Tilraunavefurinn
föstudagur, september 29
  Á flakki um Vefinn
Var að skoða spúkí heimasíðu sóknarprests sem ég þekki. Svo tékkaði ég líka á einni fundargerð Kirkjuráðs. Og nú vil ég, lesendur góðir, ráða ykkur heilt: Passið ykkur á prestunum!
Svo var ég að skoða heimasíðu nemendafélags sem ég tilheyrði eitt sinn. Þar fletti ég myndum, aðallega af spariklæddufólki í faðmlögum. Þetta voru núverandi nemendur í FVA á balli. Þar sá ég ýmislegt forvitnilegt. Ég sá til dæmis eina stelpu úr Bolungavík, sem ég vissi ekki að væri í FVA, ég sá fullt af nemendum mínum úr KH/GSH bekkjunum í Grundó, en ég kom aftur á móti hvergi auga á Ingþór. Þrátt fyrir NFFA afsláttarkortið hefur hann ekki langað á ballið.
 
þriðjudagur, september 26
  Hringdu
Hringdi í góðan vin í kvöld. Mér líður betur á eftir. Skora á lesendur að hringja í góðan vin sem þeir hafið ekki heyrt í lengi.
 
laugardagur, september 23
  Þing (part II)
Sæmilegt þing afstaðið. Eftirminnilegast var sannarlega þegar ég uppgötvaði að skemmtilegi maðurinn sem ég búinn að spjalla við lengi, væri gamall heimagangur á æskuheimili mínu í Bolungavík. Við spjölluðum heilmikið um þá tíma þegar hann kom að sunnan til að vinna fyrir vestan. Ég fékk þarna stórkostlega skemmtilega sýn gestsins úr Reykjavík á lífið í Víkinni á þessum tíma. Annars var þingið hefðbundið: Fyrirlestrar, kynningar, fundir og spjall, árshátíð, söngur og heitur pottur.
 
fimmtudagur, september 21
  Haustþing að Flúðum
Haustþing sunnlenskra kennara verður haldið í dag og á morgun að Flúðum.
Þetta verður þriðja þingið sem ég mæti á að Flúðum. Áður hef ég sótt samskonar þing vestfirskra grunnskólakennara í Reykjanesi í Djúpi og á Núpi í Dýrafirði og þing grunnskólakennara á Vesturlandi í Munaðarnesi og Borgarnesi.

Flúðir tengjast mér svolítið. Þar var bjuggu afi minn og amma 1946-1948. Afi var skólastjóri þar. Alli föðurbróðir minn fæddist þar í júní 1948.

Þingið í fyrra var nokkuð vel heppnað. Tveir kollegar úr Grundaskóla, Elís Þór og Flosi, voru báðir með fræðsluerindi. Þð var gaman að hitta þá. Svo var stemningin í hópnum bara góð. Ég lít fyrst og fremst á þessi þing sem vettvang til að hitta starfsbræður og -systur í nærliggjandi héruðum, kynnast þeim og deila með með reynslu og hugmyndum. En auðvitað er heilmikið gagn af fyrirlestrum á vegum stéttarfélagsins og fræðsluerindunum sem koma úr ýmsum áttum.

Ég reikna með að hitta a.m.k. tvö bekkjarsystkini mín úr Kennó. Rebekka er nú meira að segja formaður svæðafélags KÍ á Suðurlandi, og Halli Geir er kennari í Hveragerði.
 
þriðjudagur, september 19
  Réttardansleikur
Réttarballið í Aratungu fór vel fram. Stuðið var gríðarlegt og hljómsveitin fram úr hófi dugleg að spila. Við tókum nánast enga pásu. Það var vel á fjórða hundrað manns í húsinu! Næsta gigg verður á Eyrarbakka eftir þrjár vikur.
 
  Kammerpopp

Kammerpopp
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þá er diskurinn okkar loksins farinn í dreifingu. Hann hefur fengið afar hlýjar viðtökur. Ég er enn að gera mér vonir um að hann fari ekki með mig í gjaldþrot. Ef þig langar í eintak skaltu bara senda mér tölvupóst á netfanið karlinn@simnet.is og ég skal sjá til þess að þú fáir disk.
 
  Listinn og BG
Ég var að fletta því upp hvaða lag hefur oftast verið leikið í heimilistölvunni. Listinn hefur aðeins breyst. Það er kannski vegna þess að Baldur Geirmunds er svo magnaður músíkant og sniðugur útsetjari. Þannig var að ég var að eiga við gítarútsetningu og raddsetningu í lagi em ég var að taka upp og vildi nýta mér það sem BG hafði gert áður og hlustaði og hlustaði og hlustaði en fékk þó ekki leiða á laginu eða útetningu BG á því. Ég ber ómælda virðingu fyrir tónlistarmanninum Baldri Geirmundssyni. Þegar ég var 15 ára unglingur fékk ég að vinna pínupons í tónlist undir verkstjórn hans. Það var ómetanleg reynsla, en ég fattaði þó ekki fyrr en ég hafði kynnst mörgum öðrum góðum músíköntum hversu magnaður Baldur er þegar kemur að tónlist.

Svona er listinn minn núna. Þetta er mest leikið í tölvunni minni.

1) Góða ferð - BG og Ingibjörg
2) 2 Birds - Mugison
3) Volcano - Damien Rice
4) The wonder of you - Elvis
5) What I would say in your funeral - Mugison
6) Perfect day - Lou Reed
 
föstudagur, september 15
  Réttarballið
Þá er komið að réttarballinu. Við í Bleki og byttum erum búnir að rifja upp gömlu lögin og æfa mörg ný. Í þetta skiptið verða þrír gestasöngvarar með okkur. Ég var nú búinn að bjóða Benna Sig að vera með, en ég hef ekkert heyrt frá honum síðan. Það þýðir sjálfsagt að hann komist ekki af bæ. En Þuríður Sigurðar kemst og hún tekur góða syrpu með okkur, Diddú ætlar að syngja fáein lög, m.a. dúett með Bogomil Font í lagingu ódauðlega Nína og Geiri. Bogomil tekur svo nýju calipso lögin með okkur og fleira gamalst og gott. Nú og svo verður Sigtryggur á slagverkinu. Benni hefði nú verið flottur í þessum félagsskap. Ég var búinn að leita til tveggja félaga úr blásaradeild Abbababb um að blása með okkur, en þeir voru uppteknir. VIð fengum nú samt trompetleikara í nokkur lög. Þetta verður sko flott.
 
miðvikudagur, september 13
  Kor
Nýtt tímabil hafið hjá Skálholtskórnum. Framundan upptökur með Kór Grafarvogskirkju og Kirkjukór Keflavíkur fyrir plötu og sjónvarp - það er messan hans Gunnars Þórðarsonar frá því í vetur. Svo er byrjað að plana jólatónleikana sem verða 16. desember í Skálholti. Fyrsta æfingin var í kvöld.
 
  Ber
Nú hef ég ekki gert neina úttekt á því hver Bolvíkinga var duglegstur að fara til berja þegar ég var krakki. En ég efast um að nokkur hafi slegið Danna og Petu við. Helga Asp. var líka mjög virk sum árin. Þetta er alla vega það fólk í kringum mig sem var oftast duglegast við berjatínslu.
 
þriðjudagur, september 12
  Glatað blogg
Ég glataði heilmikilli færslu um bolvísk berjalönd. Nenni ekki að skrifa um þau aftur. En kjarni málsins er þessi: Krækiberjasaft er járnrík og góð og aðalbláber með rjóma og sykri er eitthvað það albesta sem ég smakka.
 
mánudagur, september 11
  Fótboltafréttir
Það var fótboltaleikur í efstu deild karla í kvöld. Valsmenn unnu leik gegn Grindvíkingnum. Fyrir mér eru merkilegustu tíðindin þau að Danni frændi minn lék með Val í kvöld. Hann fótbrotnaði í æfingaferð í útlöndum um páskana og hefur verið lengi að ná sér. En í kvöld kom hann inn á völlinn í blálokin. Vonandi að hann nái að spila meira áður en mótinu lýkur.
 
laugardagur, september 9
  BARFLY
Mig bráðvantar textann af lagi Jeff Who, Barfly.
Þetta er ekta lag fyrir Blek og byttur að taka á réttarballinu um næstu helgi.
Ég er svoleiðis búinn að leita á Netinu, en ég finn þetta bara ekki.
Ef þú getur sent mér textann, þætti mér vænt um það.

Póstfangið er karlinn@simnet.is
 
  Enn að springa úr monti

Í gær heimsótti ég mann sem var að spila með mér í Píslasveit Megasar síðastliðinn vetur. Hann á upptökur af tónleikum okkar sem ég fékk hann til að afrita fyrir mig. Ég var að hlusta á þetta í gærkvöldi. Þetta er það verkefni sem mér þykir mest til koma af öllu sem ég hef gert í músík og þar af leiðandi hlustaði ég mikið eftir eigin frammistöðu þegar ég sat og hlustaði í gær. Og ég er afskaplega ánægður með þetta hjá mér. Mér finnst mér hafa tekist vel upp. Mínir partar eru að miklu leyti útsettir af mér sjálfum og mér finnst þeir, þegar ég heyri þá svona í samhengi og því sándi sem tónleikagestir höfðu í eyrunum (sem er allt annar hljómur en við heyrum sem spilum - það er stundum algjör grautur), vel viðeigandi og ósköp pent. Svo er sumt af þessu sem ég er að lesa þarna af nótum, og það er nokkuð sem ég hef hingað til verið mikill klaufi í að gera. Það heyrist ekkert hversu óöruggur ég var og kvíðinn í þeim köflum, (en það hefur kannski sést á mér).

Það vill svo óheppilega til að þessar upptökur eru gerðar á sama tíma og verið er að ganga frá fimm ára gömlum upptökum af sömu tónlist til afskaplega fallegrar útgáfu á vegum 12 tóna. Þannig að það er óvíst að þessi þátttaka mín á tónleikunum tveimur síðasta vetur, sem ég er svona stoltur af, muni nokkurn tíma koma fyrir eyru almennings. Reyndar hefur frést af áhuga einhvers útfáfufyrirtækis í Noregi sem leggur sig sérstaklega eftir því að gefa út skrítna kirkjutónlist frá öllum heimshornum. Það yrði gaman ef af því yrði að það fyrirtæki gerði alvöru úr því að gefa þetta út.
 
föstudagur, september 8
  Kammerpoppið kemur
Nú eru ekki nema nokkrir dagar í útgáfu þessarar plötu sem við Hilmar höfum verið að gera síðan í vor.
Þetta verður þriðja platan þar sem ég kem að útgáfunni. Í fyrsta skiptið tapaði ég talsverðum peningum á útgáfunni, í annað sinn kom útgáfan út á sléttu. Í þetta skiptið er ég að vona að þetta sleppi fyrir horn.
 
  Sumarfríðið búið og ...
... þeir eru aftur farnir af stað. Yes!
 
mánudagur, september 4
  Arngrímur

Bolvíkingur gengur til vinnu sinnar árið 2006.
 
  So what!
Innlent | mbl.is | 3.9.2006 | 21:05
„Fyrsta konan sem gegnir embætti stjórnarformanns Fjórðungssambands Vestfjarða
Anna G. Edvardsdóttir oddviti A-listans og formaður bæjarráðs Bolungarvíkur var kjörinn formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á þingi sambandsins í Súðavík um helgina. Anna er fyrsta konan til að gegna embætti formanns í Fjórðungssambandinu og tekur hún við af Guðna Geir Jóhannessyni frá Ísafirði sem gengt hefur formennsku undanfarinn 4 ár."

Og hvað með það þótt Anna sé kona?
Hún er alveg örugglega toppkandidat í djobbið, en ég sé ekki að það komi málinu nokkuð við að hún er kona. Fáránleg frétt! Það er bara móðgun við Íslendinga, og þá sérstaklega íslenskar konur, að einn virtasti fjölmiðill landsins skuli fara með stjórnsýslufréttir með þessum hætti.
 
sunnudagur, september 3
  Blek & byttur
Ég var að koma heim úr Mosfellsdal, þar sem ég var á hljómsveitaræfingu. Æfingin var haldin inni í stofu hjá trommaranum. Svo var gert hlé á æfingum og frúin hans bauð okkur upp á pasta. Haldiði að það sé flott?

Hljómsveitin Blek og byttur ætlar að spila á réttarballi Tungnamanna þann 16. september. Við spilum nú ekki saman um hverja helgi svo það þarf að æfa svolítið fyrir hvert ball. Næsta æfing verður um næstu helgi og svo verður æft meira þegar nær dregur. Við spiluðum á réttarballinu í fyrra og þá var mjög mikið stuð. Það er vonandi að það náist aftur. Við verðum alla vega vel æfðir og hressir. Nú voru æfð nokkur ný lög og unnið aðeins í eina frumsamda laginu. Meðal laga sem farið var í núna eru:
Ofboðslega frægur
Slá í gegn
Sirkus Geira Smart
I´m a believer
Ég vil fá mér kærustu
Lazy on a sunny afternoon.
 
laugardagur, september 2
  Hangikjöt
Ég var að vafra eitthvað um vefinn og flæktist inn á blogg Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Kristjón Kormákur er alinn upp í Bolungavík og er, að mig minnir, þremur árum yngri en ég, jafngamall Baldri Smára og Rúnari Geir og þeim krökkum. Hann var mikill íþróttagarpur, var t.d. mikill fótboltamaður, verulega efnilegur. En hann flutti svo burt þegar hann var unglingur og snéri sér nú fljótlega að öðru en sporti, hefur mér skilist á viðtölum við hann. Ég þekki hann ekki, en ég þekki nokkra náfrændur hans, sem allir eru bráðskemmtileg gæðamenni. Einn þeirra er Sveinn föðurbróðir Krisjóns. Nokkrum sinnum hef ég heyrt Svein fara með þessa sögu, sem ég las á bloggi Krisjóns Kormáks:

„Þetta minnir mig á þegar tveir ungir menn misstu föður sinn á Ströndum. Það var ekki hægt að koma karlinum niður sökum frosts. Þeir geymdu hann því í reykhúsinu þar til snjóa fór að leysa. Í jarðarförinni var karlinn brúnn og sællegur og reykjalyktina lagði yfir alla kirkjuna svo gestirnir fengu vatn í munninn og garnir þeirra gauluðu." (http://kristjon.blogspot.com/)

Nema í útgáfu Sveins lagði yndælan hangikjötsilm um kirkjuna.
 
  Djúpið
Sú var tíðin að frá norðanverðum Vestfjörðum var um tvær leiðir að velja ef aka átti þaðan til Reykjavíkur. Í grunninn er ennþá aðeins um þessar tvær leiðir að ræða, en það má velja lykkjur á leiðinni til tilbreytingar eða styttingar jafnvel. Annars vegar gátu menn ekið Suðurfirðina; Breiðadalsheiði, Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Barðarströndina, um Dali og svo áfram sem leið liggur til Reykjavíkur. Hins vegar var hægt að aka um Djúpveg. En sá vegur var opnaður seinna. Þetta var mikil bylting, því leiðin var auðveld yfirferðar, um færri fjallvega var að fara og auðvelt að rata - maður hafði sjóinn alltaf á vinstri hönd og ók bara beint þangað til komið var inn í sjálfa höfuðborgina. Á leið vestur aftur var sjórinn á hægri hönd. Þetta var létt. En inni í Reykjavík áttu Vestfirðingar margir erfitt með að rata.

Einhverju sinni var skipstjórinn á Dagrúnu frá Bolungavík, Jón Eggert, spurður að því hvernig honum gengi að aka í Reykjavík, hvort hann rataði vel um borgina? Hann sagði að þetta væri ekki mikið mál. Yfirleitt héldi hann til í Breiðholti þegar hann væri í Reykjavík og þaðan færi hann bara Djúpið niður í bæ, þar færi hann svo gangandi ferða sinna og æki síðan sömu leið heim.

Það er ekki víst að allir átti sig á þessu svari Jóns Eggerts. Hvað átti karlinn við? Ég er svo mikill sveitamaður að þegar ég heyrði þessa sögu fyrst skildi ég strax hvað hann átti við.
 
föstudagur, september 1
  Af fótbolta
Ég hef grun um að Arsenal eigi eftir að koma betur en Chelsea út úr viðskiptum félaganna í gær.
 
  Nörd
Rosalega þótti mér þátturinn um nördana á Sýn í gærkvöldi skemmtilegur.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]