Tilraunavefurinn
fimmtudagur, september 27
  Textagetraun
Gamall og skemmtilegur leikur. Nýjar spurningar samt.

Hér birti ég textabrot út dægurlögum. Þrautin er leyst með því að senda athugasemd í athugasemdakerfið, en þar þarf titill lagsins að koma fram og einhver flytjandi þess.

Það er reyndar alveg ferlega létt að gúggla til að finna svörin. Það þarf að þróa leikinn þannig að það verði ómögulegt að slá textanum upp á Google. En svona er þetta í þetta sinn:

1. „Þegar ég horfi á þig lifna dauðir hlutir við"
2. „The bottle stands for lorn, a symbol of the dawn"
3. „We`ll always be together. However far it seems"
4. „You remain my power, my pleasure, my pain"
5. „Now it's closing time ( ) the music's fading out"
 
þriðjudagur, september 25
  Hver er Víkarinn? (2. vísbending)
Nafn þessa Bolvíkings tengist íþróttaiðkun barna og fullorðinna í Bolungavík, þótt sjálfur tengist hann henni varla. Fyrir utan þessi tengsl gef ég upp að nafn hans er jafnframt nafn tveggja vestfirskra íþróttafélaga.
 
mánudagur, september 24
  Dagbókarfærsla
Gréta er á foreldranámskeiði Suzuki fiðlubarna. Perla María var að byrja á fiðlunni og Gréta fylgir henni í tímana. Ég fylgdi Hákoni. Nú er Hákon hættur að læra eftir Suzuki aðferðinni og farinn út í þetta hefðbundna gamla hljóðfæranám þar sem hann lærir að lesa nótur frá byrjun námsins. Hann er farinn að spila í strengjasveit. Gréta var eitthvað stressuð vegna þessa námskeiðs. Þetta hefur verið nokkur mánudagskvöld í röð en hún hefur ekki mætt. Kennarinn hefur bara sagt henni til í tímum Perlu Maríu. Hún hafði sem sagt áhyggjur af því að hún væri eina foreldrið sem gæti ekki spilað hið sígilda byrjendastykki Kópavogur hopp stopp. Ég kenndi henni lagið áðan. Hún stóð sig bara ágætlega.

Ég er að hlusta á plötuna sem við Hilmar tókum upp austur í Vík í vor. Hún er komin út og ég fékk eintak í vikunni. Lögin sem yngstu börnin syngja eru vinsæl á heimilinu.
 
  Hver er Víkarinn?
Síðasta getraun af þessu tagi í bili.

Mér fannst ég sjá enn einn Víkarann þegar ég var í Smáralindinni. Það er maður sem er á svipuðu reki og ég. Hann stundaði íþróttir. Alla vega sund, fótbolta og handbolta. Hann var nú svo sem enginn sérstakur afreksmaður á íþróttasviðinu. Mig minnir að hann sé örvfættur og örvhendur. Ég veit ekki hvar í veröldinni hann býr um þessar mundir.

Frændgarðurinn er stór. Bolvíkingar í báða leggi.
Hver er maðurinn?
 
  Hver er Víkarinn?
Svo hitti ég hjón í Smáralindinni sem fluttu úr Víkinni fyrir nokkrum árum. Ég man líka eftir þeim í tveimur húsum. Ég held að hún sé frá Ísafirði en hann er borinn og barnfæddur Víkari, ættaður innan úr Djúpi. Hann hreyfir sig mjög hratt!
Hvert er fólkið?
 
sunnudagur, september 23
  Hver er Víkarinn?
Ég sagði við Krisján Jóns í gær þegar hann bað um að fá að vera viðfangsefni leiksins að þetta yrði létt. En ég bjóst samt ekki við réttu svari þetta fljótt.

Þá er komið að næsta Víkara sem ég hitti ég þessari Kópavogsferð minni í gær. Ég man eftir þeim Víkara í tveimur húsum. En hann er eldri en ég svo ég þori ekki að sverja fyrir að hann hafi ekki búið víðar í bænum, en ég man bara eftir honum í húsi við Skólastíg og svo í Brúnalandi. Ég hitti þennan mann í sundi. Ég veit ekki hver faðir hans er en móður hans þekkja allir Víkarar. Hann er fluttur úr Víkinni. Hann var alltaf kallaður þeim tveimur skírnarnöfnum sem hann ber.
 
laugardagur, september 22
  Hver er Víkarinn?
Ég þurfti að skreppa yfir heiði í dag. Í Kópavogi hitti ég fjóra Bolvíkinga. Þrjá í Smáralind, einn í sundlauginni í Salahverfinu. Einn þeirra sem ég hitti í Smáralindinni spjallaði ég við góða stund. Hann heimtaði að fá að vera sá sem spurt er um í leiknum skemmtilega - Hver er Víkarinn.

Spurt er um Víkara sem ég er sæmilega kunnugur.
Spurt er um Víkara sem gerir sér ferð í Smáralindina á laugardagseftirmiðdegi.
Hann les greinilega þessa síðu af og til.
Hann hefur búið í tveimur húsum í Bolungavík.
Ættir okkar koma ekki saman fyrr en í 6. lið - gegnum móður hans en föður minn. Formóðir okkar bjó í Grunnavík. Hún lést á nýársdag árið 1855.
 
miðvikudagur, september 19
  Einn dans við mig

Mig vantar lagið Einn dans við mig með Hemma Gunn.
Getur einhver sent mér það?
karlinn@simnet.is
 
þriðjudagur, september 18
  Musik
Þetta var fínt ball á laugardaginn.
Ég spilaði allt ballið með hljómsveitinni á mandólín. Mér finnst svo gaman að spila sveitaballaslagarana á mandólín með hljómsveit. Þetta er náttúrulega mikill lúxus að vera svona session-maður. Það hvílir ekki á manni önnur ábyrgð en sú að klúðru engu fyrir bandinu sem er búið að hafa fyrir því að æfa lög og ákveða hvernig eigi að byrja þau og enda. Vonandi að ég komist í það fljótlega aftur að spila sem session-mandólínisti með góðri ballhljómsveit.

Ég spilaði á Selfossi fyrr um kvöldið í veislu. Þar var ég einn. Það getur verið erfitt þegar maður veit ekki alveg á hverju maður á von. Í þetta skiptið var það þannig. Ég vissi ekkert um hópinn, salinn eða fjöldann. Og ég hafði heldur ekki tök á að vera í salnum áður en ég steig á sviðið. Það tók mig góðan tíma að komast í gírinn en það tókst fyrir rest að finna hvað fólkið vildi og það fór svo að ég yfirgaf ekki svæðið fyrr en eftir 3 uppklappsnúmer. Þetta var merkilegur áfangi á tónlistarferlinum. Þarna var ég í fyrsta sinn að koma fram sem trúbador á vegum opinberrar umboðsskrifstofu. Sjá hér: www.sonus.is.

Nú er þessi bransi að komast á fullt aftur eftir nokkurt hlé. Ég spila fyrir hóp frá norsku fyrirtæki sem kemur hingað í hvataferð um næstu helgi. Svo verður eitthvað um trúbadorgigg. Kórinn hefur svo vetrarstarfið á morgun með fyrstu æfingu.
 
laugardagur, september 15
  Réttadagurinn

Það er réttað í Tungunum í dag. Þetta er stóri dagurinn. Við þennan dag er tímatal almennings miðað. Vetrarstarf félaganna fer af stað eftir réttirnar. Nýtt tímabil hefst í dag. Fyrsta kóræfing þessa starfsárs verður á miðvikudaginn.

Skálholtskórinn stendur fyrir réttardansleik í Aratungu í kvöld. Síðstu tvö ár hef ég verið að spila með Bleki & byttum á þessu balli, en í kvöld verður önnur hljómsveit sem stýrir gleðinni. Það er hljómsveit sem heitir Leynibandið. Þeri æfa sig heima hjá einum meðlimanna sem býr á bænum Leyni í Laugardal. En þótt Blek og byttur spili ekki í kvöld ætla ég samt að taka aðeins í. Spila með sveitinni á mandólín einhvern hluta dagskrárinnar. Mér finnst svo gaman að spila svona dansmúsík á mandólín. Farinn að hlakka til.

Á ekki að skella sér á réttarball?

Ég byrja kvöldið með því að skemmta á árshátíð á Selfossi, svo bruna ég uppeftir á ballið. Gréta ætlar aftur á móti að vera heima og taka á móti gestum sem hún hefur boðið heim fyrir ballið, svo á hún vafalaust eftir að láta til sín taka á dansgólfinu í alla nótt. Krakkarnir verða hjá Gilla og Þóru á Selfossi.

Nú erum við að fara í réttirnar. Upplifa stemninguna og vera með börnunum innan um hesta, hunda og kindur.
 
fimmtudagur, september 13
  Í takt við tímann?
Í mínu sveitarfélagi er ekkert verið að ganga frá götum eða steypa gangstéttar. Opin svæði eru brún af drullu og grá af ryki. Í þokkabót er skiulag lagnamála með þeim hætti, eins og víða annars staðar, að hvert fyrirtæki og hver stofnun sem koma vill kapal eða röri ofan í jörð, grefur til þess skurð. Gatan sem ég bý við hefur verið grafin upp 5 eða 6 sinnum á þremur árum.

Í þurrkatíð þarf að skola ryki úr fötum og sópa því af gólfum, hillum og borðum. Í vætutíð eru baðherbergið, þvottahúsið og bílskúrinn undirlögð af fatnaði sem ýmist er verið að skola drulluna úr eða hanga þar til þerris.

Í litlu botnlangagötunni sem ég bjó við í Víkinni var lengi beðið eftir malbiki og gangstétt. Svoleiðis framkvæmdir höfðu víða verið gerðar um bæinn áður en kom að Holtastígnum. En þar voru steyptar gangstéttar og gatan malbikuð sumarið sem HM í fótbolta var haldið á Spáni. Það var árið 1982. Það eru 25 ár síðan. Í Biskupstungum líður mér stundum eins og ég sé kominn aftur til fortíðar.

Hringur minn og vinur hans, Alex Bjarni, eru duglegir að leika sér úti. Hér eru myndir af þeim.



 
miðvikudagur, september 12
  Kamilla (minningarkvæði)

Var að leita að nótum sem Gréta var búin að troða í plastpoka og svo inn í skápinn minn. Fann þær - en líka glósur frá námskeiði sem ég sótti til Bergen um árið. Þar var ég þegar páfagauknum á heimilinu fannst honum ógnað af ryksugustútnum og lagði til atlögu sem endaði með dauða hans sjálfs. Ég fékk tíðindi af atburðunum símleiðis. Sat þá á gamalli Krá í hansakaupmannshúsi ásamt Sæmundi nokkrum Helgasyni, Björgvini vini mínum og Kristínu sem var fararstjóri íslensku kennaranna á námskeiðinu. Gréta og Hákon minn skældu bæði, en Sæmundur og Bjöggi hlógu svo mikið að það lá við að kalla þyrfti á sjúkrabíl. Páfagaukurinn sem við kölluðum Kamillu, var lagður í frysti og síðar var hann fluttur til Bolungavíkur þar sem hann var grafinn. Og í glósunum leyndist kveðskapur.

Mér sýnist á þessu að ég hafi látið mér fátt um finnast. Bara notið stundarinnar þarna á kránni.
Undir mildum og notalegum áhrifunum af bergenska Hansabjórnum urðu til þessar limrur.

Ákaft í þorpsölið þyrsti
þegar ég Kamillu missti.
Í angist og sorg
í útlendri borg
þegar fuglinn var lagður í frysti.

Slíkt bögg er í Bergen til vansa
svo ég bæti á mig yndælum Hansa
og ég fíla það flott
og mér finnst það svo gott
að bráðum ég byrja að dansa.
 
  Bragi enn við sama heygarðshornið
Helvískur Hnífsdælingurinn aftur farinn að derra sig!
 
laugardagur, september 8
  Víkarar athugið!
Getur verið að einn markaskorari U-19 ára landsliðs Íslands í leiknum gegn Skotum í dag, Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki, sé ættaður úr Bolungavík?
 
  RÚV sýnir frá HM í knattspyrnu kvenna
Fyrir nokkrum árum fjallaði ég um það hér á síðunni að ég teldi það í verkahring Ríkisútvarpsins sem menningarmiðils Íslands að sýna í Sjónvarpinu frá viðburði eins og Heimsmeistaramótinu í kvennaknattspyrnu. Ætli það hafi ekki verið fyrir fjórum árum síðan. Þegar síðasta keppni var haldin. Mér fannst þessu eitthvað illa sinnt í fjölmiðlunum. Nú gerist það aftur á móti að RÚV ætlar að sýna nokkra leiki frá mótinu sem er nú haldið í Kína. Ég fagna því.

Það má reikna með að áhuginn á kvennamótinu sé minni en á karlamótinu og þess vegna ólíklegt að miðill, eins og rándýra íþróttarásin á Íslandi, sem setur allt sitt á auglýsingatekjur, sýni frá því. En hlutverk RÚV er ekki aðeins að skýra frá stórviðburði á sviði menningar, eins og HM er, heldur líka að leggjast á sveif með íþróttahreyfingunni í landinu og gera sitt til að viðhalda og efla áhuga ungs fólks á íþróttum, hreyfingu og heilbrigði. Stelpurnar þurfa fyrirmyndir.

Sjálfsagt hafa liðsmenn kvennalandsliðsins haft mest um það að segja að sýnt er beint frá þessu stórmóti í knattspyrnu. Með góðum árangri síðustu ár, dugnaði við að vekja athygli á leikjum liðsins og fyrirmyndarframkomu innan vallar sem utan, hafa þær lyft grettistaki í kvennaknattspyrnunni á Íslandi og aukið áhuga þjóðarinnar á kvennaknattspyrnu. Þegar landsliðið er eins gott og íslenska kvennalandsliðið er um þessar mundir hefur það áhrif á áhuga almennings og íþróttafélaganna að standa vel að baki stelpum sem leggja stund á keppnisíþróttir.

Það þarf að hengja fálkaorðu á einhvern fulltrúa þessara stelpna í landsliðinu. Þær hafa unnið þjóðinni gagn.
 
föstudagur, september 7
  Gréta Gísladóttir, myndlistarmaður kynnir...

... nýju heimasíðuna.
Slóðin er: http://web.mac.com/gretagisla

Þeir lesendur Tilraunavefsins sem nenna að skoða síðu listamannsins eru beðnir um að láta mig vita ef þeir sjá annmarka á síðunni eða hafa ábendingar um efnistökin, flokkun myndanna eða hvaðeina sem gæti orðið að gagni til að gera síðuna sem aðgengilegasta og fallegasta, hvort sem tilgangurinn er kynning á listamanninum eða sala málverka.

karlinn@simnet.is
eða
gretagisla@mac.com
 
þriðjudagur, september 4
  Um fótboltalandsliðið
Guðjón Þórðarson segir á vefsíðu ÍA að honum finnist að Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, eigi að vera í landsliðshópi Íslands sem mætir Spánverjum og N-Írum á næstu dögum. Þar er ég sammála Guðjóni. Og ég sakna líka Stefáns Gíslasonar úr hópnum.

En það verður spennandi að sjá hvort nýliðinn Ágeir Gunnar úr FH fái tækifæri í þessum leikjum. Ég hef lítið séð til hans en hann skorar mikið og það eru oft mörk þar sem hann er fyrstur á boltann þar sem hann dettur einhversstaðar dauður í teignum. Leikmaður sem hefur nef fyrir þessu á að vera í landsliði, jafnvel þótt hann geti lítið annað. Við þurfum ekki nema að nýta okkur einn svona séns til að vinna Spánverja.
 
sunnudagur, september 2
  Norah í Höllinni

Norah Jones heldur tónleika í Höllinni í kvöld. Ég hafði ætlað mér á þessa tónleika en var of seinn að tryggja mér miða. Það var orðið uppselt svo fljótt. Norah og félagar hennar í The Handsome Band kveiktu áhuga minn á country tónlist. Ég hafði yfirleitt litið á þetta sem það allra hallærislegasta af öllu hallærislegu. En það er með þessa tónlist eins og alla aðra tónlist að þeir sem flytja hana þurfa að vanda sig eins mikið við þann flutning og flutning allrar annarrar tónlistar. Og þetta fólk kann til verka. Ég sá tónleika í sjónvarpinu með Noruh og bandinu hennar og heillaðist af færni þeirra og nálgun. Þetta eru allt frábærir hljóðfæraleikarar og útsetningar þeirra eru oft algrjörlega brilljant. Ekki yfirhlaðnar og ekki leiðinlegar. Bara akkúrat eins og hæfir hverju lagi. Og síðan er ég farinn að gefa countymúsík séns og fíla bara margt af því. Mér finnst mjög gaman að spila country.

Á síðasta ári lék ég inn á plötu, tók upp og útsetti, í félagi við annan mann, eitt lag eftir Noruh. Það var lagið Sunrise. Margt tókum við nú beint úr útsetningu The handsome band en sumt gerðum við öðruvísi. Síðastliðinn vetur lék ég svo með hljómsveit útsetningu eftir Noruh Jones á lagi eftir Dolly Parton. Það var mjög skemmtilegt.

Ég óska ykkur sem farið á þessa tónleika í kvöld góðrar skemmtunar.
 
laugardagur, september 1
  Önnur góð sýning
Loksins setur Öddi færslu á Mugisonvefinn. Hann hefur fundið upptökur frá Kaupþings tónleikunum á Vellinum inni á Youtube. Það er linkur hér til hægri á síðunni og svo má líka smella á fyrirsögnina hér uppi. Þetta er flott hjá strákunum!
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]