Tónlistargetraun
Hér er komin tónlistargetraun með útfærslu sem er alveg ný af nálinni og þannig úr garði gerð að erfitt er að googla rétta svarið. Hér eru myndir af hljóðfærum og ég spyr um nöfn eigenda þeirra. Hverjir eiga þessa gítara og þessa bassa (eru a.m.k. eigendur þeirra þegar myndirnar eru teknar)?
Sum hljóðfæranna eru svo fræg að einhverjir þekkja þau ein og sér. En hér má líka ráða í líkamsstöðu þeirra sem bera hljóðfærin og e.t.v. ráða gátuna með því að reyna að þekkja meðspilarana. Þessi fyrsta atrenna með þessari útfærslu er frekar létt og ég reikna með að svarið verði komið strax á morgun. Góða skemmtun!
Svarið í athugasemdadálkinum.
Í verðlaun er heiðursnafnbótin Tónlistarnörd Tilraunavefsins - sigurvegari í tónlistargetraun janúarmánaðar 2009.
Fyrsta mynd:

Önnur mynd:

Þriðja mynd:

Fjórða mynd:

Fimmta mynd:

Hér er ég að spyrja um eiganda Fender bassans sem er lengst til vinstri á myndinni.
Ef einhver getur getur nafngreint þá sem eiga gítarana tvo hægra megin á myndinni má alveg láta það flakka líka.