Skorað og skorað
Biksup, félagið sem ég spila með í Sunnlensku deildinni, lék tvo leiki um helgina. Ég spilaði báða leikina (fyrir þá sem áhuga hafa á því þá leik ég djúpt á miðjunni í 3-5-2). Á föstudagskvöldið sigruðum við Jegermaster í Árnesi 10-1 og þá skoraði ég tvisvar, fyrst úr víti og svo hirti ég boltann úr þvögu í teignum og negldi honum í markið. Áðan var svo leikið gegn einhverju öðru liði í bleikum treyjum og skotapilsum. Við unnum 6-4. Ég skoraði ekki mark. Þessi mörk sem ég setti á föstudaginn eru fyrstu mörkin sem ég skora í fótboltaleik síðan í maí 2000. Þá skoraði ég eitt mark fyrir Fire höje idrætsforening gegn einhverju liði úr þorpi sunnan við Horsens.