Tilraunavefurinn
þriðjudagur, janúar 27
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Já, vísbending númer tvö er svona:
Sjálfur þekki ég maka þessarar bolvísku konu, a.m.k. jafnvel og hana sjálfa.
Hún og eitt bekkjarsystkini mitt, úr bekknum mínum í Víkinni, eru þremenningar. Hún og annað bekkjasystkini mitt, úr sama bekknum, eru systkinabörn og hún er systir þess þriðja úr þessum ágæta 73 árgangi.

Hver er Víkarinn?
 
mánudagur, janúar 26
  Hver er Víkarinn?
Ég rakst aðeins á einn Bolvíking á dögunum. Konu sem heitir tveimur nöfnum og á systkini af báðum kynjum, sem eru ýmist eldri eða yngri en hún sjálf. Nú er það svolítið flókið fyrir mig að nefna bolvísk skyldmenni hennar, þar sem ég kann ekki alveg að skýra hvernig málum var háttað hvað varðar það hver eru hálfsystkini hverra, hver eru uppeldissystkini og hverjir eru fósturforeldrar hvers. Ég hef aldrei náð þessu alveg. En einn skæðasti andstæðingur okkar Bolvíkinga úr liði Ísfirðinganna í fótboltanum síðustu árin er sannarlega frændi hennar. Sá var reyndar líka samherji okkar stundum. Þá er hún skyld a.m.k. þremur bekkjarsystkinum mínum, náskyld þeim, mismikið þó.

Hver er Víkarinn?
 
  Lasinn
Ringó lasinn. Pabbi hans verður með honum heima í dag. Einhver flensa að ganga á leikskólanum.
 
  Getur það verið...?
Ég hef nú ekki lagt í vana minn að skrifa um pólitík hérna á vefinn, en mér dettu svolítið í hug núna. Getur verið að með afsögn sinni í gær hafi Björgvin viðskiptaráðherra einungis verið að bjarga eigin skinni? Var þetta e.t.v. eina leið hans til að tryggja framlengingu pólitísks ferils síns?
 
  Leikið fyrir dansi
Blek og byttur gerðu góða ferð í Kjósina á laugardaginn. Þar var virkilega góð stemning og hljómsveitin í fínu formi.

Við byrjuðum, strax þegar fólk gekk í salinn, á að spila lúðrasveitarslagarana. Þá spilaði Keli á horn, Ölli á klarinett, , Hemmi á básúnu, Hilmar lék túbupartinn á bassa og ég sló taktinn á settið. Jói trompet var að spila á öðru þorrablóti og kom ekki fyrr en rétt fyrir ballið, svo við höfðum annan mann í hans stað í þetta skiptið. Við höfum nokkrum sinnum áður gert þetta. Þetta er frábær leið til að bjóða fólk velkomið til fagnaðarins og skapar auk þess vinsamlega tengingu við samkomugesti. Hemmi, Hilmar og Ölli sáu um að spila undir fjöldasönginn og stýra honum. Þvílíkar undirtektir hefur maður sjaldan heyrt. Þetta er alveg magnað lið þarna í Kjósinni. Þarna voru skemmtiatriði sem mikil vinna hafði verið lögð í, m.a. tuttugu mínútna langur annáll í formi sjónvarpsþáttar. Svo var troðfullt dansgólfið fram eftir nóttu. Þetta var vel heppnað ball hjá Blekinu.

Um næstu helgi verður svo spilað fyrir íbúa Mosfellsdals á blóti í Hlégarði.
 
fimmtudagur, janúar 22
  Upprifjun

Hér á Akureyri er svona dreifirit með auglýsingum og sjónvarpsdagskránni sem nýtur mikilla vinsælda meðal bæjarbúa. Fólk bíður spennt eftir að Dagskráin komi út á miðvikudögum til að sjá nýjustu tilboðin og hvað um er að vera vikuna á eftir útgáfu pésans. Í nýjasta tölublaðinu er Leikhúsbandið auglýst. Það eru Halli og Gói sem skemmta næstkomandi laugardagskvöld á Græna hattinum með lögin úr leikhúsinu. Þetta er víst prógram sem þeir voru með þegar þeir störfuðu báðir hérna í LA í fyrravetur.

Í auglýsingunni kemur fram að Halli og Gói séu Haraldur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson. Þetta minnti á frægt atriði frá því Halli hitaði upp fyrir okkur í Abbababb á tónleikum í FVA og Gulli Jóns var í miklu stuði og kynnti með miklum tilburðum að nú kæmi Haraldur á svið. Það vissi allur salurinn að Halli heitir Hallgrímur en ekki Haraldur. Mjög fyndið.
 
  Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Ég hitti þessa stúlku þar sem hún var að afgreiða mig í matvöruverslun. Ég þekkti hana. Að vísu var hún með nafnspjald svo ég gat heilsað henni með nafni. Ég hitti systur hennar um jólin. Sú þekkti mig alveg.
Það er ekki við hægt að tengja hana við Steinu Júl.
 
  Gitaristi
Flinkur gítaristi frá Svíþjóð.
Alveg væri ég til í að búa yfir þessari færni sem hann býr yfir. Þetta þykir mér flottur stíll og hann gerir þetta vel pilturinn.
 
miðvikudagur, janúar 21
  Hver er Vikarinn?
Ein lauflétt Víkaragetraun.

Við erum þremenningar, ég og hún.
Hún kannaðist eitthvað við mig en gat ekki komið því fyrir sig hver ég væri.
Þegar ég hafði gert henni grein fyrir því sagðist hún sjá svip með mér og mömmu.
Hver er Víkarinn?
 
  Krissrokkið
Kristján Freyr segist ætla að verða við óskum um að semja og birta tónlistargetraun á blogginu sínu. Ég bíð spenntur og setti hann aftur inn á sakramentið hjá mér. Það má sem sagt komast inn á bloggið hans með því að smella á tengil merktan Kriss rokk hér til hægri.
 
þriðjudagur, janúar 20
  Uppáhaldslagið mitt
Ég lýg því ekki. Þetta hefur lengi, lengi, lengi verið mitt uppáhaldslag. Og það er einmitt í mestu uppáhaldi hjá mér í flutningi þessarar söngkonu. Ég á upptöku með henni, þá er hún yngri en hún er á þessu vídeói. En þetta er lika stórkostlegt atriði. Njótið.

Andrea Gylfa hefur oft tekið þetta lag. Hún er nú alveg frábær - en þó ekki alveg svona rosalega frábær.
 
mánudagur, janúar 19
  Hagbarður í Kjallaranum
Þann 23. janúar verður kjallarakeppni í Einarshúsinu. Ég myndi gjarnan vilja vera þar því gamall bekkjarfélagi og vinur, Hagbarður Marínósson, verður spyrill kvöldsins. Um hvað spyr maður eins og Hagbarður? Það gæti verið eitt og annað. Ég myndi giska á staðreyndir eins og hvað skipalestir bera og hveru langt er milli einhverra staða. Hæð fjalla var sérsvið Hagbarðar þegar við vorum í skóla. Ég skora á þá sem ætla að taka þátt að hafa Everest og Hvannadalshnjúk á hreinu. Svo er líka spennandi að vita hvernig Hagbarður muni koma orðum að hlutunum. Honum er aldrei orða vant og það væri forvitnilegt að heyra hvernig hann orðar þetta.

Svo spái ég Baldri Smára sigrinum.
 
  Áskorun um getraun
Mér þykja getraunirnar skemmtilegar. Ég skora á Kriss Rokk að útbúa svipaða getraun á sínu bloggi. Hann fylgist svo vel með því nýjasta í músíkinni, enda sjálfur í hringiðunni með hljómsveitinni Reykjavík!. Geturðu ekki reddað eins og einni svona umferð Kriss? Ég skal spreyta mig á svörunum.
 
föstudagur, janúar 16
  Getraun - enn eina ferðina
Hver á þessi hljóðfæri?
Svarið í athugasemdadálki.

1)
2)
3)
4)
5)
 
  Svörin við getrauninni síðustu
1) Björgvin Gíslason
2) KK
3) Guðmundur Pétursson
4) Magnús R. Einarsson
5) Jón Páll Bjarnason

Smellið með músinni á fyrirsögnina til að sjá þessar myndir.
Takk fyrir lánið ljósmyndari.
 
fimmtudagur, janúar 15
  Mér er spurn
Er Ragna Magnúsar fréttaritari Bagglúts í Bolungavík?
 
  Nýjar myndir
Á sömu mínútu og beðið var um nýjar myndir hér í athugasemdakerfinu sat ég við tölvuna að hlaða niður nýjum myndum á myndasíðuna (sjá hér til hliðar).

Varðandi tónlistargetraunina hér að neðan. Enn á eftir að finna hver heldur á græna Gretchinum á mynd númer 4. Tillögur óskast í athugasemdadálki færslunnar sem geymir getraunina.
 
  Endurlit
Ég er búinn að halda úti þessari síða síðan í ágústmánuði árið 2003. Oft hugsa ég um hvað ég sé eiginlega að hugsa. Þetta sé nú ljóti óþarfinn og tímaþjófur; heimskuleg og vitagagnslaus iðja. Nú fari ég að láta þetta gott heita. Nú er ég kominn á fremsta hlunn með að hætta þessu. En varð síðunni til lífs að ég fór að fletta í gömlum færslum. Að finna dagbókarfærslu eins og þá sem hér fer á eftir fær mig til að hætta við að hætta, a.m.k. gildir sú ákvörðun eitthvað áfram.

Þetta skrifaði ég árið 2004, Hringur Karlsson kemur ekki við sögu, en hann var 6 daga gamall þegar þetta var skráð. Þetta var daginn eftir að Gréta kom með hann heim af fæðingardeildinni á Akranesi:

þriðjudagur, mars 30


Gako gamm!

Það var býsna forvitnilegt að fylgjast með frekjurófunni á heimilinu við kvöldverðarborðið. Þegar maturinn var settur á borðið hafði Hákon einhver orð um það að þessi matur þætti honum ekki góður og hann ætlaði sko ekki að borða hann. Þetta var svipuð athugasemd og sú sem hann hafði haft um matinn í gærkvöldi. Ég birsti mig aðeins við hann og reyndi að koma honum í skilning um að svona segði maður ekki. Maður smakkaði á öllu sem væri borið á borð fyrir mann, o.s.frv.

Þessi umvöndunarræða gekk bara vel og hafði góð áhrif. En þegar við vorum svo tekin til við að borða tekur Perla María upp á því að berja í borðið, ýmist með annarri hendi eða báðum, setja í brýrnar, horfa ákveðið á bróður sinn og segja: ,,Gako, gamm!" Þetta þýðir örugglega: ,, Hákon, skamm!" Þetta lét hún dynja á drengnum af og til í svona hálftíma, alls u.þ.b. 40 sinnum.

Þetta er sko virkilegur ráðskonurass, eins og það heitir hjá Ömmu Stínu.
 
miðvikudagur, janúar 14
  Pabbi í pressunni
Óttaleg hógværð er þetta í pabba gamla!

Annars segir Eiríkur frændi minn að pabbi sé besti málari í heimi. Það veit ég ekkert um, en hann er samt sem áður langbesti málari sem ég þekki.
 
þriðjudagur, janúar 13
  Tónlistargetraun
Ég er hættur að nenna að skrifa hérna. En til að valda þeim ekki vonbrigðum sem rekast inn á þessa síðu og sjálfum mér til skemmtunar hendi ég inn enn einni tónlistargetrauninni - en þó ekki þeirri síðustu, - ekki alveg. Þessi er eins og hinar tvær síðustu. Samt létt - alíslensk. Ég á eina erfiðari í handraðanum.

Hver á hljóðfærin sem sjást á myndunum.
Svarið í athugasaemdadálki. Takið endilega þátt. Plís!

1)
2)
3)
4)
5)
 
föstudagur, janúar 9
  Tónlistargetraun
Ég er nú frekar skúffaður yfir lítilli þátttöku í getrauninni. Er meira að segja búinn að senda hvatningu um þátttöku á sms til helstu tónlistargetraunanörda í símaskránni minni. Ég hef reyndar bloggað lítið síðustu vikur og sjálfsagt er nú lítlil umferð hér um síðuna. En ...

Hér er útlend útgáfa af sama leik. Spreytið ykkur endilega. Mér finnst þetta svo gaman.

1)
2)
3)
4)
5)
 
fimmtudagur, janúar 8
  Góður þessi
 
  Tónlistargetraun
Hér er komin tónlistargetraun með útfærslu sem er alveg ný af nálinni og þannig úr garði gerð að erfitt er að googla rétta svarið. Hér eru myndir af hljóðfærum og ég spyr um nöfn eigenda þeirra. Hverjir eiga þessa gítara og þessa bassa (eru a.m.k. eigendur þeirra þegar myndirnar eru teknar)?

Sum hljóðfæranna eru svo fræg að einhverjir þekkja þau ein og sér. En hér má líka ráða í líkamsstöðu þeirra sem bera hljóðfærin og e.t.v. ráða gátuna með því að reyna að þekkja meðspilarana. Þessi fyrsta atrenna með þessari útfærslu er frekar létt og ég reikna með að svarið verði komið strax á morgun. Góða skemmtun!

Svarið í athugasemdadálkinum.

Í verðlaun er heiðursnafnbótin Tónlistarnörd Tilraunavefsins - sigurvegari í tónlistargetraun janúarmánaðar 2009.

Fyrsta mynd:


Önnur mynd:


Þriðja mynd:







Fjórða mynd:








Fimmta mynd:


Hér er ég að spyrja um eiganda Fender bassans sem er lengst til vinstri á myndinni.
Ef einhver getur getur nafngreint þá sem eiga gítarana tvo hægra megin á myndinni má alveg láta það flakka líka.
 
þriðjudagur, janúar 6
  Buff Buffs
Í síðustu færslu minntist ég á að hafa fengið tvær Baggalútsplötur í jólagjöf. Hákon átti þessa plötu fyrir og við erum búin að hafa hana í gangi í bílnum. Plöturnar tvær sem ég fékk mér í staðinn voru BUFF með Buff og BESTU KVEÐJUR með Sprengjuhöllinni.

Ég var búinn að rekast á lag af þessari Buffplötu í spilara á Moggabloggi Hannesar trommara í Buffinu. Það er óskalisti á nýrri heimasíðu fyrir gítarspilara sem ég var duglegur að hjálpa til með gera skemmtilega vikurnar fyrir jólin. Ég kíkti oft inn á óskalistann og reddaði þeim þessum lögum sem verið var að biðja um þar. Það gerði líka fleira fólk og einhverjir eru enn að þannig að síðan er rosalega virk og alltaf fersk. Ég leitaði að þessu Bufflagi því óskað hafði verið eftir því inni á þessari síðu. Ég fann það sem sagt hjá Hannesi trommara og pikkaði upp textann, setti við það einfalda hljóma og skellti því inn á þessa síðu. Lagið var mest sótta lagið um nokkurt skeið. Þannig að þessi gjörningur hitti sannarlega í mark. Lagið er líka gott. Undir sterkum áhrifum frá Crospy, Stills og Nash og rosalega notalega útsett og vel flutt hjá Buffinu.

Ég ætla að láta flakka hérna álit mitt á þessari plötu Buffsins. Ég sit hér um nótt og reyni að fá son minn til sofa, en hann er bara vaknaður og er ekki til í að sofa þótt það sé mið nótt. Ég dunda mér við að skrifa þetta meðan hann reynir að sofna hérna í sófanum hjá mér.

Plata Buffsins er mjög vel unnin. Lögin eru skemmtileg og það er ekkert verið að hika við að stæla það sem áður hefur verið vel gert. Menn eru ekkert að skammast sín fyrir það, enda algjör óþarfi. Hér hefur áðurnefnt tríó, Crospy, Stills og Nash, haft sín áhrif. Það er líka mikið Bítl í gangi og Stuðmanna- og Spilverksáhrif. Ekki leiðist mér það. Mikið er lagt upp úr fjölradda söng og raddir eru líka notaðar eins og undirleikshljóðfæri. Þetta er allt saman mjög vel gert hjá Buffinu.

Upptökustjórinn er Stefán Örn Gunnlaugsson, píanóleikari hljómsveitarinnar. Stefán Örn á stóran þátt í gerð plötunnar. Fyrir utan að stjórna upptökunum semur Stefán bróðupart laganna og marga texta líka. Hann spilar á píanó og kassagítar og fleiri strengjahljóðfæri af mikilli smekkvísi og svo syngur hann heilmikið og það gerir hann alveg hreint virkilega vel. Hann hefur ekki mikla rödd en hún er hlý og henni er beitt af mikilli nákvæmni. Mig grunar að Stefán hafi útsett sum laganna um leið og hann vann að hljóðblöndun þeirrra og að hann hafi gefið sér gríðarmikinn tíma í það verk og sennilega tekið margar hugmyndirnar upp um leið og þeir skutu upp kollinum. Áferð plötunnar er sérstaklega vönduð. Sándið er gott, raddsetningar eru mjög flottar og söngurinn oft á tíðum alveg frábær. Svo eru þessir menn í bandinu allir virkilega færir hljóðfæraleikarar og eiga stórleik á plötunni.

Platan er ekki gallalaus. Fyrir það fyrsta er helmingurinn af textunum ekkert spes. En þeir falla alltaf vel að lögunum en þessi verri helmingur þeirra er kjánalega slappur. En hinir finnst mér vera fínir. Tvö síðustu lögin finnst mér alveg hundleiðinleg. Í síðasta laginu og í lagi sem heitir Eftirsjá, þar sem Pétur Örn syngur aðalrödd á móti Stefáni, verður vart við einhvern fátíðan slappleika í söng Péturs Arnar. Ég veit ekki hvað þetta er. Kannski bara þreyta. Allt annað á plötunni finnst mér vera framúrskarandi vel sungið hjá honum. Ég var líka var við þetta sama máttleysi hjá honum í sjónvarsþáttunum sem Jónsi stjórnaði í haust á Skjá einum. Vonandi er þetta bara eitthvað tilfallandi og allt í lagi með þennan frábæra söngvara.
Mér finnst það alls ekki galli á plötunni hversu mikil stúdíóplata hún er. En af því ég veit að Buff er frábærlega vel spilarndi hljómsveit og myndi ráða við að gera plötu sem væri tekin upp læf sakna ég svolítið læf-fílingsins. Þessi plata er alls ekki þannig. Hún er fjölrása og mikið unnin, en sem betur fer mjög vel unnin.

Ég þekki engan strákanna í Buffinu. Þeir hafa ekkert verið að spila þar sem ég hef verið að spila í gegnum tíðina. en ég hef nú vitað af sumum þeirra lengi. Pétur Örn var í Söngkeppni framhaldsskólanna þegar ég tók þátt 1991. Hann lék á flygil með Ottó og ég kannaðist við Ottó af því hann var í hljómsveit með Hnífsdælingum sem ég þekkti. Fljótlega upp úr því var hann farinn að syngja talsvert opinberlega. Inn á plötur og teiknimyndir, í söngleikjum og með hljómsveitunum Sirkus Babalú, Fjallkonunni og Bítlunum (hljómsveitin hét þetta - hún er nokkur konar undanfari Buffsins). Og af þvi ég var mikið í tónlistargrúski og spilamennsku þegar ég var í Fjölbraut á Skaganum kynntist ég krökkum sem voru að fást við tónlist uppi í Borgarnesi. Í gegnum þá vissi ég af Einari, sem nú er gítarleikari í Buffinu. Hann er Borgnesingur. Hann dvaldi víst flestum stundum inni í herbergi og æfði sig á rafmagnsgítar. Það hefur skilað sér. Æfingin skapar meistarann. Stefán Örn spilaði á píanó í einhverjum laganna á frábærri plötu Önnu Halldórs, Villtir morgnar. Það gæti hafa verið 1996. Önnu kynntist ég líka á þessu músíkstandi á Skaganum. Vinur minn stjórnaði upptökum á plötunni hennar og þau báru Stefáni Erni vel söguna.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]