Tilraunavefurinn
fimmtudagur, október 30
  9,5
Jæja, búinn með tónfræði 2. Ég fékk 9,5 á prófinu og 9,9 í prófinu í 1. stiginu. Ég er ekki alveg nógu sáttur við mig í tónfræði 2. Mig langaði að fá 10 í báðum prófunum. En mér hefði þótt þetta gott í hvað fagi sem var í menntó! Nú er söngprófið eftir. Ég er núna að vinna í að læra textana í frímínútum og á meðan ég svæfi krakkana og á slíkum stundum.

Nú á Gréta að koma með eitthvað með kaffinu á morgun hjá þeim á Hnúki (það er deildin hennar á leikskólanum, sú sem er hér í skólanum mínum) Þær sem þar starfa drekka kaffið sitt með fólkinu á miðstiginu hjá okkur. Það held ég sé fyrirtaksfélagsskapur. Gréta gerði brauðrétt í rjóma-ostasósu. Örugglega góður réttur hjá henni. Ég keypti inn fyrir hana í dag og leist bara vel á hráefnin!!! Mmmmmm!

Við Hákon gerðum tilraun í kvöld. Hann tók að láni á bókasafninu einhverja eðlisfræðibók barnanna. Þar eru svona einfaldar tilraunir með massa og slíkt. Þetta er ekki alveg mitt svið en strákurinn var alveg voðalega sáttur við þetta allt saman.

Ég fór snemma heim í dag. Um hálf fimmleytið hringdi ég heim og þá var Halldóra systir þar með allt sitt lið svo ég dreif mig heim til að sjá nú framan í þau. Ég var rétt kominn inn úr dyrunum þegar þau voru farin til Reykjavíkur. Mjög gaman. Andrea náði samt að öskra svolítið fyrir frænda sinn. Þau ætla svo að koma til okkar aftur um helgina og steikja hjá okkur gæs sem örvar skaut í haust og gefa okkur að smakka með sér. Ég hlakka til þess, ekki bara að éta - líka að hitta þau. Mér skilst að Atli bróðir ætli lika að koma svo það lítur allt út fyrir þrengsli.

Í dag mæli ég með bloggi Ofur-Gunnu, www.selurinn.blogspot.com. Gunna Dóra er bróðurdóttir mömmu og hún er við nám í Ungverjalandi. Hún gefur sér þó tíma til að blogga og er bara fyndin á köflum. Hress týpa og klár stelpa þessi fjöruga frænka mín af Nesinu. Ég mæli líka með reglulegum heimsóknum á www.mugison.com

Kv.
Kalli (í næturvinnu)
 
miðvikudagur, október 29
  „Fátt skiptir fólk meira máli en vinir þess“
„Fátt skiptir fólk meira máli en vinir þess“, er staðhæfing sem nemendur eru að svara í ritunaræfingu hjá mér þessa stundina. Mamma sagði stundum við mig þegar ég var unglingur að ég ætti ekki ða gleyma gömlum vini þótt nýir gæfust. Það finnst mér fallega sagt hjá henni. Hins vegar er ég nú sekur af því að hafa lítil samskipti við suma af þeim sem ég umgengst hvað mest á þeim árum. En þeir eru reyndar ekkert duglegri en ég hvað þetta varðar, svo ....

Hákon farinn í skólann og Perla María til Gullu. Við Gréta í vinnuna og Gréta meria að segja búin að koma við í stofunni hjá mér og færa mér bakkelsi úr Harðarbakaríi. Ég hef það svo gott. Í dag er undirleikstími í Tónó og samsöngur seinnipartinn og á morgun er tónfræðiprófið, seinni hluti. Ég þarf aðeins að undibúa það betur.

Bless í bili
 
þriðjudagur, október 28
  Rangur maður
Vá maður, það eru gæjar í 8. bekk í skólanum hérna sem hafa sett saman hljómsveit til að taka þátt í Hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi. Aðeins einn þeirra kunni eitthvað að spila þegar þeir byrjuðu fyrir tveimur vikum. Nú hafa þeir æft þetta eina lag, Rangur maður, sextíu sinnum og eru að verða nokkuð liprir. Það var þó ekki fyrr en á æfingu í kvöld að þeir fóru að minnast á það gæti verið gaman að reyna sig við annað lag. Þetta er þrautsegja sem ég hef aldrei búið yfir. Ég hef verið þeim innan handar með útsetningar og kennt þeim að spila lagið og á græjurnar og svona.

Nú fer ég í fótboltann, er að verða of seinn, bæ
 
sunnudagur, október 26
  Sund í Borgarnesi
Ég var svo sniðugur að taka vagninn með mér uppeftir þannig að þegar við Hákon og Perla María höfðum buslaði í frábærri sundlauginni í Borgarnesi gat ég lagt PM í vagninn og hún svaf vel og lengi. Á meðan drukkum við kaffi og djús og hámuðum í okkur vöfflur hjá Hugrúnu og Lalla frænda mínum frá Miðdal. Þetta er árviss rúntur. Ég held ég hafi ekki farið oftar til þeirra en einu sinni á hverjum vetri síðan ég flutti á Skagann. Þetta var verulega gaman hjá okkur og krakkarnir svo ofboðslega góðir að ég var við að rifna úr monti yfir því að eiga svona stillt en samt skemmtileg börn!

Þetta var í gær. Í dag gerðum við næstum því ekki neitt. Ég las svolítið og lék við krakkana. Eldaði vonda humarsúpu með krabbakjöti og er nú að koma mér í stellingarnar fyrir undirbúning kennslunnar á morgun en þá byrja ég aftur að vinna eftir tveggja vikna feðraorlof. Ég hef verið að lesa Grafarþögn eftir Arnald Indriðason og líkar bara vel.

Á síðustu dögum hef ég náð að koma mér til að gera tvennt sem ég hef ekki komið mér til að gera lengi en hefði verið þurft að vera búið að gera fyrir löngu. Flókið?
1. Ég þreif og bónaði bílinn!
2. Ég skipti um strengi í gítarnum og mandólíninu.
Þungu fargi er af mér létt og í smástund leið mér betur en áður. Bara í smástund því þá fór ég að hugleiða hvaða verkefni af tossalsitanum væru næst á dagskrá. Það verður samt ekkert gert að alvöru í að huga að þeim verkefnum fyrr en eftir annarlok og vitnisburð í skólanum, seinna tónfræðiprófið og stigsprófið í söngnum. Gálgafrestur! Já en samt,.. góðir hálsar..... nú bíður mín að klára að mála tvo glugga að utan hjá mér og fara að gera eitthvað í að losa mig við þessi 15 kíló sem eru umfram af sjálfum mér.

ókeibækalli
 
fimmtudagur, október 23
  Með kaffinu
Ég reddaði mér á síðustu stundu. Átti að mæta með eitthvað til að borða með kaffinu á kennarastofuna. Þar sem ég er í frí var það svo sem ekkert mál að vera að stússa í því á síðustu stundu. Ég fletti í köldu réttunum í Brauðréttabók Hagkaupa og fann þetta líka fína salamisalat. Heppnaðist vel og allir voðalega ánægðir með það!

Ég á von á að á morgun sé svolítið sérstakur dagur í skólanum hjá Hákoni. Ég held að þá muni allri nemendur skólans fara saman út í íþróttahús og sjá um dagskrá fyrir hver aðra, þá foreldra sem geta mætt og starfsfólkið. Ég vona að dagsetningin standi því þá kemst ég til að fylgjast með. Hákon heufr verið að æfa sig og sungið öllum stundum „Then I saw her face, I´m a beliver.....“

Við erum að lesa Egils sögu núna. Það gengur ekki alveg. Hann hefur gaman af þessu en á ekki sérstaklega auðvelt með að skilja textann svo ég verð að endursegja hann. Það gengur vel þegar bardagar fara fram, annars er þykir honum þetta leiðinlegt. Finnboga saga, Egils saga... og í fyrra lásum við barnaútgáfu af Njálu. Hún svínvirkaði! Ég er sokkinn í Fóstbræðra sögu. Hún er æðislega fyndin. Þorgeir Hávarsson er siðlaus ofurtöffari með stærsta egó í bókmenntasögunni. Og ekki skemmir ða atburðir sögunnar eiga sér margir stað vestur í Djúpi og á Ströndum. Svo las ég Arnald, Dauðarósir. Ég hafði reyndar heyrt útvarpsleikgerð af henni. En renndi mér í gegnum hana. Ég skellli mér örugglega á aðra bók á bókasafninu eftir hann fljótlega.

Tónfræðipróf í dag og langur söngtími.

Bless.
 
miðvikudagur, október 22
  Svefn
Nú sefur Perla María allar nætur. Þvílíkur munur!
Við erum flutt niður á neðri hæðina. Sofum öll niðri, systkinin sofa saman í herbergi og við Gréta í stofunni. Uppi hefur Gréta sitt málningardót og svo höfum við sjónvarpið uppi og sófann. Þetta fyrirkomulag finnst mér koma vel út. Ég er bara sáttur og hlakka til að gera sjónvarpsherbergið fínt. Það verður bráðum!?

Þetta feðraorlof er frábært. Við PM höfum verið mikið saman og að auki hefur mér áskotnast tími til að sinna tónfræðinni og söngnáminu. Ég ætla í stigspróf eftir hálfan mánuð og á morgun ætla ég að taka áfangapróf í tónfræði og sennilega annað í næstu viku.

Gréta hefur aðeins getað málað en hefði líklega viljað gera meria af því.

Við fórum í sónar á mánudaginn. Allt virðist í góðu lagi og líklegur fæðingardagur er 13. mars. Áður hafði verið áætlað að barnið fæddist 24. mars. Mars verður það alla vega.

 
sunnudagur, október 19
  Á Selfossi
2X hef ég skrifað langar dagbókarfærslur og týnt þeim um leið og ég hef ætlað að pósta þær. Ég kann ekki mikið á þetta blessaða net. Vona bara að þetta skili sér.

Nú er fjölskyldan á Selfossi. Höfum verið á Flúðum frá því á föstudag, legið í heitum pott og rúntað aðeins um uppsveitir Árnessýslu. Sáum Gullfoss í gær, Fórum í Aratungu í fyrradag, höfum litið á Brautarholt á Skeiðunum og Árnes. Þá kíktum við líka í dag í Holtin.

Ég hef aldrei áður séð eins mikið af nýfriðaða fuglinum. Þetta er hér út um allt. Fallegir fuglar rjúpurnar.

Nú á að narta í eitthvað hjá Þóru og halda svo heim.

Góðar stundir.
 
þriðjudagur, október 14
  Bensi
Bensi og Anna litu við hjá okkur í kvöld og borðuðu með okkur ofnbakaðan fisk. Hákon er alltaf jafnhrifinn af frænda sínum enda kemur þeim vel saman. Mér virtist Perla María ekkert síður vera hrifin. Hún kubbaði með Bensa, sat í fanginu á honum og lét vel að honum. Og svo fékk ég að keyra jeppann...liggaliggalái!

Gréta var að vinna í allan dag. Ég var heima með krakkana. Ég fíla þetta vel.

Blessíbili.
 
mánudagur, október 13
  Þeta er Kali kokur
„Þeta er kali kokur“ skrifaði nemandi eitt sinn við teikningu sem hann hafði gert. Mundi þetta þegar ég las færsluna hér á undan.

Áðan skrifaði ég helling en ég týndi því égar ég ætlaði að publish-era það. Kann ekki á tölvur. Þetta voru mjög djúpar pælingar og skemmtilegar sögur. Þið missið bara af því. Skrifa meira seinna.

Kannski seinna....
 
miðvikudagur, október 8
  Myndir
Ætti ég ekki að skanna nokkarar myndir af krökkunum og biðja Sigurjón að hjálpa mér að koma þeim á vefinn? Þá er orðið gagna af síðunni. T.d. fyrir Peder í Danmörku og fleira fókl sem við þekjum en hefur ekki séð Perlu Maríu eða vill fylgjast með þroska þeirra beggja.

Ætti ég?

Hvað segir þú Dóra? Og þið hin?
 
  Í feðraorlof
Ég var að panta bústað á Flúðum um aðra helgi. Ég hlakka svo til!

Svo er ég að spá í að sækja um tvö námskeið. Annað er í HÍ á vegum Endurmenntunar háskólans. Það er ætlað kennurum til að bæta sig í viðtalstækni. Þriggja daga kursus. Þetta verður bara núna eftir helgina. Hitt er í Þjóðleikhúsinu og er um aðferðir til að bjóða nemendum upp á leiklestur - spennandi! Ikke også?

Peder Kraack biður að heilsa.

Svo var ég að rukka fyrir akstur síðan ég fór til Reykjavíkur fyrir skólann í september. Ég hef stundum gleymt þessu. Það er ekki nógu gott því ferðin kostar 5.350 kr.

Afrek dagsins vann vinur minn, Björgvin Ívar frá Reykjavík. Hann er drullusokkur, eins og pabbi myndi kalla það. Að minnsta kosti þegar kemur að því að vera í sambandi við mig og aðra vini sína. Það er frekar stopult samband frá honum. Hann hringdi í dag. Reyndar var ég ekki heima svo ég fékk bara kveðju frá honum. Sko hann, hann er allur að koma til! Bjöggi er ágætur. Vonandi les hann síðuna og verður ægilega montinn. Afreksmaður dagsins á minnst lesnu heimasíðu í heimi. Það er voðalega lítið afrek. Jæja, hann hefur svo sem afrekað ýmislegt um dagana.

Ég verð heima á morgun í feðraorlofi. Tveggja vikna frí framundan ) og námskeið og sumarbústaðarferð í Hrunamannahrepp.



 
laugardagur, október 4
  Í skólanum með börnin
Nú erum ivð í heimsókn í Grundaskóla ég og börnin. Það er laugardagskvöld og Gréta er í sumarbústað í Borgarfirði með vinkonunum úr Mosó. Ég átti von á bréfi en það var ekki komið.

Hákon teiknar kanínu og skratta á töfluna, Perla María er að ná áttum og því þarf ég að fara að koma mér heim aftur.

Góða nótt!
 
föstudagur, október 3
  Ég vakna klukkan 6!
Já ekki bara ég, heldur Perla María líka. Við förum á fætur upp úr sex. Þetta er allt í lagi nema þegar ég hef verið að vinna að drolla eitthvað lengi frameftir. Þá er þetta fullsnemmt. Eins og í morgun. Og svo er starfsmananpartí í kvöld! Úff maður!

Ég skrifaði sendibréf í gær. Það var meira að egja svolítið langt. Ef þið bara vissuð hverjum ég skrifaði!

Pétur Pé varð þrítugur í fyrradag og ég sendi honum lína af því tilefni. Hann þakkaði fyrir sig og fræddi mig á því í leiðinni að hann ætti von á „krakkaskratta“ í janúar 2004. Hann kann að orða hlutina blessaður. Halli Pé eignaðist barn á dögunum. Ég man nú ekki hvort það var strákur eða stelpa. Nú myndi Gréta skamma mig og mamma líka og þær halda sennilega að ég hafi engan áhuga á þessu eða að mér þyki það ekki merkilegt að Halli Pé hafi eignast barn. Þessar konur! Ég samgleðst Halla Pé agalega mikið vegna þessa en mér þykir allt í lagi þótt ég muni ekki hvort það hafi verið strákur eða stelpa. Ég á eftir að komast að því og muna það alla þangað til Alzeimer fer að segja til sín! Æskuvinir mínir eru orðnir og eru að verða fjölskyldumenn! Flott hjá þeim!

K.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]