Tilraunavefurinn
mánudagur, september 27
  Spá sem rættist alls ekki
1. KR
2. Keflavík
3. Fram
4. FH
5. Valur
6. Breiðablik
7. Fylkir
8. Grindavík
9. ÍBV
10. Stjarnan
11. Haukar
12. Selfoss

Svona spáði ég til um röð liðanna í efstu deild karlafótboltans nú í vor. Það eina sem var rétt hjá mér eru hvaða lið féllu. Hitt er fjarri því að vera rétt.

Hér er lokastaðan:
1. Breiðablik 22 13 5 4 47 - 23 +24 44
2. FH 22 13 5 4 48 - 31 +17 44
3. ÍBV 22 13 3 6 36 - 27 +9 42
4. KR 22 11 5 6 45 - 31 +14 38
5. Fram 22 9 5 8 35 - 35 0 32
6. Keflavík 22 8 6 8 30 - 32 -2 30
7. Valur 22 7 7 8 34 - 41 -7 28
8. Stjarnan 22 6 7 9 39 - 42 -3 25
9. Fylkir 22 7 3 12 36 - 42 -6 24
10. Grindavík 22 5 6 11 28 - 39 -11 21
11. Haukar 22 4 8 10 29 - 45 -16 20
12. Selfoss 22 5 2 15 32 - 51 -19 17
 
þriðjudagur, september 21
  Alltaf eins!
Í dag heyrði ég í útvarpinu nýtt lag frá hinni frábæru hljómsveit Sálinni hans Jóns míns. Það kom mér ekkert á óvart við lagið. Guðmundur Jónsson, hinn hæfileikaríki smellasmiður Sálarinnar, er búinn að semja alveg eins lög og þetta í nokkur ár. Og þeir Sálarmenn setja þau alltaf í eins í búning. Það er ekkert sem kemur manni lengur á óvart þegar Sálin er annars vegar. Mér finnst þetta bera vott um metnaðarleysi. Og auðvitað er þetta ekkert annað. Bandið er löngu hætt að starfa. Skellir bara smelli í loftið nokkuð reglulega og spilar gamla prógrammið sitt fáein skipti, fyllir nokkur félagsheimili svona rétt til að koma fjármálunum á réttan kjöl annað veifið. En þetta er vel gert alltaf og bandið var hörkugott ballband þegar ég heyrði síðast í þeim. Ekkert að því. En að semja alltaf sama lagið! Hvað er það?



Ég er ekkert að setja út á þetta. Fólk ræður þessu náttúruelga alveg sjálft og þetta er ekkert ómerkilegri list heldur en þessir listamenn sköpuðu meðan þeir voru ennþá leitandi og experimental. En þetta er bara eitthvað svo einum of notalegt. Hreyfir ekkert við mér.
 
laugardagur, september 18
  HM 1966

Til að halda mér þægum og góðum buðust starfsmenn þjónuvers Símans mér fría áskrift af öllum erlendu sjónvarpsstöðvunum sem þar eru í boði. Og nú sit ég við og flakka milli stöðvanna.

Nú staldra ég við á ESPN Classic. Þar er verið að sýna leik frá úrslitakeppni HM í fótbolta frá því á Englandi 1966. Portúgal og Brasilía spila. Eusébio númer 13 hjá Portúgal og Pele með 10 hjá Brasilíu. Það var nú greinilega ekki farið að sýna mönnum viðvörunarspjöldin gulu því Pele er sparkaður niður í hvert sinn sem hann fær boltann. Fyrir utan það finnst mér leikurinn, þ.e. fótboltii sem er spilaður, lítið hafa breyst á þessum 44 árum. Menn sækja með svipuðum hætti og verjast eins.
 
laugardagur, september 11
  Hver er Víkarinn?
Þessi Bolvíkingur hefur unnið í frystihúsinu og vann þar eitthvert sumar með Grétu minni og hún bar honum söguna vel. Ég man eftir honum að leika stöðu aftasta varnarmanns í þriðja flokki UMFB. En ég er eiginlega viss um að hann hafi aldrei leikið meistaraflokksleik. Gæti þó hafa gerst á þessum árum sem ekkert var að gerast hjá okkur í fótboltamálum nema eitthvert Vestfjarðarmót utan deildarkeppni KSÍ. Hann skildi vel út á hvað leikurinn gekk og var þess vegna góður að lesa leikinn og en hann skorti að flestu öðru leyti fótboltahæfileikana. En hann er nú samt íþróttamaður og gæti þess vegna hafa verið valinn Íþróttamaður Bolungavíkur eitthvert árið þótt ég muni ekki eftir því, svo góður er/var hann í einni íþróttagreininni.

Við hittumst hérna á Akureyri á dögunum. Hann var að svæfa barn sitt sem lá í barnavagni.
Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, september 1
  Plötur sem hafa fallið mér í geð
Leikur í gangi um 15 plötur sem koma upp í hugann og hafa fylgt manni...bla bla..... ég hugsaði mig ekkert um og skráði plötur sem ég hef hlustað vel á eitthvert ákveðið tímabil, legið aðeins yfir hverri þeirra. Mest íslenskar plötur. Hér er listinn og það eru fleiri en 15 lög á honum en hann gæti verið lengri:

Á bleikum náttkjólum - Megas og Spilverkið
Í góðri trú - Megas
Loftmynd - Megas
Trúbrot - Trúbrot
Lifun - Trúbrot
Geislavirkir - Utangarðsmenn
Allt heila klabbið - S/H Draumur
The early years Volume 1 - Tom Waits
The early years Volume 2 - Tom Waits
Sturla - Spilverkið
Mannakorn - Mannakorn
Bráðabirgðabúgí - Spilverkið
Ísland - Spilverkið
Luring - Odd Nordstoga
Slowhand - Eric Clapton
Tívolí - Stuðmenn
So - Peter Gabriel
Stóri draumurinn - Orri Harðarson
Mugimama is this monkey music? - Mugison
Byrjaðu í dag að elska - Geirfuglarnir
Í þessi sekúndubrot sem ég flýt - Maus
Dögun - Bubbi
Sögur af landi - Bubbi
Heim te mor - Odd Nordstoga
Stóri hvellur - Doktor Gunni
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]