Stemmning
Jæja, hér sit ég við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba á Holtastígnum, með i-bookinn fyrir framan mig, Jagúar í eyrunum, koníak í staupi og hef það aldeilis ágætt. (Reyndar á ég enn eftir að læra að meta koníakið en ég læt mig hafa það eins og skötuna á Þorláksmessu, -svona vegna stemmningarinnar!).
Í gærkvöldi var spilað. Reynt var við Trivial en útgáfan hér var svo gömul að okkur leiddist hún og hentum spilinu á haugana í dag. En Popppunktsspilið var aftur tekið fram og nú stóð það tæpt - ég rétt marði sigur á Baldri Smára á endasprettinum. Ég vissi hvaða sveit hafði gefið út tvær breiðskífur, aðra 2000 en hina 2001, þá fyrri með laginu Bláar pillur.... Þá kveikti ég og lét vaða á bjölluna og hafði rétt svar = 3 stig.
Endilega spreytið ykkur: