Tilraunavefurinn
laugardagur, ágúst 18
  Tónleikar í sjónvarpi, falskar munnhörpur og dagurinn í dag
Það var gaman að hafa tónleikana á Laugardalsvellinum í sjónvarpinu. Á köflum sat ég álíka stjarfur yfir þeim og svipuðum tónleikum sem haldnir voru á Arnarhóli í ágúst 1986. Þá var MX 21 flottasta bandið. Í gær var það Mugibandið sem heillaði mig mest. Ég les á moggabloggum hjá hinum og þessum að Stuðmenn féllu ekki í kramið. Ég fór bara að spila tövuleik við Hákon þegar þeir komu. Ég gat bara ekki horft upp á þetta - þetta var ekki einu sinni fyndið - nema að væntingar mínar og margra annarra skulu vera á þessa leið - að við bara sættum okkur ekki við svona Stuðmenn. En auðvitað geta Stuðmenn flutt tónlist sína eins og þá langar hverju sinni og mér ætti að standa á sama - auðvitað. Sumir moggabloggarar tala um felskju hér og hvar og einum fannst sándið hjá Rúv svo lélegt - söngurinn of framarlega. Mér fannst sándið fínt. Alla vega er ljóst að flytjendur hafa heyrt í sjálfum sér. Menn sungu ekki falskt - ekki þannig. Nylonstelpur voru alveg hreinar og Luxor (sem mér fannst nú yfirmáta leiðinlegt atriði). Ég sá ekki Cortes. Reyndar voru Þorvaldur og Andrea eitthvað útúr stundum en þetta er nú live flutningur - common. Munnharpan hans Bubba var fölsk - það hefur verið vegna kuldans.

Reyndar geta munnhörpur orðið falskar. Maður notar ekki sömu munnhörpurnar árum saman. Slit munnharpanna er samt yfirleitt þannig að eitt og eitt gat lokast þannig að þar vantar mann tón sem maður þarf að hafa. En sl. vetur var ég að spila á Geysi og gítarinn og munnharpan voru ekki samstillt. Ég lagaði stillinguna á gítarnum við tón úr hörpunni en það gerði bara illt verra. Svo skipti ég um hörpu og þá var stillingin á gítarnum algjörlega út úr kú. Það var þá harpan sem var fölsk en ekki gítarinn. Þá gefur maður börnunum munnhörpu og kaupir sér nýja handa sjálfum sér.

Hér í sveitinni var sérstaklega milt veður í dag. Samt hékk ég nú bara inni og horfði á fótbolta. Sýn2 var órugluð. Krakkarnir léku sér úti og Gréta málaði í skúrnum. Þeim kemur nú ekkert alltof vel saman krökkunum um þessar mundir, en leikur þeirra í dag gekk nú furðuvel og ég þurfti lítið að skikka hann. Þau sofnuðu fljótt.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]