Tilraunavefurinn
miðvikudagur, júlí 21
  Flutningar
Nú er verið að ganga frá öllu ofan í kassa og áætlað að flytja að kveldi miðvikudagsins 21. júlí. Atli bróðir verður á vörubílnum og svo verða valinkunnir kappar, annálaðir fyrir afl og dugnað, í burði. Sennilega verða liðin tvö: Eitt á Skaga og annað í Tungunum.

Það verður hlé á bloggi um nokkurn tíma vegna þessara flutninga.

Verði því sæl að sinni.

kalli
 
föstudagur, júlí 16
  Þá er það búið í bili
Máleríinu er lokið og við taka flutningar. Ég ákvað með skyndi í dag að líta við í Reykholti til að tékka á stöðunni á þessu húsi sem við eigum að flytja inn í þann 23. júlí. Þar á margt eftir að gera svo ég hljóp inn á skrifstofu hreppsins og náði þar sambandi við afskaplega almennilegt fólk sem sýndi mér staðinn og reyndi að ráða úr þeim vanda sem blasir við þegar við verðum búin að afhenda íbúðina okkar á Akranesi og höfum ekki í nein hús að venda. Það virðist vera komin lausn á þessu sem hægt er að sætta sig við með þeim hætti að líta á ákveðið millibilsástand sem nokkurskonar útilegu.

ég var ekki kominn heim fyrr en um tíuleytið í kvöld svo ég nenni nú varla úr þessu að aka vestur til Bolungavíkur. En ég fer af stað þangað snemma í fyrramálið.

Góðar stundir,
Kalli
 
mánudagur, júlí 12
  Göngutúrinn
Já ég fékk mér göngutúr í góða veðrinu á laugardagskvöldið. Niður við Akraborgarbryggju var mikill mannfjöldi að skemmta sér. Það kostaði 200 kr. inn á svæðið svo þangað leit ég nú ekki inn en fyrir utan var töluverður fjöldi fólks. Þar voru náttúrulega margir af þeim krökkum sem ég hef verið að kenna og meira að segja nokkrir af "mínum krökkum". það var ekki alveg félagsskapurinn sem ég hefði valið mér til að skemmta mér með við þessar aðstæður. ég tók strikið heim og sofnaði snemma.

Á sunnudaginn fór ég svo í bíltúr til systkina Grétu en þau voru í Skorradal í sumarhúsi. Þaðan fór ég í Borgarnes og hitti Lalla frænda minn og Hugrúnu og stelpurnar þeirra. Það fór náttúrulega þannig að eina máltíð fékk ég í Skorradal og aðra í Borgarnesi þannig að ekki fór mikið fyrir eldamennskunni eða innkaupum þessa helgina!

Kveðja,
Kalli
 
sunnudagur, júlí 11
  Einn geimur
Ég var að vinna í dag þangað til það gerði myndarlega skúr á Seltjarnarnesinu. Þá skrapp ég austur í Reykholt til að tékka hvernig gengur að reisa húsið sem ég á að flytja inn í eftir þrettán daga. Það er risið, en inni er lítið farið að gera. Á eftir að reisa milliveggi og setja skápa og innréttingar og allan pakkann. Það verður nóg að gera þar í næstu viku.

Ég skellti mér svo í sund þarna í Reykholti. Þar var svo margt fólk í sundi að ég lét nægja að dífa mér rétt aðeins ofan í heitan pott. Svo leit ég aðeins inn hjá tengdapabba og Þóru á Selfossi. Þar fékk ég að borða eins og stundum hefur gerst áður. Nú var ég að koma heim og lífið á götunum á Akranesi er svo fjörugt að mig langar hreinlega að fá mér miðnæturgöngu. Ætli ég skelli mér ekki út á eftir og rölti aðeins niður á bryggju þar sem Skagamenn og gestir þeirra skemmta sér nú við undirleik Papanna og Skítamórals. Ég nenni nú samt ekki á ball en göngutúr gæti verið málið.

Bless,
Kalli
 
laugardagur, júlí 10
  Alltaf á vellinum
Já ég hef verið að munda pensilinn suður á Seltjarnarnesi síðustu daga. Oftast hef ég nú farið heim að loknum vinnudegi en ég hef sumar nætur fengið að halla mér heima hjá bróður mínum. Og nú er ég búinn að sjá þrjá leiki með Danna frænda og félögum í Val. Þeir hafa ekkert getað og Danni setið á bekknum í þeim öllum. Hann hefuyr reyndar kom við sögu í öllum þessum leikjum og staðið sig svona sæmilega, en ekki meira en það þó!

Þetta er skrítið lið þetta Valslið. Þeir eru með langsterkasta mannskapinn en tapa nú tveimur í röð gegn slökustu liðum 1. deildar og voru stálheppnir að ná sigri á Þrótti í bikarnum. Samt er alltaf sama taktíkin leikinn og sömu leikmennirnir sem leika. Undarlegt mál! En þetta er svo sem ekkert nýtt að þjálfarar hafi trú á þeim mannskap sem þeir hafa ákveðið að veðja á.

Nú er vika eftir í þessari málningarvinnutörn. Þá tekur við að sækja konuna og börnin sem hafa dvalið fyrir vestan og flytja í sveitina.

ókeibækalli
 
sunnudagur, júlí 4
  Aftur í Víkinni
Þá er ég aftur kominn í Víkina. Ég fékk heimsókn frá Danmörku og ég sýni gestum mínum Vestfirði þessa helgina. Þeir höfðu líka áhuga á að sjá fjölskyldu mína sem hefur verið í Bolungavík. Á mánudaginn verður aftur haldið suður og unnið í tvær vikur til viðbótar.

Perla María hefur greinilega gott af dvölinni hér vestra, henni fer mikið fram í að tala, enda eru þau pabbi og mamma dugleg að vera með henni og strákunum. Hún lærir af þeim.

Það er ekki mikið blogg-stuð á mér núna svo ég ætla að láta þetta duga að sinni.
Sæl og bless,
Kalli
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]