Tilraunavefurinn
fimmtudagur, janúar 8
  Tónlistargetraun
Hér er komin tónlistargetraun með útfærslu sem er alveg ný af nálinni og þannig úr garði gerð að erfitt er að googla rétta svarið. Hér eru myndir af hljóðfærum og ég spyr um nöfn eigenda þeirra. Hverjir eiga þessa gítara og þessa bassa (eru a.m.k. eigendur þeirra þegar myndirnar eru teknar)?

Sum hljóðfæranna eru svo fræg að einhverjir þekkja þau ein og sér. En hér má líka ráða í líkamsstöðu þeirra sem bera hljóðfærin og e.t.v. ráða gátuna með því að reyna að þekkja meðspilarana. Þessi fyrsta atrenna með þessari útfærslu er frekar létt og ég reikna með að svarið verði komið strax á morgun. Góða skemmtun!

Svarið í athugasemdadálkinum.

Í verðlaun er heiðursnafnbótin Tónlistarnörd Tilraunavefsins - sigurvegari í tónlistargetraun janúarmánaðar 2009.

Fyrsta mynd:


Önnur mynd:


Þriðja mynd:







Fjórða mynd:








Fimmta mynd:


Hér er ég að spyrja um eiganda Fender bassans sem er lengst til vinstri á myndinni.
Ef einhver getur getur nafngreint þá sem eiga gítarana tvo hægra megin á myndinni má alveg láta það flakka líka.
 
Ummæli:
Ég giska á:

1. Björn Thoroddsen

3. Halldór Braga

Kv. Elmar Ernir
 
2. Guðmundur Pétursson

Giska ég á! Get svo ekki meir.

Kv. Nína Kjartans
 
Dóri Braga á gítarinn á mynd númer 3.
Elmar Ernir - 1 stig.

Björn Thoroddssen og Gummi Pé eiga ekki gítara á þessum myndum. En hvorki Elmar né Nína eru á villugötum. Það má finna tengingu við Björn og mynd númer 1 og eins má finna tengingu við GP og mynd 4.
 
Tenging Gumma Pé við mynd númer 2 átti ég við. En hann tengist svo sem líka mynd númer 4 og 1 og 3 og 5.
 
Sæll Kalli,
og gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir gamalt og gott! Frábær getraun, dulítið erfið. Hér er mín tillaga:
1. Gunni Þórðar
2. Eyjó í SSSól, hann átti allavega svona Strat, seldi Stebba Baldurs sem seldi honum aftur til baka.
3. Dóri Braga
4. Jakob Smári Magnússon..hann á allavega alveg eins peysu (kannski að þú ættir að hafa peysugetraun..?)
5. Tómas Tómasson...eða Halli Þorsteins.

...hlýtur að vera eitt rétt?
 
Stig til þín fyrir númer 1 og númer 4. En svo þarftu að ákveða þig með fimmuna. Eyjó á ekkert í þessum númer tvö - en það er frægasta hljóðfærið og hefur verið notað á hverri einastu senu landsins. Myndin er tekin í bílskúr trommarans Birgis Nielsen og myndin af Jakobi var tekin við sama tækifæri og ég tók þær báðar af heimasíðu gítareigandans.
 
Já, þetta er auðvitað klámgítarinn hans Gumma Jóns. Nr. 2 þ.e.a.s.

En bassinn nr. 5...uuuhhh, bassinn er mjög flottur, soldið lifaður og ef sá sem á hann spilar þarna væri í meira töff klæðnaði hefði ég getað giskað. Gítarleikarinn minnir mig á Mike Pollock og truflar heildarmyndina. Skófatnaður manna minna á 1990...?! Er þetta eitthvað í kringum Bubba eða er þetta band frá Rokk í Reykjavík tímanum?
 
Þú ert kominn með þetta Kristján Freyr. Auðvitað er þetta gítarinn hans Guðmundar Jónssonar í Sálinni á mynd númer 2.

Á mynd fimm er verið að spila blús. Mike Pollock er á kassagítarnum. Það er rétt. En enn vantar bassaleikarann. Hann er af mörgum talinn vera besti blúsbassaleikari Íslands. Ef þú hefur hinn gítaristann ertu sannarlega verðugur handhafi nafnbótarinnar.
 
Ef ég á erfitt með að hlusta á einhverja tónlist þá er það blús. Ég hef ekki eirð í mér í það.

En er þetta ekki Haraldur Þorsteinsson? Já, og Danny Pollock. Danny á allavega svona leðurjakka...og er enn í honum.

Ég sé að ég er furðu vel að mér í peysum og jökkum, frekar en hljóðfærum?!
 
Kristán og Elmar hafa séð um þetta að þessu sinni. Til hamingju með það piltar og þakka ykkur fyrir þátttökuna.

1) Gunnar Þórðarson
2) Guðmundur Jónsson
3) Halldór Bragason
4) Jakob Smári Magnússon
5) Haraldur Þorsteinsson ásamt Mike og Danny Pollock
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]