Tilraunavefurinn
miðvikudagur, ágúst 30
  Gæðatími
Ég var að breyta til í starfi mínu í skólanum. Þennan veturinn verð ég ekki umsjónarkennari. Það getur verið erilsamt starf að vera umsjónarkennari og það getur tekið á sig myndir, vegna þeirrar ábyrgðar sem því fylgir, sem eiga ekkert endilega mikið skylt við kennslu. Í vetur er ég faggreinakennari. Ég kenni íslensku (og reyndar tungumál í forföllum í tvo mánuði) á unglingastigi og svo kenni ég tónmennt í öllu árgöngum. Ég hef talsverða reynslu af íslenskukennslu á unglingastigi og hef haft áhuga á öllu sem henni tengist lengi. Svo það er mér létt verk, að kenna íslenskuna og halda utan um það allt saman. En ég er næstum því nýgræðingur í tónmenntinni og það er heilmikil áskorun að takast á við hana. Og það tekur sinn tíma, en mér finnst það mjög skemmtilegt.

Fyrstu dagana í þessu breytta starfi hef ég komið fyrr heim á daginn en ég var vanur. Og þessi tími, milli hálfsex og sjö, er alveg frábær til að verja með krökkunum og konunni. Reyndar verða krakkarnir stundum þreyttir og pirraðir á þessum tíma, en þau hafa verið svo hress þessa daga. Voðalega gaman.
 
sunnudagur, ágúst 27
  Emilía Rakel

Emilía Rakel
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Lesendur síðunnar muna e.t.v. einhverjir eftir því að um jólin síðustu var systurdóttir Grétu í USA í hjartaaðgerðum. Hún er öll að braggast. Hér er mynd sem var tekin af henni í veislu heima hjá henni í dag. Sæt stelpa.
 
laugardagur, ágúst 26
  Hvað gerðirðu það oft?
Baldur Smári fær fjöður í hatt sinn fyrir spurningu vikunnar á vefnum www.vikari.is.
Hún er mjög góð að þessu sinni?
 
  Textagetraun
Þessi getraun er tileinkuð Hávarði hnéskelsbrotna.

Nafn lags og flytjanda í kommentin!

1)
But the sun's been quite kind, while I wrote this song
It's for people like you that, keep it turned on   

2)
I'm never gonna dance again, Guilty feet have got no rhythm,

3)
Winter, spring, summer or fall, all you got to do is call,
And I'll be there, yeah yeah yeah....

4)
I don't be lieve you; you're not true
No one could look as good as you

5)
How could they know just what this message means,
The end of all my hopes, the end of all my dreams,
 
  Það er verið að reyna að hressa upp á þetta


Þetta er ég. Ég er að reyna að setja mynd af mér í prófílinn minn á þessari síðu. Þá sýnist mér að ég verði að hafa vistað hana hér inni fyrst. Svo er ég líka að reyna að búa til LINKA-lista. Ég kann það ekki.
 
  Á hestbaki

Góðir vinir
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hér eru Perla María og Matthías Emil á hestbaki. Þau eru góðir vinir af leikskólanum. Þarna bauð Matthías vinkonu sinni á bak heima hjá honum í Miklaholti.
 
fimmtudagur, ágúst 24
  Börnin orfa lautina
Sá flott nýyrði um daginn á bloggi íslenskukennara úr FVA. Hann benti á að unglingar í unglingavinnunni geri í dag greinarmun á því að slá með slátturvél og bensíndrifnu orfi. Annars vegar slá þeir, hins vegar orfa þeir. Mér finnst þetta gott.
 
  Opið
Frændi minn einn, afbragðssnjall náungi og rúmlega vel ritfær, vakti mig til umhugsunar um ljótt orðaval í ákveðnu sambandi. Hann skrifar fréttir og tilkynningar á eina af uppáhaldsvefsíðunum mínum. Hann les þetta örugglega og ég vona að hann geri bragarbót á nýlegri færslu.

Fyrir nokkrum árum fóru verslunarmenn að troða ambögunni „opnunartími" í tungumálið, í þeirri merkingu að það væri sá tími sem verslunin væri opin. Málverndunarsinnar bentu þá þegar á að nær væri að nota orðið „afgreiðslutími" í staðinn, því opnunartími væri í raun annaðhvort sá tími dagsins þegar dyrnar eru opnaðar, t.d. „Opnunartíminn er klukkan 10:00", eða sá tími sem það tekur að opna dyrnar; „Opnunartíminn í morgun var 5,17 sekúndur". Á þetta var m.a. bent á mjólkurfernu fyrir svona 12 árum. Ég hef oft skipt mér af þessari orðanotkun og oft hefur verið tekið mark mér og auglýsingar verið bættar til hins betra.

Þá stendur ýmist eitthvað á þessa leið:
„Afreiðslutími er virka daga milli 12:00 og 17:00".
„Opið virka daga milli 12:00 og 17:00".
Eða:
„Opið sem hér segir: Virka daga milli 12:00 og 17:00".

Hafið þetta í huga.
 
miðvikudagur, ágúst 23
  Útreiðar
Það hefur verið nokkuð um útreiðar upp á síðkastið. Krakkarnir hafa farið tvisvar á bak á síðustu dögum. Síðast í dag. Sjálfur fór ég svo í bráðskemmtilegan reiðtúr með söngfélaga mínum úr bassanum í Skálholtskórnum. Hann býr hér í efri byggðunum í eystri tungunni. Þar er fallegt um að litast og við fengum gott veður. Það gerist ekki betra.

Ég er nú enginn hestamaður, en það er virkilega gaman að komast svona á bak. Ég hafði ekki komið á hestbak í mörg ár. Já.

Við Hákon renndum svo fyrir fisk í smástund í gærkvöldi, hérna í bæjarlæknum á næsta bæ. Við urðum varla varir í þetta skiptið. Stefnan er sett á almennilegan veiðidag áður en haustar að ráði. Þetta er sveitalífið.
 
þriðjudagur, ágúst 22
  Biggi og Öddi
Biggi Olgeirs er með blogg þar sem hann hefur til sýnis flott nýlegt myndband af Mugison tríó á tónleikum. Tékkið á því. Mér finnst þetta algjör snilld! Smellið bara á fyrirsögnina.

Þess má geta að Biggi og Öddi Mugison tengjast með ýmsum hætti. Þeir eru báðir söngvarar og gítarleikarar, þeir eru báðir Bolvíkingar, þeir hafa hermt það eftir feðrum sínum að spila og syngja og feður þeirra eru bestu vinir. Það er nefnilega það.
 
mánudagur, ágúst 21
  Í 141

Bíllinn hans afa
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Amma gaf Örvari, mági mínum, þennan bíl. Nú er hann búinn að flytja hann heim í skúrinn til sín í Hafnarfirði og ætlar að hressa upp á hann. Hann hefur staðið ónotaður inni í herbergi í kjallaranum hjá ömmu lengi. Síðast þegar ég man eftir honum á götunum var þegar ég fermdist. Þá var hann tekinn út og Atli ók honum í kirkjuna. Það var í maí 1987.

Þetta er flottur bíll. Ég hlakka til að sjá hann á götum Hafnarfjarðar.
 
  Komin lausn á trommaragetrauninni
Hávarður kemur svo sterkur til leiks í getrauninni hér að neðan að mig langar að fara að skella á ykkur nýrri tónlistargetraun. Það var ekkert smá gott hjá honum að þekkja trommarana. Hann hlýtur að vita miklu fleira. Sjáum til.
 
föstudagur, ágúst 18
  Trommarar


Ég hef verið að taka upp trommara. Þessir tveir hafa spilað fyrir mig í þessum mánuði.
Hver þekkir þessa trommara? Sá sem getur nafngreint þá báða fær bjór í mínu boði næst þegar ég hitti hann á bar!
 
  Ást í Víkinni
Á Ísafirði rífst fólkið í bæjarpólitíkinni vegna ekki neins. Það er kominn upp svona dæmigerður pólitískur sandkassaleikur þar sem allt fer í háa loft vegna einhvers sem skiptir íbúana ekki neinu. Þetta þykja mikil tíðindi og á vefsíðu BB eru af þessu fréttir og sýnist sitt hverjum. Á meðan eru einu fréttirnar úr Víkinni af ástarvikunni og hátíðarhöldum vegna komu nýja bæjarstjórans. Svona þyrfti þetta alltaf að vera: Að á meðan menn hnakkrífast út af engu á Ísó séu Bolvíkingar bara að chilla í sátt og samlyndi og elskast. Þetta heitir að skapa sveitarfélaginu jákvæða ímynd, - er það ekki?
 
sunnudagur, ágúst 13
  Önnur tilvitnun
Páll Ásgeir Ásgeirsson um Sigurrósartónleikana á Miklatúni um daginn:

„Ég hef aldrei almennilega náð sambandi við þessa erkitónlist krúttkynslóðarinnar en get svosem alveg sett upp lopahúfu á góðum degi og horft dreymandi og álfslega út í loftið meðan ofurhægir spiladósartónar líða um loftið.

Ég held að þegar verður gerð kvikmynd við tónlist af þessu tagi þá muni hún fjalla um átakanlega sorglegt líf lítillar fatlaðrar hafmeyjar sem getur ekki synt nema í hringi. Myndin gerist í angurværum draumi neðansjávar og er sýnd mjög mjög hægt." (http://malbein.net/pallasgeir/)
 
  Tilvitnun
„Sjálfur stend ég annars enn við þá spá mína að næsta ríkisstjórn verði skipuð Sjálfstæðisflokki og VG. Það eru einfaldlega einu flokkarnir sem hafa skýra stefnuskrá og eiga sitt ekki undir tækifærismennsku og atkvæðaveiðum meðal óákveðinna á miðjunni." (www.orri.org)

Við vinirnir erum alla vega sammála um þetta. Eins og talað úr mínum munni!
 
  Skorað og skorað
Biksup, félagið sem ég spila með í Sunnlensku deildinni, lék tvo leiki um helgina. Ég spilaði báða leikina (fyrir þá sem áhuga hafa á því þá leik ég djúpt á miðjunni í 3-5-2). Á föstudagskvöldið sigruðum við Jegermaster í Árnesi 10-1 og þá skoraði ég tvisvar, fyrst úr víti og svo hirti ég boltann úr þvögu í teignum og negldi honum í markið. Áðan var svo leikið gegn einhverju öðru liði í bleikum treyjum og skotapilsum. Við unnum 6-4. Ég skoraði ekki mark. Þessi mörk sem ég setti á föstudaginn eru fyrstu mörkin sem ég skora í fótboltaleik síðan í maí 2000. Þá skoraði ég eitt mark fyrir Fire höje idrætsforening gegn einhverju liði úr þorpi sunnan við Horsens.
 
  Nýjar myndir á MYNDASÍÐUNNI

Í Skálavík
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Ef þig langar að skoða fleiri myndir skaltu smella á þessa mynd, þá kemstu inn á myndasíðuna mína á Flickr.
 
laugardagur, ágúst 12
  Boltablogg #5
Tækling númar 2

Á malarvellinum heima sat ég oft á varamannabekknum sumarið 1991. Stundum var ég sendur inn á. Stundum inn á miðjuna en oftar í vörnina. Það er erfitt að koma inn á sem varamaður þegar maður er settur í vörnina, því þar má ekkert klikka og það þarf mikla einbeitingu og eiginlega verður maður að vera í sambandi við leikinn, anda með leiknum. Það er auðveldara að koma inn á í aðrar stöður því þar getur maður hlaupið sig og djöflast inn í leikinn og náð fljótt að komast í takt við hina leikmennina, samherja og mótherja.

Í þessum leik var ég sendur inn á og í vörnina. Og af því að það er erfitt og af því að ég hef alltaf verið svo laus við allt keppnisskap, þá hljóp ég inn á völlinn ákveðinn í því að vera snöggur að koma mér í takt við leikinn og reyna að ná mér upp svolitlu brjálæði og vera harður í horn að taka. Ég varð alltaf að gera mér upp þennan hugsunarhátt, því miður.

Skiptingin fór fram þegar mótherjar okkar áttu innkast við vítateig okkar. Ég hljóp inn í teiginn okkar og fór beint í að dekka senterinn sem stóð inni í teignum okkar. Boltanum var varpað inn í teiginn á þennan sem ég var að dekka og ég svona ákveðinn í að vera harður í horn að taka dúndra aftan í kálfann á gæjanum. Hann steinliggur, æjar þessi ósköp og kveinar. Heimtar víti og rautt spjald og ekki veit ég hvers vegna dómarinn sleppti því að dæma víti og reka mig af velli. Það hefði verið stutt gaman fyrir mig.
 
fimmtudagur, ágúst 10
  Boltablogg #4
Tæklingar

Ég hitti kaupfélagsstjórann á Ísafirði og hann sagðist hafa gaman af boltablogginu. Það fyllti mig metnaði og ég blogga meira um boltann og mig. Ég ætla að rifja upp tvær eftirminnilegar tæklingar.

1. Við Bolvíkingar tókum ekki þátt í neinu móti og höfðum ekki gert í nokkur ár. Ég var ekki nema svona 15 ára sirka. Við strákarnir og karlarnir sem höfðum gert það að gamni okkar að hittast vikulega eða tvisvar í viku og skipt í tvö lið á malarvellinum á Hreggnasanum fórum inn á Ísafjörð og lékum gegn Old Boys hjá ÍBÍ. Völlurinn á Ísafirði, sem hafði verið alveg ágætur, var farinn að láta á sjá og það voru stórir sand- og malarblettir í honum og þúfur hér og þar. Ég var hafsent í þessum leik. Einhverntíma í leiknum kemur sending í gegnum miðjuna hjá okkur, jarðarbolti, og boltinn stefnir beint á mig. Á eftir boltanum hleypur Gummi Þorkels, sem þá var nýorðinn kennari á Ísafirði. Hann var kominn af léttasta skeiði og var með góða vömb. Ég mat stöðuna þannig að til að verða á undan Gumma í boltann yrði ég að renna mér í boltann og það geri ég, bara beint á hann með sólann á undan mér. Þetta hefði verið allt í lagi og alveg tær tækling beint í boltann ef ég hefði ekki rekið löppina sem ég hafði á undan mér í þúfu á vellinum þannig að hún skaust þetta 30 cm frá jörðinni, yfir boltann og beint í sköflunginn á karlinum. Hann svoleiðis sveif í boga yfir mig og lenti með þungum dink í sandinum. Ég skammaðist mín alveg svakalega og Guðmundur var alveg brjálaður, ég reyndi eitthvað að segja mér til málsbóta en vissi að þetta hafði litið illa út og ekki nokkur leið að fá einhvern til að trúa því að þetta hafði verið óviljaverk. Dómarinn sýndi mér gula spjaldið og mig minnir að hann hafi hlegið, þetta var svo klaufalegt brot (enda átti þetta alls ekki að verða brot) að hann hefur ekki haft brjóst í sér að sýna mér rautt spjald, sem ég hefði náttúrulega átt að fá að sjá.

Þessi færsla er orðin svo löng að ég spara mér hina tæklinguna til betri tíma.
 
þriðjudagur, ágúst 8
  Drengurinn & þorpið
Mamma las það sem ég skrifaði um Víkina mína fyrr í dag og hún sagðist hafa tárast, því þetta hefði verið svo fallegt. Og svo minnti hún mig á línur úr Þorpinu eftir Jón úr Vör, því snilldarverki. Þær eru einhvernveginn á þennan veg:

Það er hægt að fjarlægja drenginn úr þorpinu
en ekki þorpið úr drengnum.

Mér þykja þessi orð eiga vel við.
 
  Brúðkaupið í Bolungavík
Við höfum verið fyrir vestan. Anna Svandís var að gifta sig. Við vorum þar. Krakkarnir hafa gert eitt og annað hér vestra. Í gær var farið í Raggagarð í Súðavík. Hákon og Gabríel (sem kom með okkur) fóru að veiða í Vatninu, þeir hafa farið mikið í sund og svo fórum við rennblauta fjöruferð í Skálavík.

Víkin mín er alltaf flott. Ég fór í göngutúr eina nóttina, bara einn. Það var alveg frábært. Þá er svo kyrrt og hljótt og ég verð einhvernveginn sjálfur þessi bær og hann verður ég.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]