgun, klukkan 8:29, fæddi Gréta sveinbarn.
Það vóg 4 kg. og 325 g., eða rúmar 17 merkur.
Lengdin er 57 cm.

Þetta er myndarlegur drengur og heilsast honum vel eins og móðurinni.
Fæðingin gekk vel. Við vorum komin á sjúkrahúsið klukkan 4 í morgun. Hildur Karen, frænka mín, kom og gætti barnanna, kom Hákoni í skólann og Perlu Maríu til Gullu dagmömmu.

Hákoni varð að ósk sinni: Nú á hann bæði systur og bróður.

Kv.
Kalli
 
þriðjudagur, mars 23
  Gaman, gaman
Í kvöld þótti mér mjög gaman í kennarafótboltanum.
 
  Mikil umferð
Það hefur verið mikil umferð um húsið í dag. Fólk í húsnæðiskaupahugleiðingum hefur verið að skoða húsið. Því hýtur að hafa litist vel á því þetta er ágætt hús á mjög góðum stað í bænum.

Perla María hefur ekki verið alveg með fulla heilsu. Er svona með smá kvef í nösunum. Hún hristir það vonandi af sér hið fyrsta.

Hvernig ætli sú stutta taki því að fá lítið systkini??????


Verið þæg,
Kalli
 
  Til sölu
Heiðargerði 12 er til sölu.
Þarna má sjá lýsingu og myndir af fasteigninni.

http://www.habil.is/php/linux?/jalta?HabilView=80511&Shop&Habilis&HouseId=115240&Fast&0&

Eða bara www.hakot.is

Kveðja,
Kalli

 
sunnudagur, mars 21
  Kardimommubærinn
Hákon fór á leiksýningu í dag. Ragga og Daði buðu honum með sér. Það voru krakkar úr Fjölbrautaskólanum sem setja upp Kardimommubæinn. Þau skemmtu sé alveg konunglega.

Fyrr í dag var svo afmæisveisla hjá bekkjarbróður Hákonar, Elvari Smára. Þannig að í dag hefur drengurinn haft í nógu að snúast. Það gekk vel að sofna.
 
  Fikt er þetta drengur!
Já, ég var eitthvað að fikta við útlitið á síðunni. Það kostaði það að ég týndi gestabókinni. Það þykir mér alveg skelfilega leiðinlegt og ég bið hann Sigurjón Jónsson að redda þessu fyrir mig hið snarasta.
 
laugardagur, mars 20
  ... og enn er beðið
eftir barninu.
 
föstudagur, mars 19
  Litið í búðargluggana
Dúkka sem mamma og pabbi gáfu Perlu Maríu heldur til í vagni sem PM fékk frá vinafólki okkar. Í dag var ágætisveður. Litla daman sótti vagninn, kom dúkkunni vel fyrir og arkaði svo af stað út í göngutúr. Hún vildi sko vera alein! Ég fylgdi henni eftir, átti erindi til úrsmiðsins og ákvað að reyna ða beina ferðum PM þangað. Til þess þurfum við að fara yfir tvær götur þar sem þung umferð er á þessum tíma dags. Það var erfitt að koma dömunni yfir götuna, þegar ekki mátti hjálpa henni, ekki leiða hana, ekki ekki ekki. Og svo veldur hún varla þessum vagni. Þetta var skrautlegt.

Þegar við vorum svo komin yfir Kirkjubraut, búin að sinna erindinu hjá úrsmiðnum vildi mín fara að skoða í búðargluggana. Hún gekk frá einum glugga að örðum og grandskoðaði skó og barnaföt. Ætlaði meira að segja að smeygja sér inn í Ozone, en ég stoppaði hana af.

Perla María er á einhverju uppreisnarskeiði í þroskanum. Hún er frek og óþolinmóð við okkur foreldra sína. ,,Hún er á þessum aldri" hefði Þórður gamli sagt, eins og hann sagði svo oft um Gunnu Dóru frænku mína www.selurinn.blogspot.com þegar hún tók æðisköstin. Þessi aldur sem Þórður var alltaf að tala um hlýtur að hafa verið aldurinn frá eins árs til átján ára! Say no more!!!
 
  karlinn@simnet.is
Nú höfum við þrjú virk netföng heima hjá okkur og að auki kemst ég inn á vinnunetfangið gegnum Netið svo við erum svo sannarlega orðin tengd.

kalli@grundaskoli.is
gretagisla@simnet.is
karlinn@simnet.is
kallihall@simnet.is

Svo er ég búinn að láta opna heimasvæði á netinu www.simnet.is/gretagisla. Þar langar mig að búa til síðu fyrir myndlistarmanninn, en ég kann það ekki. Kannski ég reddi mér bara forriti og hendi mér út í það samt. Það lærist varla öðruvísi en að reyna sig við það!


 
fimmtudagur, mars 18
  Ný símanúmar
Pabbi og mamma sendu óvænt inn styrkveitingu til símakaupa. Því arkaði ég í búð í gær og keypti tvo nýja síma. Nú höfum við ný númer, Gréta hefur 867 7388 og ég 867 6388

Gamli gemsinn hennar Grétu er ónýtur og batteríið í mínum er orðið mjög lélegt. Því höfum við ekki svarað mikið þegar hringt er (reyndar týndi ég mínum í tvo daga í vikunni). Þetta hefur komið sér illa þegar fólk hefur verið að reyna að ná í okkur. Sumir hafa gert ráð fyrir því c.a. sjö sinnum að við værum upptekin á fæðingadeildinni.


Bingó,
Kalli
 
  ...... og það var rétt!
Sko hana mömmu!
 
miðvikudagur, mars 17
  Ljóðagetraun
Úr hvaða kvæði eru þessar línur og hvert er skáldið?

,,Hörð er lundin, hraust er mundin,
hjartað gott, sem undir slær."

Svar berist gegnum gestabók síðunnar.
Góðar stundir,
Kalli
 
mánudagur, mars 15
  Nú erum við farin að bíða....
... eftir fæðingu þriðja afkomandans.
 
  Breyttir kennsluhættir
Þessa dagana er verið að æfa upp leikþátt með hópi af unglingum í Grundaskóla. Leikþáttinn sömdu þeir sjálfir með aðstoð kennaranna, mín, Flosa og Gunnars. Það var verið að æfa til hálf tólf nú í kvöld.

Þetta er nokkuð sniðugt stykki held ég. Verið að skjóta á skólastjórnina sem hefur lagt mikið upp úr því að markaðssetja skólann sem framsækna menntastofnun í stöðugri sókn. Við breytum skólanum í svið fyrir raunveruleikasjónvarp.

Kalli
 
sunnudagur, mars 14
  Orðabókareigandi
Frænka mín af Holtastígnum á íslenska orðabók.
 
laugardagur, mars 13
  Getraun
Hvað er rassavés?
 
föstudagur, mars 12
  Hákon ætlar á Selfoss
Það er helgi og Hákon ætlar á Selfoss til afa Gilla og ömmu Þóru. Það er orðið mjög langt síðan hann hefur dvalið þar yfir helgi. Það verður eflaust gaman fyrir hann.

Nú er hann að lesa þetta, hann er svo duglegur að lesa.

Ég ætla sem sagt að keyra hann til Reykjavíkur þar sem afi hans og amma ætla að kippa honum í bílinn og bruna austur fyrir fjall!

Bless í bili,
Kalli
 
fimmtudagur, mars 11
  Gott brauð
Hákoni tókst vel til á sviðinu í Brekkó í gær. Fallegra brauð hef ég barasta aldrei séð!
Hann sagði nú ekkert í þessari uppfærslu af Litlu gulu hænunni, en þurfti að vera á verði og hafði nokkrum sinnum mikilvægu hlutverki að gegna varðandi tímasetningar. Fyrst var hann fræ og svo fór hann inn í ofninn, þá þurfti hann að gæta þess að lötu dýrin gætu ekki étið sig og svo lagðist hann flatur á disk haænunnar og unganna hennar. Duglegur.

Duglegur já. Perla María er duglega á koppnum. Hún þarf að pissa í tíma og ótíma og pissar í kopp. Þá er henni hrósað þessi ósköp eins og gengur með börn við þessar aðstæður og verður ofboðslega stolt og segir: „DUuuuleeeg, pabbi, duleeeg!!!“
 
þriðjudagur, mars 9
  Á hverri stundu
Þrettándi mars er dagurinn sem við bíðum eftir. Þá áætla læknarnir að Gréta muni fæða barnið. Vonandi þarf nú ekki að bíða miklu lengur. Þannig að staðan er sú að núna má eiga von á tíðindum á hverri stundu!

Á morgun mun Hákon leika brauð í leikþætti á Árshátíð Brekkubæjarskóla. Þetta er fyrsta hlutverkið hans á sviði. Á þessari árshátíð munu unglingar sýna brot úr leikritinu Vatsberarnir eftir Herdísi Egilsdóttur. Það er einmitt leikritið sem ég lék aðalhlutverkið í með Leikfélagi Bolungavíkur þegar ég var 13 ára. Það verður gaman að sjá þessa uppsetningu.

Sjálfur er ég svo að undirbúa nemendur í Grundaskóla undir uppfærslu á frumsömdu skemmtiefni þar sem deilt er á skólastjórnina og grín gert að þörf okkar í skólanum á að vekja sífellt athygli á öllu sem við gerum í skólanum og okkur þykir gott eða vel gert. Það er broddur í þessu þótt þetta verði nú ekki stórkostlegt leiklistarþrekvirki.
 
  Muggi is STRONG
Já hann hafði það hafnarstjórinn! Hann þekkti Andrew Strong.

Auðvitað vissi ég að hann myndi vita þetta. Ég man eftir því þegar Papamug fór fyrst að berast bréf frá aðdáendum Mugison í útlöndum. Þá kom einhverju sinni bréf frá manni sem vildi eignast annað hvort fyrri verk Mugison eða Lonley Mountain í saumaða umslaginu (ég man ekki alveg hvað það var sem hann vildi). Nú Muggi sendi honum þetta og bað um í staðinn þessi aðdáandi stráksa útvegaði þeim feðgum eintaki af The Commitments á DVD. Og viti menn... ég veit ekki betur en að þetta hafi blessast.

Það eru víðfróðir, sigldir og stórskemmtilegir menn í frændgarði okkar! Ha ha ha!
 
sunnudagur, mars 7
  Spurning dagsins
Ég er að hlusta á Andrew Strong. Hann er söngvari. Hann sló í gegn fyrir u.þ.b. áratug í kvikmynd sem naut mikilla vinsælda. Ég veit ekki til þess að hann hafi reynt frekar fyrir sér á hvíta tjaldinu en hann hefur gert sólóplötur (eða ég held það - alla vega á ég eina) Hvaða mynd var það sem kom Andrew Strong á kortið?
 
  Who are you this time?
Það er snillingurinn Tom Waits sem syngur fyrir mig þegar ég skrifa þetta. Krakkarnir leika sér á gólfinu, Perla María er að teikna og Hákon leikur sér að Playmo. Fyrst var það lagið Who are you this time? nú er það laga sem á e.t.v. betur við; I don´t wanna grow up!

Í gær fórum við í smárúnt (svona til að viðra Grétu). Við ókum hérna upp í Svínadal og gengum aðeins þar. Ég þarf að fara að koma mér upp myndasíðu til að geta sýnt ykkur.
 
laugardagur, mars 6
  Vika eftir
Þá er vika eftir. Niðurtalning er hafin!
 
  Halastjarna
Halldóra hafði það. Halastjarna var það.
Jæja, ég er á næturbrölti. Fór í heimsókn til Flosa samkennara míns. Keyrði svo strákana á pöbbinn og fór sjálfur heim í tölvuna.
 
fimmtudagur, mars 4
  Skaufur og kómeta
Áfram með getraunina.

Pabbi sendi inn tilgátu um að skaufur væri reki. Það er góð tilgáta en ekki rétt.
Mamma sendi mér í pósti þá hugmynd að skaufur gæti tengst ref því Þóra Hans, sem vinnur með henni, og er innan úr Djúpi, hafði sagt henni að skaufhali væri refur. Það er alveg rétt hjá Þóra og það má vel tengja skauf við þá loðnu skepnu, refinn. Skaufur er smápoki.

Heimild:
Íslensk orðabók
Mál og menning 1993

Í texta Ólafs Hauks, Ég heyri svo vel, dansa húsin og vindurinn hlær.

Getraunin núna er þessi:
Hvað merkir orðið kómeta?
 
  Keflavík, ó Keflavík
Valgeir söng um Keflavík og Njarðvíkurnar tvær. Þangað fórum við Gréta í kvöld. Við vildum að sjálfsögðu skoða nýjustu frænkuna hennar Grétu. Hún er alveg ægilega sæt. Hákon varð eftir hjá Bensa móðurbróður sínum á meðan og Perla María hjá ömmu Perlu. Þeir nota góða tómatsósu á pylsurnar í bílalúgusjoppunni þarna í Keflavík.

Við komum við í Hagkaupum og þar var tilboð sem ég tók. 6 valdir geisladiskar á 2000 kr. Þeir voru nú misgóðir. En það er alveg ásættanlegt að borga 333 kr. fyrir lagið Hollywood með Herbert, góða plötu með Geirfuglunum, Bellatrix og svona stöff!


 
miðvikudagur, mars 3
  Bekkjarkvöld
1. BJ í Brekkubæjarskóla hélt bekkjarkvöld. Það var nú ekkert sérstaklega skemmtilegt. Svona er það stundum. Svo er verið æfa leikrit. Mér skilst á Hákoni að hann fái að leika brauðið. BRAUÐIÐ!!!!?????? Fyrst átti hann að vera svín en vildi miklu heldur vera brauð þannig að þegar kennarinn fór að tala um að það þyrfti einn nemandi að fórna hlutverki sínu fyrir að leika brauðið greip minn maður tækifæri. Hann vildi miklu heldur vera brauð en svín. Helst hefði hann viljað vera upplesari. En það varð ekki í þetta skiptið.

Á morgun var planið að fara í Bláfjöll með 10. bekk í Grundaskóla en það varð að fresta því vegna snjóleysis. Í staðinn ætlum við að reyna að gera gott úr þessu og hafa kökudag á morgun. Þá ætlum við líka að sjá einhverja gamla og góða bíómynd á stóru tjaldi! Rólegt í vinnunni á morgun!

Kennarinn

 
  Frábærir lesendur
Vá maður!
Frábærir lesendur ha?

Góðar viðtökur sem orðagetraunin fær. Kærar þakkir. Þetta höfðu allir rétt. Ég kem hér með nýtt verkefni. En það eru reglur sko! Það má ekki kíkja í orðabókina fyrr en eftir að tiilgátan hefur verið færð í gestabókina. Svo gæti ég líka haft tónlistargetraun. Hei góð hugmynd, ég geri það. Já. ég geri það.

Orðið er skaufur
Já já skaufur - ekki skaufi ;)

Og tónlistargetraunin er létt svona fyrst a.m.k.
Í texta lagsins Ég heyri svo vel eftir Ólaf Hauk Símonarson er hending um andlitin og húsin og vindinn. ÓK? Andlitin lifna. Hvað gera húsin og vindurinn?
 
þriðjudagur, mars 2
  Frænka
020304-
Þetta er fyrri hluti kennitölu stúlkunnar sem Hjördís Gísladóttir fæddi í Keflavík fyrr í kvöld. Hún er 14 merkur, bráðmyndarleg og frísk. Þá er Gréta orðin móðursystir. Til hamingju Hjördís og Birkir.

Kalli
 
  Gestabókin
Rosalega hef ég gaman af því þegar einhver skrifar í gestabókina. Kannski vantar fólk hugmyndir til að hafa eitthvað að skrifa um. Hér er því reddað. Spurningin er fengin úr spurninga- og skemmtiþætti á Rás 1 á laugardögum og er svona: Hvað merkir orðið langbakur?

Kv.
Kalli
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]