Tilraunavefurinn
föstudagur, desember 31
  Mugimania
Sáuði DV í dag? Það er ekkert smá sem Mugimama hefur slegið í gegn! Ekki grunaði mann þetta þegar forsöngvari hljómsveitarinnar Dísel-Sæmi stóð við míkrófónstatívið í bílskúr við Bólstaðahlíð 52 í Reykjavík og undirbjó fyrsta giggið á Gauknum. En engu að síður var söngvarinn flottur á því á sviðinu þegar að gigginu kom, í sparifötum, með axlabönd og allt. Lét eins og hann ætti heiminn og hafði fólkið með sér..... Ja hérna hér!

Hann Öddi frændi minn, sem kallar sig líka Mugison, hefur alla tíð hlustað mikið á tónlist. Ég man eftir honum pínulitlum heima hjá sér hlustandi á Halla og Ladda plötuna Hlunkur er þetta. Og svo var hann mikið í Led Zeppelin, Lou Reed, Bowie og meiru svona gömlu og góðu. En það sem er einna skemmtilegast að segja fra í þessu sambandi er þegar það hljóp svo skemmtilega á snærið hjá mínum manni þegar hann var í 10. bekk í skóla að Laugum í Þingeyjasýslu. Þá fór hann gjarnan ásamt vinum sínum til Akureyrar til að skemmta sér um helgar. Þá bjó föðurbróðir okkar beggja á Akureyri. Sá er hrifinn af tónlist og ágætur söngvari og hefur samið lög og komið fram og svona. Þessi frændi okkar átti mjög áhugavert plötusafn sem hann ætlaði sér að brenna vegna þess að hann hafði frelsast og hafði hug á að losa veröldina við djöflatónlistina í plötuskápnum. En viti menn: Hann tók ákvörðun um að brenna ekki plöturnar heldur fékk Öddi að hirða þær. Fullt af frábærum vinylplötum frá stórmennum eins og Dylan og Megasi. Og þetta var þar með komið á réttan stað.

Flott hjá Júlla. Skynsamleg ákvörðun!
 
fimmtudagur, desember 30
  Stemmning
Jæja, hér sit ég við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba á Holtastígnum, með i-bookinn fyrir framan mig, Jagúar í eyrunum, koníak í staupi og hef það aldeilis ágætt. (Reyndar á ég enn eftir að læra að meta koníakið en ég læt mig hafa það eins og skötuna á Þorláksmessu, -svona vegna stemmningarinnar!).

Í gærkvöldi var spilað. Reynt var við Trivial en útgáfan hér var svo gömul að okkur leiddist hún og hentum spilinu á haugana í dag. En Popppunktsspilið var aftur tekið fram og nú stóð það tæpt - ég rétt marði sigur á Baldri Smára á endasprettinum. Ég vissi hvaða sveit hafði gefið út tvær breiðskífur, aðra 2000 en hina 2001, þá fyrri með laginu Bláar pillur.... Þá kveikti ég og lét vaða á bjölluna og hafði rétt svar = 3 stig.

Endilega spreytið ykkur:
 
mánudagur, desember 27
  Spilað á Holtastíg
Fyrsta spilalotan er afstaðin. Ég hóaði í fólk úr næstu húsum að kvöldi jóladags til að spila Popppunkt. Ég rétt hafði sigur á Baldri Smára. Aðrir við borðið voru Kristján Jónsson, Atli hennar Önnu Svandísar og pabbi.

Spilið er nokkuð skemmtilegt. Spurningarnar eru margar í erfiðari kantinum en inn á milli eru skítléttar spurningar þannig að það geta allir spilað með, hvort sem þeir eru sérfróðir í poppi eða ekki. Þá er leikurinn sjálfur vel hannaður. Þetta verður gaman að prófa aftur seinna.

Það er stefnan að spila meira. ég veit ekki hvaða spil það verður þá. Sjálfan langar mig í Gettu betur.
 
laugardagur, desember 25
  Jólabloggið
Gleðileg jól.
Það voru tvær plötur í pakkaflóðinu. Hello Somebody með Jagúar og gamla góða Get ég tekið cjens? með Grafík. Tvær bækur líka: Ferðafrásagnabók Einars Kárasonar og Vestfirskar þjóðsögur Gísla Hjartar númer 7 (þetta fer að verða eins og Kántrý 1-10!). Og svo POPPPUNKTSSPILIÐ!!!!!!!!!!!!!

Við höfum það barasta mjög gott hérna í Bolungavíkinni. Í dag verður messa á Hólnum og heitt súkkulaði hjá ömmu Gunnu. Fastir liðir.

Kveðja,
 
miðvikudagur, desember 22
  Kamilla

DSC01855
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Kamilla er páfagaukurinn okkar. Hún er af kyninu Masked Lovebird. á ískensku er hún köllud ástargaukur og maskari. Þetta er med eindæmum félagslyndur fugl en leidinlega árásargjarn núna þegar hún er a kynþroskaskeiðinu. En hún er flott kerlingin!
 
mánudagur, desember 20
  dröjarok
Hákon Karlsson hefur fullklárað tvö lög í lúppuforritinu í tölvunni minni.
Það eru lögin: varúlf í Írak og dröjarok. Góðir titlar!
 
sunnudagur, desember 19
  Ferðalag yfir fjallið
Fórum í ferðalag í gær. Gréta og Perla María voru í Smáralind og Kringlu og versla á meðan við feðgar fórum upp á Skaga. Hákon hitti bæði Daða vin sinn og Snæ. Snær er fyrsti vinurinn á Akranesi. Þeir voru saman í leikskóla og héldu svo sambandi. Nú var afmæli hjá honum. Við nýttum ferðina og litum á Jón og Grétu og Orra Harðar. Ég gerði mér líka ferð á gamla Hótelið og hitti þar tónlistarmanninn Geir Harðarson og keypti af honum hina bráðskemmtilegu og einkar þjóðlegu plötu Landnám. Ég mæli óhikað með Landnámi Geirs.

Vorum svo í kvöldmat hjá Hjöddu frænku og sátum þar langt fram eftir kvöldi.

Krakkarnir allir verið svo góðir og skemmtilegir.
Hvernig getur maður verið annað en stoltur, glaður, feginn og þakklátur fyrir allan þennan auð?
 
föstudagur, desember 17
  19 andsvör um fótbolta
Ég var að skoða vef þriggja Bolvíkinga af yngri kynslóðinni. Þeirra Óttars, Bjarna Péturs og Rögnvaldar vinnufélga míns mörg undangegnin sumur. Þar skrifar Óttar, sem er forfallinn fótboltaáhugamaður, hugleiðingu um fótbolta. Hann hefur fengið 19 svör. Hvað þýðir það: Er vefurinn svona mikið lesinn? Bullar hann svo mikið að menn sjá sig knúna andsvara? Er til einhvers að ræða um fótbolta?

Ég segi fyrir mig að mér þykir mjög gaman að spila fótbolta, ekki minna gaman nú á gamalsaldri en þegar ég var púki. Það sem hefur breyst síðan þá er helst það að núna hef ég líka gaman af því að horfa á aðra spila fótbolta. Mér finnst það hin besta skemmtun að setjast yfir leik í ensku eða þýsku deildinni. Þessi leikur er bara svo fallegur. Tilgangur glápsins er náttúrulega bara sá að hafa af því ánægju.

Í fótbolta eiga margir uppáhaldslið. Ég held með Manchester United. Það er mitt lið. Það er samt ekki sama lið og það lið sem ég fór að halda með. Það er allt annað lið í dag. Mér líður ekkert illa yfir því að Manchester skuli ekki á að skipa besta liðinu í dag. Mér er svo sem alveg sama. En ég held samt alltaf með þeim og finnst þeir alltaf spila vel. Mér er eiginlega sama hvaða lið ég sé spila í sjónvarpinu ef leikurinn er skemmtilegur og sjónvarpsútsendingin er vegleg og góð. Það er ekki gaman að horfa á leik í íslensku deildinni sem tekinn er upp á tvær myndavélar.

Ég fylgist nú ekki vel með þessum bolta þessi misserin, en sé einn og einn leik. Það sem mér hefur glatt mig í haust er Aston Villa liðið í einhverjum fyrri hálfleik fyrir nokkrum vikum. Svo hef ég séð bæði Arsenal og Chelsea spila alveg glimmrandi flottan fótbolta nokkrum sinnum, - og svo náttúrulega Manchester. Leikmenn sem ég er að fá dýpri ríspekt fyrir eru helst Robbie Savige hjá Birmingham og Steven Gerrard hjá Liverpool. Þetta eru rosalegir miðjumenn sem hlaupa mikið og erfiða fyrir lið sín.

Skyldi ég ná 19 andsvörum?
 
fimmtudagur, desember 16
  Það á að spila um jólin
Mér þykir æðislega gaman að spila Gettu betur og Fimbulfamb og um hátíðirnar ætla ég sko alveg pottþétt að taka þátt í að spila annað hvort þessara spila. Ég er strax farinn að huga að því hverjir verði á Holtastígnum til að hægt verði að hóa í spilafélaga. Ég veit að Atli kærasti Önnu Svandísar verður á svæðinu. Hann sýndi ljómandi góða takta í fyrra á árlegu spilakvöldi sem við Gréta höldum. Þá er líklegt að Phillippe og Jóa mæti á Hólinn. Þau voru líka góð í fyrra, sér í lagi Pippi. Og svo yrði gaman að etja kappi við ferska spilara úr næstu húsum. Þetta eru annálaðir límheilar þetta frændfólk mitt á Holtastígnum og eflaust verðugir andstæðingar í Gettu betur.

Það er óvíst hvar spilakvöldið verður haldið eða hvenær. Það fer eftir því hver nennir að passa. En það verður alla vega haldið um hátíðirnar á Holtastíg. Ég mun sjá til þess.
 
miðvikudagur, desember 15
  Lítil jól
Nú er jólaballið framundan. Á föstudaginn verða svo haldin lítil jól í skólastofunni. Á morgun fá nemendur mínir vitnisburðinn afhendann og á föstudaginn fara þeir heim með jólagjöfina til pabba og mömmu. Það verður nóg að gera hjá mér við að ljúka við þetta. Þetta er alltaf sama sagan - allt á síðustu stundu, unnið daga og nætur svona rétt undir lokin. En svo er líka komið jólafrí eftir föstudaginn. Aha!
 
mánudagur, desember 13
  Frænkurnar

Frænkurnar
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Tinna Ýr og Heiðrún Katla Jónsdætur og Perla María.
 
  Frændurnir

Frændurnir
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Frændur og frænkur komu á laugardaginn í kaffi og kökur. Hér er afmælisbarnið ásamt frænda sínum, Jakobi Frey Atlasyni Myndin hér að ofan er tekin við sama tækifæri.
 
laugardagur, desember 11
  Vestur?
Það hefur verið stefnan hjá okkur Grétu frá því Hákon fæddist að reyna að búa til stemmningu og hefð í kringum jólin OKKAR. Því höfum við verið nokkuð hörð á því að vera heima hjá okkur a.m.k. á aðfangadag jóla. Nú setja foreldrar mínir aftur á móti á okkur pressu með því að bjóða okkur að koma vestur til Bolungavíkur og vera þar með þeim yfir hátíðarnar. Mig dauðlangar. Það yrði voðalega næs. Og sennilega er það þess virði þrátt fyrir strangt ferðalag með fullan bíl af gríslingum.

Ættum við ekki bara að skella okkur?
 
fimmtudagur, desember 9
  Hringur Karlsson

Hringur Karlsson
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
miðvikudagur, desember 8
  Perla Maria

DSC01829
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þetta er Perla María Karlsdóttir.
 
  Afmælið
Þvílíkt fjör í afmælinu.
Það komu allir í 2. bekk: Aron, Óðinn, Guðný Margrét, Kalman Veigar og Gabríel.
Tveir úr 1. bekk: Kristinn Sölvi og Einir.
Þrír úr 3. bekk: Siggi Snær, Egill Óli og Aron Páll.

Ein kakan var útskorin stjarna og afmæliskertið var gosblys. Reykskynjarinn fór í gang. Önnur kaka var kastali. Þetta var rosalegt! Ostakakan var svolítið sérstök þar sem rjómaosturinn sem mamma ætlaði að nota í hana var fullur af álpappír. Og þegar farið var í búðinu til að benda á þetta kom á daginn að allar öskjurnar af ostinum voru með litlum ögnum af álpappír í bland við rjómaostinn. Geðslegt að bíta í það! Ef við byggjum í USA færum við sjálfsagt í það á morgun að ráða okkur lögfræðing til að hafa af Osta- og smjörsölunni fúlgur fjár í miskabætur fyrir álpappírinn í rjómaostinum. það var sem sagt ekki hægt að hafa rjómaost í rjómaostakökunni og því varð að notast við þeyttan rjóma og Skyr.is drykk. Það var varð nú samt sem áður úr þessu ágætlega heppnuð kaka hjá Grétu.

Það var farið í spurningakeppni í og í Idol stjörnuleit. Ég sá um undirleikinnn og Gabríel var Sigga Beinteins og fannst allir hafa frábæra rödd. Einir sagðist vera Bubbi og þegar fyrsti söngvarinn hafði lokið sér af sagði hann: Þú hefur bjargað deginum!

 
þriðjudagur, desember 7
  Hákon Karlsson

DSC01801
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Hann er 7 ára í dag. 7. desember.
 
mánudagur, desember 6
  Allir svo duglegir
Það sérstakur dagur fyrir okkur af Holtastígnum í dag. Fyrst sendi ég Sirrý og öllum hlýja kveðju úr sveitinni.

Krakkarnir mínir eru hvert öðru duglegra þessi misserin.

Hringur er farinn að sitja og dunda sér í góðan tíma í einu og er þar að auki farinn að færast nokkuð úr stað. Hann dregur sig áfram á hægri höndinni.

Perla María er steinhætt með bleyju, meira að segja á nóttunni líka. Þetta ferli var sérstaklega stutt hjá henni. Hún barasta steinhætti að nota þetta. Þá er hún í góðri uppsveiflu með að tileinka sér ný orð og farinn að mynda alvöru setningar sem skiljast.

Hákoni fer mikið fram í lestri og er mjög öruggur í samlagningu og frádrætti í stærðfræðinni. Svo er hann bara svo góður við alla og kemur vel fram við fólkið í skólanum. Þið hefðuð átt að sjá hann í Skálholtskirkju í gær, þar sem hann lék ljósengil í helgileiknum. Hákon er orðinn alveg læs núna. Hann les allt sem hann sér. Skilti, pakka utan af matvöru, skjáauglýsingar... allt þetta dót. Hann er hins vegagr ekki farinn að lesa sér mikið til skemmtunar enn sem komið er. En mig grunar að það fari að líða að því.
 
laugardagur, desember 4
  Börnin með i vinnuna
Nú er Perla María aftur komin með pabba sínum í skólann. Í kennarastarfinu hefur mér fundist laugardagsmorgnar einna bestir til undirbúningsvinnu. Þá eru ekki margir að vinna í skólanum og það verður einhvernveginn gott tóm til að líta fram á veginn og undirbúa starf næstu daga. Ég er nú samt ekki svo skynsamur og skipulagður að ég hafi gert það að reglu að vinna á laugardagsmorgnum. En það kemur fyrir og mér finnst það mjög gott. Sunnudagskvöld eru oftar notuð í þetta en það kallar oftar en ekki á skítareddingar.

En við mæðginin erum að reyna að gera stemninguna þannig að ég geti unnið í friði á meðan hún leikur sér að dótinu hérna í kringum mig. Hákon kom oft með mér í Grundaskóla. Honum fannst það alltaf mjög skemmtilegt. Þá lék hann sér að risaeðlunum, hljóp um gangana og stundum tók ég með mér vídeóspólu fyrir hann. En vinsælast hjá honum var samt að fá að spila á trommusettið áður en við fórum heim.
 
  Hotel Geysir
Í gærkvöldi fór starfsfólk skólans á jólahlaðborð á Hótel Geysi. Það er skemmst frá því að segja að maturinn var einstaklega ljúffengur. Ég leyfi mér að mæla með þessu jólahlaðborði fyrir hvern sem er.

Þarna var leikið á píanó undir borðum og svo sungu Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson nokkra smelli við gítarundirleik þess síðarnefnda.

Þarna hitti ég þennan frænda minn frá Bolungavík.

http://public.fotki.com/wwwkarl/gakka_ging_majia/desember/dsc01963.html

Hann er búsettur á Flúðum þar sem hann er umsjónarmaður með Íþróttahúsinu.
 
föstudagur, desember 3
 
Nú er Perla María hjá mér í skólanum. Við erum að ganga frá eftir daginn. Gréta og strákarnir fóru í verslunarleiðangur á Selfoss. Það er stíf dagskrá um helgina. Hér verður sagt frá því síðar.

Bless,
 
  Plöturnar heima hjá Pétri Pé
Plöturnar heima hjá Pétri Pé voru æðislegar. Þar var öðruvísi safn. Tvær af uppáhaldsplötum mínum voru til á þeim bænum. Megasar platan fyrsta og Lög unga fólksins með Hrekkjusvínum. Sú síðarnefnda var vinsæl hjá okkur vinunum. Svo voru þarna fleiri plötur með Megasi og einhver spennandi klassík líka.
 
miðvikudagur, desember 1
  Plötur heima hjá Halla Pé
Þegar ég var púki var Halli Pé langbesti vinur minn. Heima hjá honum voru til plötur sem var gaman að komast í.
Ég man t.d. eftir lítilli plötu með Karíusi og Baktusi.
Einar Pé átti Fingraför Bubba Morthens
og seinna var líka til á heimilinu plata Gunnars Þórðarsonar, Borgarbragur, með lögunum Gull og Gaggó Vest.
Arena með Duran Duran var til (þótt mér hafi nú ekki þótt það eins flott og Make it Big með Wham).
Svo voru líka til safnplötur með vinsælum lögum.

Fyrsta geisladiskinn sem ég sá, sá ég heima hjá Halla Pé. Við höfðum heyrt í útvarpinu um að þetta nýja fyrirbæri væri sterkt, óbrjótandi meira að segja. Við prófuðum að fara í frispí með Elvis. Maður léti það nú eiga sig í dag!

Það voru líka til plötur heima hjá öðrum vinum mínum. Meira um það seinna.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]