HM 1966

Til að halda mér þægum og góðum buðust starfsmenn þjónuvers Símans mér fría áskrift af öllum erlendu sjónvarpsstöðvunum sem þar eru í boði. Og nú sit ég við og flakka milli stöðvanna.
Nú staldra ég við á ESPN Classic. Þar er verið að sýna leik frá úrslitakeppni HM í fótbolta frá því á Englandi 1966. Portúgal og Brasilía spila. Eusébio númer 13 hjá Portúgal og Pele með 10 hjá Brasilíu. Það var nú greinilega ekki farið að sýna mönnum viðvörunarspjöldin gulu því Pele er sparkaður niður í hvert sinn sem hann fær boltann.

Fyrir utan það finnst mér leikurinn, þ.e. fótboltii sem er spilaður, lítið hafa breyst á þessum 44 árum. Menn sækja með svipuðum hætti og verjast eins.