Rangur maður
Vá maður, það eru gæjar í 8. bekk í skólanum hérna sem hafa sett saman hljómsveit til að taka þátt í Hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi. Aðeins einn þeirra kunni eitthvað að spila þegar þeir byrjuðu fyrir tveimur vikum. Nú hafa þeir æft þetta eina lag, Rangur maður, sextíu sinnum og eru að verða nokkuð liprir. Það var þó ekki fyrr en á æfingu í kvöld að þeir fóru að minnast á það gæti verið gaman að reyna sig við annað lag. Þetta er þrautsegja sem ég hef aldrei búið yfir. Ég hef verið þeim innan handar með útsetningar og kennt þeim að spila lagið og á græjurnar og svona.
Nú fer ég í fótboltann, er að verða of seinn, bæ