Tilraunavefurinn
miðvikudagur, ágúst 29
  Frábær sýning
Hér er linkur á uppistandara sem sýnir glæsilegt atriði. Það liggja sko margar stundir að baki þessum fimm mínútum.

Ég rakst á þetta á síðu gamals kunningja míns af Skaganum.
 
sunnudagur, ágúst 26
  Leikir kvöldsins
Spá mín um úrslit leikjanna í úrvalsdeild karla í kvöld:
Ég hef svo til ekkert fylgst með þessu í sumar svo spáin er ekki byggð á neinn vitneskju um liðin. Þetta er bara það sem ég ræð í það sem ég hef lesið um leikina í blöðunum.

Keflavík - Valur
3 - 1

KR - ÍA
0 - 0 eða (1 - 0)

Breiðablik - Víkingur
3 - 2

Fylkir - FH
2 - 4

Fram - HK
2 - 0
 
  Af vegagerð og tengingu byggða
Það myndi styrkja byggðina hér í uppsveitunum mikið að fá veg yfir Hvítá sem lægi nálægt byggðakjörnunum í Reykholti í vestri og Flúðum að austanverðu. Vonandi gerist þetta fljótt. Bráðnauðsynlegt er svo að fara drífa í gegn góðan Gjábakkaveg (milli Laugarvatns og Þingvallavatns). Báðar þessar framkvæmdir eru á áætlun en aðrar hafa fengið forgang. Gjábakkavegurinn er umdeildur vegna áhrifa hans á vatnasvæði Þingvallavatns og þjóðgarðsins. Hver einasta ákvörðun sem hefur verið tekin í sambandi við þá vegargerð hefur verið kærð. Það tefur framkvæmdir og á kannski eftir að koma algjörlega í veg fyrir þær. Um veginn yfir Hvítá virðast allir vera sáttir. Ég veit ekki hvað tefur lagningu hans. Sennilega eru það vegaframkvæmdir annars staðar á landinu sem þarf að nota peningana Ríkisins í.
 
laugardagur, ágúst 25
  Balli disco
Það eru algjörlega óborganlegar krækjur í nýjustu færslu frænda míns að vestan. Skoðið þetta.
Athugið að eftir að myndbandinu lýkur birtist listi þar sem hægt er að velja fleiri álíka skemmtileg myndbrot til að horfa á. Þetta léttir lundina á laugardegi.

Smellið bara á fyrirsögnina.
 
fimmtudagur, ágúst 23
  Leikskólagjöldin

Ég sit yfir gjaldskrám leikskóla hinna ýmsu sveitarfélaga og ber þær saman. Sá samanburður virðist ætla að verða sjálfum mér í óhag. Það er gríðarlegur munur á lægsta verðinu sem ég hef fundið og því hæsta. Ég hef ekki enn fundið neitt hærra en hér í sveitasælunni í Biskupstungum. Það stefnir í klögur og kannski greinaskrif. Ég hef aldrei leitt hugann að þessu fyrr. Launanefnd sveitarfélaga hefur lagt svo ríka áherslu á að borga okkur kennurum öllum sömu laun, hvar sem þeir eru í sveit settir. Svo ég hélt jafnvel að sveitarfélögin hefðu samræmda gjaldskrá fyrir leikskóla. En það er nú aldeils ekki raunin.

Eins og staðan er í þessari samanburðarrannsókn minni þessa stundina er gjaldið sem ég greiði fyrir tvö börn hér meira en tvöfalt ódýrasta gjaldið. Og það verð sker sig engan veginn úr, er bara fáeinum krónum lægra en verðið hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum. Kópavogur, Hafnarfjörður, Ranárþingi ytra og Bolungavík koma best út. (Þið Bolvíkingar getið unað vel við ykkar gjaldskrá.) Akranes og Borgarbyggð eru í hærri kantinum. Ég er svona að spá í hvort ég eigi að vera það kvikindi að setja Súðavík í samanburðarhópinn. Þar er ekkert leikskólagjald.
 
  Rokkbændur
Þegar ég var á rétt skriðinn á táningsaldurinn vorum við Halli vinur minn Pé, og sundum aðrir gæjar með okkur, mikið í að heimsækja vinkonur okkur í barnapíustétt, þar sem þær voru að störfum. Þetta voru stelpur eins og Jenný, Björg Hildur, Ragnhildur frænka mín og Imba. En langduglegastir vorum við að heimsækja nágranna okkar, Hildi Kristínu. Þær voru nú alltaf a.m.k. tvær saman um hvert djobb. Við vorum nú ekkert í neinum feluleik með þessar heimsóknir okkar. Við læddumst ekkert inn til þeirra í skjóli myrkurs. Það var skemmtilegast að vera mættur áður en fólkið á bænum fór á ballið. Spjalla svolítið við mannskapinn. Satt að segja hófst persónulegur kunningsskapur minn og gagnkvæm vinsemd við suma þá Bolvíkinga sem eru þetta aðeins eldri en ég sjálfur einmitt þannig.

Þessir tímar rifjuðust upp fyrir mér áðan þegar ég sá forsíðu nýjasta BB (héraðsfréttablað Vestfirðinga). Þar var nefnilega mynd af Önfirðingnum Árna á Vöðlum. Árni var í hljómsveit á þessum árum sem hét Rokkbændur. Með honum í þeirri hljómsveit var Birkir í Hrauni, móðurbróðir Hildar Kristínar. Og þegar þeir léku á dansleikjum í Víkinni gerðu þeir sig gjarnarn klára í spileríið á Holtastígnum heima hjá Hildi. Ég man hvað ég leit upp til þeirra og fannst mikils til þess koma að þeir væru að fara að skemmta á dansleik - var að sjálfsögðu farinn að stefna að því þá að gera þetta einhverntíma sjálfur. Ég man samt aldrei eftir því að hafa talað neitt við Árna. Það var nú þannig að hann þurfti nú ekki mikið að opna munninn þar sem þeir fóru félagarnir því Birkir lokaði helst aldrei sínum og þótti skemmtilegt að gantast við okkur púkana.
 
miðvikudagur, ágúst 22
  Skólabyrjun
Þá eru komnir nemendur í skólann. Hákon kominn í 5. bekk. Perla María er 5 ára og verður í skólahópi í leikskólanum. Sá hópur kemur í grunnskólann einu sinni í viku í vetur og verður í tímum þar. Það er verið að venja börnin við herlegheitin. Hákon ætlar að halda áfram í hljóðfæranámi í Tónlistarskólanum, en hann mun skipta úr Suzuki-aðferðinni yfir í hina hefðbundnu leið. Perla María ætlar svo að byrja í Suzuki. Þau verða bæði á fiðlu. Ég verð að kenna tónmennt, bæði hér í Reykholti og að Laugarvatni. Gréta verður að kenna í leikskólanum. Hún hefur bætt við sig vinnu frá í fyrra. Verður fyrir hádegið alla daga og svo tvo heila daga. Svo verður hún áfram að sinna myndlistinni í bílskúrnum.
 
sunnudagur, ágúst 19
  Spenningur
Nú bíð ég spenntur eftir því hvort ákveðinn félagi úr músíkklíkunni fari ekki að hóa saman mannskap í svolítið samspil. Ég þarf tilefni til að nota nýja mandólínið. Það kom í síðustu viku. Mér líst reglulega vel á gripinn. Það er þæglegt að spila og hljómurinn er fallegur.
 
laugardagur, ágúst 18
  Tónleikar í sjónvarpi, falskar munnhörpur og dagurinn í dag
Það var gaman að hafa tónleikana á Laugardalsvellinum í sjónvarpinu. Á köflum sat ég álíka stjarfur yfir þeim og svipuðum tónleikum sem haldnir voru á Arnarhóli í ágúst 1986. Þá var MX 21 flottasta bandið. Í gær var það Mugibandið sem heillaði mig mest. Ég les á moggabloggum hjá hinum og þessum að Stuðmenn féllu ekki í kramið. Ég fór bara að spila tövuleik við Hákon þegar þeir komu. Ég gat bara ekki horft upp á þetta - þetta var ekki einu sinni fyndið - nema að væntingar mínar og margra annarra skulu vera á þessa leið - að við bara sættum okkur ekki við svona Stuðmenn. En auðvitað geta Stuðmenn flutt tónlist sína eins og þá langar hverju sinni og mér ætti að standa á sama - auðvitað. Sumir moggabloggarar tala um felskju hér og hvar og einum fannst sándið hjá Rúv svo lélegt - söngurinn of framarlega. Mér fannst sándið fínt. Alla vega er ljóst að flytjendur hafa heyrt í sjálfum sér. Menn sungu ekki falskt - ekki þannig. Nylonstelpur voru alveg hreinar og Luxor (sem mér fannst nú yfirmáta leiðinlegt atriði). Ég sá ekki Cortes. Reyndar voru Þorvaldur og Andrea eitthvað útúr stundum en þetta er nú live flutningur - common. Munnharpan hans Bubba var fölsk - það hefur verið vegna kuldans.

Reyndar geta munnhörpur orðið falskar. Maður notar ekki sömu munnhörpurnar árum saman. Slit munnharpanna er samt yfirleitt þannig að eitt og eitt gat lokast þannig að þar vantar mann tón sem maður þarf að hafa. En sl. vetur var ég að spila á Geysi og gítarinn og munnharpan voru ekki samstillt. Ég lagaði stillinguna á gítarnum við tón úr hörpunni en það gerði bara illt verra. Svo skipti ég um hörpu og þá var stillingin á gítarnum algjörlega út úr kú. Það var þá harpan sem var fölsk en ekki gítarinn. Þá gefur maður börnunum munnhörpu og kaupir sér nýja handa sjálfum sér.

Hér í sveitinni var sérstaklega milt veður í dag. Samt hékk ég nú bara inni og horfði á fótbolta. Sýn2 var órugluð. Krakkarnir léku sér úti og Gréta málaði í skúrnum. Þeim kemur nú ekkert alltof vel saman krökkunum um þessar mundir, en leikur þeirra í dag gekk nú furðuvel og ég þurfti lítið að skikka hann. Þau sofnuðu fljótt.
 
miðvikudagur, ágúst 15
  Bless snuð

Bless snuð
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Síðasta verk Hrings Karlssonar í vistinni hjá afa hans og ömmu í Bolungavík var að kveðja snuðið fyrir fullt og allt. Hér sést hann kasta því í höfnina.

Hringur er eina barn okkar sem hefur viljað snuð. Oft hefðum við nú kosið að hin eldri hefðu þegið þennan friðargjafa. En það var svo sem gott, úr því að eitt barnið vildi þetta en hin ekki, að það skyldi vera Hringur. Hann hefur mesta skapið af þeim og það er ekki víst að foreldrar hans hefðu haft þolinmæði til að eiga alltaf við hann með huggunum og fortölum sem hefði náttúrulega þurft hefði snuðsins ekki notið við. Nú segist hann vera orðinn stór. Hann er farinn að nota klósettið og hættur með snuðið. Það er auðvitað áfangi!
 
þriðjudagur, ágúst 14
  Hákon í UMFB búningi

Hákon í UMFB búningi
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Hákon fékk að klæðast þessum flotta búningi í heimsókninni fyrir vestan.
 
mánudagur, ágúst 13
  Komin úr kórferðinni


Tónleilkar í Sorrento
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Þá erum við komin úr kórferðalaginu. Við erum búin að sjá margt á Ítalíu og syngja víða. Hér er mynd frá tónleikum kórsins í kirkju í bænum Sorrento, sem er við Napolíflóann. Þessi borg þótti okkur Grétu fallegasta borgin sem við heimsóttum í ferðinni. Þaðan sigldum við svo til eyjarinnar Kaprí. Hún er líka einstaklega falleg.

Á hinni myndinni er tenórINN búinn að teikna upp ferðalagið okkar eins og það var skipulagt. Það skipulag stóðst eiginlega alveg. Á myndasíðuna eru komnar fáeinar myndir af okkur Grétu sem teknar voru á ferðalaginu.

Gréta byrjar að vinna í dag á leikskólanum og ég í grunnskólanum eftir tvo daga. Sumarið er liðið.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]