Tilraunavefurinn
föstudagur, nóvember 28
  Hiti
Perla María fékk þennan líka rosalega hita í gær. Ég var heima með henni í dag. Við vöktum með henni í nótt. Fyrst ég, eftir að ég kom heim frá Hæfileikakeppninni, svo Gréta, því litla daman vildi frekar vera hjá henni. Hún hefur svo verið slöpp í dag og óttalega lítil greyið.

Meira seinna,
Kalli
 
miðvikudagur, nóvember 26
  Hæfileikakeppnin
Hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi fer fram á morgun. Það var generalprufa áðan. Allt gekk þetta nú barasta ágætlega. Ég hlakka til þess að sjá lokaútkomuna á morgun.

Samsöngur í dag.
Prófaði dúettinn með Elsu Jó. Það var mjög skemmtilegt. White Christmars.
Svo var kórinn að fá nýtt lag auk þess sem hjakkað var í gömlu lagi.

Í söngtíma í dag var ég líka að glíma við tvö ný einsöngslög. Annað þeirra er þula eftir Theodóru og Karl Ottó Runólfsson. Mjög skrítið (með einföldu af því að ég vil hafa það þannig Halldóra) lag. Hitt heitir Fylgd og er þetta gamla góða kvæði eftir Guðmund Böðvarsson en annað lag en þetta sem maður lærði í gamla daga.

Hákon og Daði
Hákon hefur fundið hamingjuna aftur. Málið var að hann var búinn að vera eitthvað tregur til að fara til Daða vinar síns í nokkra daga. Svo kom Daði um daginn og Hákon varð þetta líka litla glaður með það. Þá fór ég að pumpa hann. Hvernig stæði á því að hann vildi aldrei fara til Daða? Fyrst vildi hann ekkert segja, svo hélt hann að ef hann segði mér frá því þá yrði ég reiður. En loks kom það. Hann hafði eyðilagt eitthvert dót fyrir Kalla stóra bróður Daða og þorði ekki að fara þess vegna. Var hræddur við viðbrögð hans og skammaðist sín. Ég fór og hitti fólkið hans Daða og sagði því frá þessu. Þá kannaðist Kalli ekki einu sinni við þetta og Daði löngu búinn að gleyma þessu. Kalla var alveg sama um þetta dót, enda löngu hættur að leika sér að einhverju dóti - unglingurinn!
En þetta var þvílíkt mál fyrir Hákon og það var rosalegt skref fyrir hann að stíga að fara aftur heim til Daða eftir þessa löngu og erfiðu daga.

Perla María alltaf hress.
PM er mömmu sinni stundum erfið á daginn en sýnir föður sínum bestu hliðarnar enda er hann ekki mikið heima svona í miðri viku svo það er eins gott að vera almennileg þá sjaldan hún sér hann.!!!!

Eitthvað er nú farið að færast fjör í leikinn innan í henni Grétu en ég veit nú minnst um það. Hef eiginlega alveg farið á mis við það allt saman síðustu vikurnar. Þetta job er alveg voðalegt. Maður er bara voðalega lítið heima við yfir veturinn.

Þegar pabbi var hjá mér í hitteðfyrra að hjálpa mér við breytingar á íbúðinni var hann stundum að skamma mig fyrir að vera lítið heima. Þá var ég náttúrulega að vinna eins og vanalega en þar að auki var ég í hljómsveit sem var að spila í leikriti. Ég átti nú erfitt með að taka mark á athugasemdum hans. Fannst minni hans ekki ná ýkja langt aftur. Ég minnist þess alla vega ekki að hafa verið mikið heima með honum þegar hann var á þeim aldri sem ég er núna!

Ég verð vonandi duglegri við að skrifa næstu daga.

Kv.
Kalli
 
þriðjudagur, nóvember 18
  Rigning, rok og íslenskar skáldsögur
Loksins er að gera eitthvert haustveður. Það er rigning og rok. Akranes í sínum ljótasta kufli!
Ég fór á bókasafn í gær og langaði að halda áfram með Arnaldar glæpasagnakatagóríuna, en það var engin bók inni eftir hann. Þá bað ég um Lovestar eftir Andra Snæ Magnason. Nei nei hún var líka úti. Þá fór ég nú bara heim bara með bækur handa Hákoni mínum. Annars er ég að undirbúa heilmikinn lestur fyrir nemendur mína. Ég ætla að biðja þá ða lesa eina nýlega skádsögu og gera grein fyrir ákveðnum þáttum í henni. Ég á bara eftir að setja saman bókalista. Svo ætla ég þeim líka ða lesa eina létta bók á dönsku.

Ég er að spá í bækur eins og Þetta er allt að koma, Falskur fugl og eitthvað þannig sem er nýlegt og tiltölulga einfalt.

Ef einhver lesandi þessarar síðu þekkir einhverja bók sem gæti vakið áhuga 15 ára krakka á bókmenntum eða bóklestri þá má hann benda mér á hana inni í gestabókinni. Allar tillögur vel þegnar.

Kv.
Kalli
 
  18. nóvember
Til hamingju með daginn mamma mín.
 
  Frelsi
Mér finnst ég vera frjáls. Búinn að fara yfir þessi 10. bekkjarpróf, búinn með öll viðtölin nema eitt, búinn að halda undankeppni hæfileikakeppninnar sem verður eftir 10 daga. Frjálsáaááa´´aáá´´´sss!!!!! ....(Eins og Stefán Hjörleifsson túlkaði svo skemmtilega í útgáfu Bítlavinafélagsins frá árinu 1988 á samnefndu lagi Péturs Bjarnasonar fv. fræðslustjóra.)
 
laugardagur, nóvember 15
  Einsöngvarinn og fitubollumórallinn
Búinn að troða upp í fyrsta skipti sem einsöngvari. Söng tvö lög á hádegistónleikum í Tónlistarskólanum á vegum menningarviku Akraneskaupstaðar. Þetta heppnaðist mjög vel, miklu betur en í söngprófinu í síðust viku. Það er auðveldara að syngja fyrir fullan sal af fólki en fyrir eina kerlingu með skrifblokk. Henni virðist nú samt hafa líkað röddin, því þrátt fyrir ótal annmarka á flutningi sumra laganna í prófinu mínu og rétt þokkalegan árangur í nótnalestri, fékk ég himinháa einkunn hjá henni. ÉG sagði söngkennaranum mínum að það væri vegna þess að ég hafi lúkkað svo vel!

Gréta er ekki alveg tilbúin að samþykkja að ég lúkki svo vel. Fyrir skömmu hengdi hún mynd af mér þar sem ég var að synda í Eystrasalti 1992 á ísskápshurðina. Hún vildi minna mig á eitthvað. Þá var ég u.þ.b. 25 kg. léttari en ég er í dag, andlitsdrættirnir voru greinilegri, það sást í rifbein og magavöðva. Ég man þá tíð.

Ég grenntist mikið fyrir 4 árum. Þá var ég ekki að kenna, heldur vann líkamlega erfitt starf í kjötvinnslu og æfði og keppti í fótbolta. Ég var bara sáttur við að grennast. Það kostaði að vísu króníska sinaskeiðabólgu vegna stöðugrar áreynslu á framhandleggina. Ég gat ekki leikið á gítar eða mandólín og vaknaði á nóttunni til að hrista náladofa úr höndunum. Auk þess bruddi ég bólgueyðandi töflur í gríð og erg til að geta klætt mig og haldið á tannburstanum. ÉG saknaði líka kennarastarfsins. Þetta var samt þess virði. Því ég var vel á mig kominn og laus við spik. S'iðan þá hef ég fitnað jafnt og þétt og það ætlar að reynast mér erfitt að koma mér af stað við að koma mér í form og grenna mig. Af hverju skyldi maður gera sér þetta?

Stundum þegar ég er að úða í mig feimeti eða sætindum hugsa ég með mér: Hvers vegna er ég að þessu? Mér finnst þetta ekki einu sinni gott!

Pavarotti er feitur, Kristinn Hallsson var feitur. Kalli er feitur.

kv,
 
  Vikulokin
Nú er ég mættur í skólann þriðju helgina í röð. Sestur við tölvuna inni í skólastofunni minni, búinn að raða borðum og pappírum í kringum mig, útvarpið stillt á rás eitt og Þorfinnur að spyrja Mikhael Torfason og Hallgrím Thorsteinsson um atburði vikunnar. Í dag er þrennt á dagskrá í vinnunni. 1. Færa einkunnir inn í þar til gert form. 2. Hjálpa hljómsveitum í kjallaranum. 3. Sjá um að gera klárt fyrir fund hjá Rauða krossinum í skólanum í dag, sjá um kaffi fyrir fundarmenn og aðstoða nemendur við að uppfarta og ganga frá. Stefnan er að klára allt það sem ég hef haft á minni könnu hvða varðar vitnisburð og foreldraviðtöl.

Gréta fór í borgina með krakkana. Mamma hennar ætlar að passa börnin mens hun går i butikker og köber nogle julegaver og sådan notget.

En hef ég ekki skoðað vef Baldurs Smára www.vikari.is, en það geri ég bráðum.
 
miðvikudagur, nóvember 12
  Nótt
Enn er verið að fara yfir og skrá. Klukkan er tvö eftir miðnætti og ég er að fara heim núna loksins. Ég hef ekki frá miklu af börnunum að segja, enda lítið séð af þeim. Nú hef ég ekki stigið fæti út úr Grundaskóla í 18 klukkustundir! Hvenær fáum við þessa stimpilklukku?

God nat.
 
mánudagur, nóvember 10
  Yfirferð prófa
Hef legið í yfirferðinni og skráningu einkunna. Skila einu prófi á morgun í tveimur bekkjum og öðrum eins skammti á þriðjudag. Þetta próf kom nú sæmilega út, hitt hefur verri útkomu. Enda ekki nema von. Ég á örugglega þátt í þeim mun, þar sem það er deginum ljósara að ég er betri kennari þegar ég kenni íslenksu en þegar viðfangsefnið er danska!

Hákon eyddi helginni hjá Bensa frænda sínum í Mosó. Þeir voru að vinna í garðunum, spila tölvuleik og svo fóru þeir í sund. Svo kíktum við Hákon í heimsókn til Jakobs Freys í Kópavogi. Hann er fluttur. Á núna heima rétt hja ömmu Perlu. Jakob gaf Hákoni gömlu leikjatölvuna sína og lánaði honum nokkra leiki í hana. Takk Jakob, sem by the way er 11 ára í dag, 10. nóvember. Til hamingju með það frændi!

Fór í borgina í dag. Sá leikinn með Bensa og Bjögga. Ég vann. Pabbi hefur ekkert hringt í dag! Gréta fór í búðir og keypti ýmislegt sem vantaði á börnin. ÉG keypti mat fyrir 8 þúsund í Bónus. Svona bæjarferðir þýða bara eitt: Nú er maður að standa upp frá vinnu og klukkan er tuttugu mínútur í eitt á sunnudagskvöldi! Góða nótt.
 
fimmtudagur, nóvember 6
  Tónlist
Vá maður... hún steiktist eitthvað síðasta færsla!

Ég fer í söngprófið á morgun. Kann ekki enn seinna erindið í norska textanum og er heldur ekki 100% á:

Schwesterlein, Schwesterlein, wann gehn wir nach Haus?
Morgen wenn der Hanen krån
(þetta á að vera a með tveimur bollum yfir en ég kann bara ekki að gera það með góðuy móti)
wollen wir nach Hause gehn
Bruderein, Bruderlein
Dann gehn wir nach Haus.

Og það ætla ég einmitt að gera núna...

Auf wietersen
 
  Billeder
Halldóra systir tók fullt af myndum af krökkunum um síðustu helgi. Hún sendi mér nokkrar í tölvupósti. Ég kann ekki enn að setja þær inn á síðuna svo ég vísa bara á síðuna þeirra Austfirðinganna, ég reikna með að myndirnar séu komnar þangað inn.

http://www.barnaland.is/barn/5976/album/

Jú, jú....þetta er komið inn hjá þeim...
 
  Dans
Þegar ég kom heim úr vinnu á þriðjudaginn þurfti Gréta að fara á fund. Ég var búinn að standa í ströngu í vinnunni og var ekki beint í stuði fyrir einhverja aksjón með krökkunum. En þar sem enn lifðu nokkrar mínútur þangað til ég þyrfti að fara að huga að matnum greip ég mandólínið og fór að æfa mig að spila í tóntegundum sem ég er lélegur í að spila og lengi að hugsa hljómagangana. Perla María hefur gaman af því þegar ég spila og þá syngur hún lalalala... (Svona reyni ég að réttlæta fyrir sjálfum mér þegar ég nenni ekki að sinna börnunum, að halda að það sem mig langar að gera hafi tilgang, ánægju þeirra vegna! - Eins gott að Gréta les þetta aldrei.)

Í þetta skiptið hafði Hákon einhverja þörf fyrir að ég tæki eftir sér, eins og oftast þegar ég er mikið að vinna og lítið heima. Ég fór að spila og raula fyrir hann „If you are happy and you know it klap your hands....“. Hann var tiltölulega fljótur að ná hreyfingunum þótt textinn stæði í honum. Við skemmtum okkur konunglega við þetta en tókum svo eftir því að það voru fleiri sem höfðu náð hreyfingunum. Perla María gekk um gólfið og klappaði, stappaði niður fótum, lét sem hún smellti fingrum, lamdi sig í höfuðið og smellti meria að segja í góm! Þetta er óborganlegt atriði. Við endurtókum þetta fyrir Grétu eftir kvöldmatinn í kvöld og hún skemmti sér vel yfir þessu númeri okkar.

Nú er bara að fara að æfa upp fleiri atriði og gera börnin sín út!!!!
 
  Lestur
Ég fór í foreldraviðtal í skólann til Hákonar í gær. Það er gaman að prófa að vera þeim megin við borðið. Honum gengur vel í skólanum og talar aldrei öðruvísi en vel um skólann sinn eða krakkana sem þar eru með honum. Í dag fékk hann að taka með sér bók heim og svo las hann fyrir mig: Sísí og Lóló. Sísí á lás. Lóló sá Ara róla. Ása má fá ís. Rósa las (svo kemur mynd af bók)...... Vá hvað ég var stoltur af honum. Og þegar hann áttaði sig á því vildi hann náttúrulega lesa meira fyrir mig en var þá orðinn svo þreyttur að það ruglaðist allt í kollinum á honum og hann ákvað að fara bara að sofa: Skynsamleg ákvörðun!
 
  Stafsetning
Einu sinni var ég bara svona la-la í stafsetningu. Ég man að þetta var aldrei neitt vandamál í skóla hjá mér. En þegar ég tók svona mega-erfitt, gildrum troðið og lúmskt stafsetningarpróf í fyrstu vikunni á fyrsta árinu í Kennó, varð ég svo stressaður að ég klúðraði því algjörlega og gerði 18 villur. Mánuði síðar var ég aðeins orðinn meira kúl á því og gerði tvær villur. Núna hef ég kennt stafsetningu, eða alla vega prófað nemendur í stafsetningu, oft á ári í 6 ár. Ég er orðinn nokkuð góður í þessu. Skárra væri það nú! Þó er ég langt frá því að vera pottþéttur, en þá kem ég mér yfirleitt undan því að skrifa orðið sem ég veit ekki hvernig er stafsett og vel bara annað orð, eða önnur orð, í staðinn.

Ég er nú bara að segja frá þessu því ég sit hérna með svona próf fyrir framan mig sem ég ætla að leggja fyrir í 10. bekk á morgun. Þar eru þessi klassísku stafsetningaræfingaorð, eins og t.d. flykktust, dirfsku sigldu, hvatt til dáða, tortryggni, íslenskum með litlu í-i og kynskipting. Ég sakna systkinanna og annarra!


 
mánudagur, nóvember 3
  kalli@grundaskoli.is
Mér þykir full ástæða til að gefa móður minni og systur upp netfangið mitt:
kalli@grundaskoli.is

Eða hvað!!!?

 
  Gæsin góða
Það var ekki að spyrja að því; villibráðin fór á grillið og smakkaðist mjög vel. Örvar sá um þann þátt matargerðarinnar. Gréta var á fullu allan daginn að gera klárt undir gestakomuna. Ég að sniglast í krng og hafa ofan af fyrir krökkunum, versla (ekki með -z-, mamma!) og þvo þvott. Svo komu gestirnir og þetta fór reglulega vel fram. Það var mjög ánægjulegt að hitta þetta lið.

Í dag var starfsdagur í skólunum. Ég er alveg búinn á því og er á leiðinni heim, er einn eftir hérna í skólanum. Hákon fór með okkur í vinnuna í morgun og við skiptumst á að hafa hann með okkur. Það var ekkert mál, hann er svo góður. Við Gunnar og Flosi, samkennarar mínir, ætlum að prófa í þessari viku svo það er allt á full-swing og verður næstu daga.

Bra bra
Kalli
 
laugardagur, nóvember 1
  Tölvuvinna
Það getur verið þreytandi að sitja í marga klukkutíma fyrir framan skjáinn og vinna. Nú hef ég setið frá 10 í morgun þangað til nú, kl. er 18:30. Þetta er orðið ágætt og því skrifa ég ekki mikið meira í þetta sinnið. ÉG hellti mér upp á kaffi áðan, 16 bolla. Ég drakk 3 og bauð öðrum kennara sem var að vina hérna frammi með mér. Þetta var fyrirtakskaffi. Ég hellti ekki upp á könnuna hér í Grundaskóla fyrr en ég hafði verið hér í 2 ár. Þetta var í þrijða skiptið sem ég læt af þessu verða. Karlremba?

Á morgun ætla systkini mín að heimsækja mig. Mikið verður gaman þá!
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]