Tilraunavefurinn
fimmtudagur, júlí 31
  Auto
Laumubloggarinn, fyrrverandi kórfélagi minn, ritar nú kimasagnfræðiþætti á bloggi sínu. Mjög skemmtilegt. Nýjasti kiminn tengist fjölskyldubílunum. Enginn er ég bílaáhugamaður. En ég hef engu að síður átt nokkra bíla. Þeir hafa reynst misvel. Nú hermi ég og geri eins yfirlit um bílaeign mina. Fyrsta bílinn eignaðist ég þegar ég var 23 ára. Það var Charade, 3ja sílendra. Hálfgerð drusla, en gerði þó það sem til var ætlast. Hann bar okkur Grétu milli Selfoss og Reykjavíkur síðasta skólaárið og þurfti ekki mikið besín. Hann var blár með límmiðum á hliðunum. Ég keypti hann af golfaranum Auðuni Einars. Þá kom tímabil sem við áttum engan bíl. Í Danmörku keypti ég svo Corollu. Hún var grá og ekin einhver ósköp, en reyndist frábærlega. Aldrei neitt vesen á henni. Aftur var keypt Corolla, ljósblá. Henni ók ég á Skaganum. Hún var ágæt. Svo kom græni Skódinn. Sennilega besti bíllinn sem ég hef átt, svona að keyra hann alla vega. En það var stundum smá vesen með mengunarbúnaðinn og rafmagnið í honum og og skömmu eftir að ég seldi hann hrundi víst í honum sjálfskiptingin. Núna ökum við gráa strumpastrætónum. Mér hefur aldrei líkað við hann. Og eftir reynsluna í snjónum í vetur langar mig mikið að skipta. Fá mér bara aftur hundgamla Toyotu, fjórhjóladrifna. Vill einhver skipta?
 
  iryerukA óllaH
Síðan við snérum heim frá Danmörku, árið 2000, þar sem Gréta var í listanámi, er hún búin að vera á leiðinni í frekara listnám. Það er margt búið að gerast hjá okkur síðan þá. Tvö börn bæst í fjölskylduna og viljinn til að standa sig í baráttunni við að framfleyta henni verið námsþránni yfirsterkari. En nú var lag. Ég var búinn að segja upp starfi mínu, Gréta gat líka vel hugsað sér að breyta til, Perla María að byrja í grunnskóla, miklar breytingar hjá Hákoni hvort sem var og e.t.v. kæmi ekki upp þægilegri tímapunktur til að söðla um. Gréta sótti einu sinni um í Listaháskólanum en fékk ekki inni. Áttum við að bæta þá umsókn og reyna aftur, eða skoða aðra möguleika? Hvorugt vildum við búa í Reykjavík og eins og bensínverðið er orðið kom ekki til greina að aka milli Reykjavíkur og Biskupstungna daglega. Þá voru eftir möguleikarnir Myndlistarskólinn á Akureyri og listaháskólar á Norðurlöndum.

Það varð úr að skoða Akureyri. Við vorum reyndar alltof sein með umsóknina, en eftir gott spjall við fólkið í skólanum fyrir norðan var Gréta boðuð til viðtals með dags fyrirvara. Viðtalið gekk mjög vel og gögnin frá því umsóknin var unnin fyrir LHÍ virkuðu vel á Eyfirðingana og heimasíðan kom líka að gagni. Gréta er núna orðin nemandi við Myndlistarskólann á Akureyri.

Fjölskyldan fylgir henni vitaskuld norður. Við erum búin að festa okkur íbúð á Brekkunni og munum flytja norður upp úr miðjum ágúst.
 
miðvikudagur, júlí 30
  Sprengjuhöllin og hljóðmenn Kastljóssins
Neyðarlegt hjá hljóðmönnum sjónvarpsins að gleyma að tengja hljómsveitina Sprengjuhöllina við græjurnar og það var frekar óspennandi að hlusta á samleik söngvarans og rafgítaristans. Lagið gengur ekki upp þegar ekkert heyrist nema þetta tvennt. Það getur þó alla vega verið spennandi að hlusta á Bítlana í einum hátalara. En hér vantar meira! Ég heyrði þetta lag reyndar fyrr í kvöld hérna hjá Dr. Gunna. Mér líkar ekkert sérstakelga vel við þetta. Platan var ágæt og stöffið sem leikið var í útvarpi úr leikritinu sem þeir gerðu tónlistina við fannst mér virkilega vel hepnað. En ég næ þessu ekki. Sorrí. En viðtalið á undan er steikt, Svakalega getur hann bullað þessi Atli. Og það ófullur.
 
þriðjudagur, júlí 29
  Nú er veðrið til að mála
Ég er enn að mála inni. Nú er það risastórt sumarhús með óteljandi flennistórum gluggum. Í dag á ég að mála gluggana sem snúa á móti suðri og vestri. Og það er búið að spá rjómablíðu; hita og sólskini. Þetta verður rosalegt!
Ég kemst út í vikunni. Þannig er alla vega planið.
 
mánudagur, júlí 28
  Hver er Víkarinn (þriðja og örugglega síðasta vísbending)?
Annað hvort hefur dregið úr því að Bolvíkingar fletti upp á þessum vef mínum eða þeir sem lesi séu eins hógfærir og Atli bróðir og pabbi og gefi ekkert uppi. Ég held að það eigi að vera hægt að lesa rétt svar út úr þessum vísbendingum sem komnar eru. En ég bæti samt aðeins í.

HANN fæst við stjórnun í starfi sínu. En það er sama starf og móðurafi hans gengdi heima í Víkinni og raunar tengdafaðir hans einnig. HÚN starfar við verslun á mjög sérhæfðu sviði. Ég hef áður nefnt að Halli Pé er frændi hennar. Ef ég man rétt fékkst hún eitthvað við að gæta tveggja systra sem bjuggu í kjallaranum á Holtastíg 11 eftir að Halli vinur minn og fjölskylda hans flutti þaðan. Ég held ég hljóti að muna þetta rétt, því þær sáust varla sætari barnapíurnar á Holtunum.
 
sunnudagur, júlí 27
  Tromm tromm

Gréta opnaði sýninguna með partíi þar sem hún sýndi á sér nýja hlið og lék á trommur.
 
  Gibson í Tungunum
Mel Gibson er hérna í Tungunum. Atli bróðir mætti honum á gangi á hverasvæðinu í Haukadal. Hann sagði að hann væri lítill, hjólbeinóttur og svolítið innskeifur. Ég sá hann líka, en tók ekki eftir þessum útlitseinkennum. Gréta er alveg miður sín að hafa misst af honum.

Ég bæti hér við færsluna.
Hilmar Örn, vinur okkar, og Andri Freyr, sonur hans, komu til okkar rétt sem snöggvast. Þeir höfðu verið á Klettinum, litla veitingastaðnum okkar hér í Reykholti. Þar sat Mel Gibson á næsta borði. Hilmar þekkti einn mannanna úr hópnum sem Gibson var í, Hinrik Ólafsson, leikara og söngvara. Hann gaf sig á tal við hann, en þekkti ekki fræga kallinn og spurði Hinrik hvort erindii hans í héraðið væri hestaferð í þetta sinn. Hilmar er samt mikið fyrir kvikmyndir og er hrifinn af mörgum myndum Mels Gibsons. En svona geta menn verið utan við sig.
 
  Hver er Víkarinn (önnur vísbending?
Þessi hjón eru aðeins eldri en ég. Ef ég man rétt er HANN árinu eldri en HÚN. HÚN er yngst í systkinaröð, HANN elstur. HANN átti heima í einu af innstu húsunum í götunni þar sem HANN bjó þegar HANN var strákur, HÚN í ysta húsi annarrar nálægrar götu. Afi HANS og amma bjuggu nálægt húsinu HENNAR.
 
laugardagur, júlí 26
  Hver er Víkarinn?
Ég hitti Víkarahjón úti á götu um daginn. Þau búa í feiknarstóru húsi við fáfarna götu á friðsælum stað í fallegum kaupstað.
Í hennar frændgarði er meðal annarra Halli Pé, skemmtanastjóri á stærsta skemmtistað í heimi. Meðal hans ættmenna eru trúbadorarnir Einar Örn og Biggi Olgeirs.
 
fimmtudagur, júlí 24
  Gréta heldur sýningu

Gréta mín sýnir á Hótel Geysi um helgina. Þetta er stutt sýning. Hún hangir uppi yfir helgi og svo verður hún tekin aftur niður. Það er margt nýtt að skemmtilegt að skoða á þessari sýningu. Hún verður alla vega öðruvísi en fyrri sýningar. Takið endilega rúntinn um helgina, skoðið Gullfoss og Geysi og komið við á sýningu Grétu. Velkomin.

 
  Samkvæmis
Mamma er enn að skanna og senda mér.
Þetta fann hún í gömlum kassa í kjallaranum.

 
  Hver er Víkarinn (önnur vísbending?
Þessi Víkari er frændi minn og á afmæli í nóvember.
Hann þjálfaði okkur nokkur bolvísk börn í fjálsum íþróttum fyirr íþróttamótið Líf og fjör á Núpi ´85.
Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, júlí 23
  Hver er Víkarinn?
Hitti Víkara í gær. Hann er á þeim aldri að þegar ég var krakki var þetta einn þeirra sem ég leit mikið upp til. Hann er drengur góður, eins og sagt er. Hann er glaðlyndur og á auðvelt með samskipti við fólk á öllum aldri. Hann á tvær stelpur og einn strák, enga systur og konan hans tengist „því höfuðbóli", eins og bolvískur hagyrðingur nefndi bæ í Víkinni í frægri vísu.
 
þriðjudagur, júlí 22
  Mamma á gamalli mynd

Hér er hún mamma.
Mér sýnist myndin vera tekin á Grundunum, á lóðinni hjá Laugu frænku og Eyja. Hún er sennilega komin úr sama safni og hljómsveitarmyndin, safni Bjarna. Myndin er tekin að vori. Ég giska á vorið 1958. Gamla sundlaugin er þarna í bakgrunni. Það sést líka vel í íbúðarhúsið á Hreggnasa og hús Jónatans og Höllu er risið innst á Völusteinsstrætinu.
 
  Mynd og nöfn
Þessa mynd var hún mamma að tala um í athugasemd hér að neðan. Þetta eru sem sagt þrír elstu bræðurnir á Bjarnabæ; Björn, Dóri og Bensi. Björn og afi hafi fengið ný föt úr príslista, mamma segir að þau séu frönsk (býst við nánari skýringum í athugasemdadálki).

Um viðurnefni
(Mér finnst eins og til sé annað orð en viðurnefni en ég kem því ekki fyrir mig.)

Ég man ekki eftir því að Eiríkur og Björn hafi verið kallaðir annað en Eiríkur og Björn. En afi, Benedikt og Birgir voru oftast kallaðir Dóri, Bensi og Biggi. Hidda segir stundum Benni þegar hún talar um Benedikt. Mig grunar að hann vilji bara vera kallaður Benedikt. Afa líkaði vel við að vera kallaður Dóri, ég held að Bigga sé alveg sama hvort fólk kalli hann Birgi eða Bigga. Þegar ég var yngri kunni ég illa við að vera kallaður mínu rétta nafni. Mér fannst Karl eitthvað svo asnalegt og snubbótt, en Kalli var ferskt og töff. Nú kann ég ágætlega við Karls nafnið en mér þætti skrítið að vera ekki kallaður Kalli. Í útlöndum einfaldar það málið að heita bara Karl.
 
mánudagur, júlí 21
  Um hina fiðluna
Ég fékk tölvupóst frá frænda mínum, Bjarna Aðalsteinssyni, vegna myndarinnar sem ég birti af hljómsveitinni sem sennilega er fyrsta hljómsveitin í Bolungavík. Pabbi Bjarna er annar fiðluleikaranna í hljómsveitinni. Bjarni skrifar (ég birti þetta að sjálfsögðu með leyfi hans):

Nú datt mér í hug að þú hefðir gaman af að heyra um fiðlu pabba míns. Ég á
dagbókarfærslu frá árinu 1925 þar sem segir 29. september: Nú pantaði ég
fiðlu og hún kostar á að giska hingað komin 30 - 35 krónur en í Danmörku
19.60 kr.

Þetta hefur vafalítið verið pantað eftir pöntunarlista því að í annarri
færslu talar hann líka um myndavél og sjónauka sem hann hafði pantað.
 
laugardagur, júlí 19
  Málning og músík
Það er sumar og ég er í málningarvinnu. Ég mála inni. Úti er sól og hiti. Nóg að gera. Fyrir liggur að mála eitt hús að utan. Byrja á því í næstu viku. Þegar því verður lokið lýkur jafnframt vinnulotu minni þetta sumarið. Ég réð mig hjá málarameistara en síðan ég gerði það hef ég ekki haft undan að hafna beiðnum fólks um að mála fyrir það hús hér um allar sveitir. Ég hafði ráðið mig til langs tíma hjá þessum málarameistara. Ég ætlaði að starfa hjá honum í vetur. Ég hafði líka ráðið mig í hlutastarf í tónlistarskóla á Selfossi. En nú hef ég sagt hvoru tveggja upp. Allt hefur þetta breyst. En ég veit ekkert hvað ég er að fara að starfa í vetur.

En í kvöld ætla ég að spila á skemmtun og svo dansleik í stóru tjaldi í Kjós. Blek og byttur og Bændakvartettinn. Flott blanda það.
 
  Bolvískar frásagnir
Mikið var skemmtilegt að lesa pistil Péturs vinar míns á Víkaranum. Í honum gerir hann úr mér stuðningsmann Samfylkingarinnar. Það skil ég ekki, en er svo sem alveg sama. Pistill hans er skemmtilegur. Þá las ég líka pistil annars vinar, Gumma Hrafns, frá því fyrr í sumar. Ég hafði misst af honum.

Ekki var leiðinlegra að lesa um það sem Gummi hafði frá að segja. Það er svo gaman af því hversu Gummi verður meyr og skáldlegur, já og bara hreinlega hreinlega væminn, þegar hann skrifar. Þessi stíll hefur fylgt honum frá 8 ára aldri. Svo þegar hann segir sögur setur hann þær í allt öðruvísi búning. Þá er stíllinn hrjúfur áferðar, talsvert ýktur, mjög glettinn og ágengur. Gummi er af mikilli sögumannafjölskyldu og sver sig svo sannarlega í ættina. Hann er ekki síðri sögumaður en þeir allra frægustu af næstu kynslóð á undan. Pétur er líka ágætur sögumaður. Eins og Gummi man ég vel eftir ræðunni sem hann flutti þegar árgangurinn okkar fagnaði 20 ára fermingarafmælinu. Þá lagði hann út af ljóði sem Gummarnir höfðu skráð á rafmagnskassa „gegnt Binnubúð".

Næsti virki Víkari er Harald Pétursson, sem Kristján frændi hans kallar Aspelundgervitunglið. Þá hafa þrír æskuvinir mínir látið gamminn geysa hver á eftir öðrum.

Á Bloggi fólksins var bent á þátt Gumma Gunnars á Rás 1 frá því á mánudaginn. Þar talar hann við Svenna Ragnars, Gumma Þórarins, Sigga Hjartar, Benna Sig og Jón Steinar. Þátturinn var besta skemmtun. Ég hafði misst af útsendingu þessa þáttar og kann Kristjáni ritstjóra bestu þakkir fyrir ábendinguna. Það hefði verið ægilegt að missa af þessu.
 
miðvikudagur, júlí 16
  Afi fiðlari

Frá vinstri: Bernódus Finnbogason (ekki þó Berni í Tungu), Högni Gunnarsson,
Aðalsteinn Bjarnason og Kristján Karl Júlíusson.

Myndin er tekin í Einarshúsinu eða Péturs Oddssonar húsinu. Ég hef ekki komist að því hvað þeir spiluðu eða hvort þeir hafi starfað eitthvað sem hljómsveit. Högni hefur líklega spilað á orgel, hinir halda á hljóðfærunum sem þeir léku á.

Fiðlan hans Kitta Júl er núna í eigu Hákonar Karlssonar. Muggi lét gera hana upp fyrir nokkrum árum og ég bætti um betur í fyrra. Það er sem sagt verið að leika á þessa fiðlu í dag eftir margra ára þögn. Hún er sæmileg. Hallgrímur frændi minn Guðfinnsson hefur sagt mér að hún hafi verið keypt í Englandi, hann nefni borgina en ég man ekki hvað hún hét. Það væri sjálfsagt hægt að grafa það upp í hvaða verslun hún hafi verið keypt. En þangað sigldi Hallgrímur Júlíusson fyrir mörgum tugum ára og í einni ferðinni keypti hann þetta hljóðfæri handa Kitta litla bróður sínum. Hún var keypt notuð. Þannig að hún er alveg örugglega meira en hundrað ára gömul. Muggi gaf Hákoni þessa fiðlu með vissum skilyrðum. Ef hann stendur ekki við þau á hann að gefa hana öðrum í fjölskyldunni.

En myndin er skemmtileg. Fyrir nokkrum mánuðum setti Kristján Freyr svona mynd á vefinn sinn þar sem afi hans var trommarinn í bandi á Ísafirði. Nú kemur þessi mynd hjá mér af bandi þar sem afi minn er fiðlarinn.

Ég fjórar frænkur sem eiga tvo afa á myndinni. Það er magnað!
 
þriðjudagur, júlí 15
  Pistill dagsins
Nú er mömmu farið að leiðast tíðindaleysið á þessum vef. Hún sendi mér þessa líka æðislegu ljósmynd í dag. Svo þegar ég hringdi í hana áðan spurði hún mig hvort ég væri að blogga. Ég á sem sagt að birta þessa mynd hér.

Auðvitað birti ég myndina. En það er ýmislegt sem langar að vita um hana og birta með henni ákveðnar upplýsingar. Ef þær upplýsingar eru yfir höfuð til býr hún amma Gunna yfir þeim eða veit hver gerir það. Svo ég hef beðið mömmu um að fletta aðeins upp í ömmu gömlu og sjá hvers hún verður vísari. Það líður sem sagt að birtingu skemmtilegrar gamallar ljósmyndar.

Annars er nú aldeilis ekki tíðindalaust í kringum okkur á bænum þessi dægrin, en mig langar að gefa því einhverja daga að opinbera fyrir lýðnum hver þau tíðindi eru.

Ég heyrði aðeins í Hákoni í kvöld. Honum líður vel í Þýskalandi. Hann var í Munchen í gær og skemmti sér vel. Á morgun fer hann í skólann með vini sínum, eins og hann hefur gert á miðvikudögum meðan hann hefur dvalið hjá honum. Nú styttist í heimkomuna. Þeir vinirnir koma heim í lok þessa mánaðar.
 
miðvikudagur, júlí 9
  Myndir

Í Slakka
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com

 
þriðjudagur, júlí 8
  Fólkið á námskeiðinu og vitneskja þess um íslenska þjóð
Ég var ekki eini grunnskólakennarinn á námskeiðinu fyrir mandólínleikara. Þeir voru allnokkrir. Auðvitað voru flestir, alla vega af þeim sem ég umgekkst eitthvað, tónlistarmenn. Annað hvort núverandi eða fyrrverandi „full time professionals" eða svona eins og ég, „part time professionals". Margir höfðu vinnu af einhverskonar tölvuforritunum eða unnu skrifstofustörf hjá þannig fyrirtækjum. Sumir voru hljóðvinnslumenn í hljóðverum, þarna var a.m.k. einn ljósmyndari, margir gítarkennarar, gítarsmiður og einn sótari. Svo fannst mér áberandi hversu margir voru hættir að vinna. Voru kannski bara rétt skriðnir yfir fimmtugt og voru bara komnir á ellilífeyrinn og farnir að leika sér og hafa það huggulegt. Spila á mandólín og svona.

Vitneskja þessa fólks um Ísland kom mér á óvart. Ég hélt að Kaninn vissi ekkert um Ísland. En það nú öðru nær. En það var skemmtilegt hversu þekkingin á landinu virtist afmarkast við einhver fá atriði sem fólk hafði einhversstaðar lesið um í blaði eða séð litla frétt um í sjónvarpinu. Atriði eins og að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi; að strætó í Reykjavík æki á metangasi eða vetni, að fólk kæmi í verslunarferðir í USA því dollarinn hefði verið svo ódýr, Newsweek hafði nýverið skrifað um Kárahnjúkavirkjun og öll mótmælin vegna virkjananna; um jarðhitavirkjanirnar, um útrás íslenskra fyrirtækja og að einstaklingar frá Íslandi höfðu stofnað félög sem höfðu hafið fyrirækjarekstur í USA (ein konan vann hjá svoleiðis hugbúnaðarfyrirtæki í Montreal); um að á Íslandi æti fólk rotið hákarlakjöt og að það væri svo vont að enginn útlendingur gæti komið því niður. Svona svo dæmi séu tekin um þekkingu fólksins á íslenskri þjóð.

Íslensk tónlist er ekki mikið þekkt. Einn átti vin sem hafði leikið með bandi sem túraði með MÚM, svo hann kannaðist við MÚM. Einn átti plötuna TAKK með SIGURRÓS og var alveg heillaður. Hann hafði áhuga á að vita hvort SIGURRÓS ætti fleiri góðar plötur. Hann vildi líka vita hvað nafnið merkti, hvernig það væri borið fram og hvaða önnur íslenskt tónlist væri þess virði að gefa henni séns. Það segir sig sjálft að ég benti honum á MUGISON. Ég held að fólk tengi BJÖRK ekkert endilega við Ísland.

Uppáhaldstónlistarmaðurinn minn í hópi leiðbeinendanna á námskeiðinu, Andy Statman, var mjög áhugasamur um Ísland og sagði mér að hann hefði alltaf langað að koma þangað. Hann væri hrifinn af íslenskum þjóðlögum og hann langaði að fá tækifæri til að halda tónleika á Íslandi. Hann bað mig að athuga hvort ég gæti ekki athugað það fyrir hann og gaf mér nafnspjald. Ég verð að gera það fyrir hann. Blúsarinn gaf mér líka nafnspjald því hann langaði að halda tónleika á Íslandi. Sá vissi aftur á móti ekkert um landið annað en að það væri í Evrópu og að í Evrópu væru hlutirnir að gerast í blúsnum þessi misserin. Ég gaf þessum gaurum brennivín sem ég hafði í vasanum. Blúsarinn hefur nú örugglega skolað því niður með bestu lyst, en Andy er gyðingur og ég frétti af honum í gleðskap um kvöldið sem hann fékk brennivínið, þar sem hann velti litlu flöskunni á milli handanna og talaði um hve mikið hann langaði að smakka á því. En hann vildi ekki gera það því hann vissi ekki hvort það væri kosher eða ekki. Það tengist eitthvað trúnni að láta ekki hvað sem er ofan í sig. Ég frétti af öðrum gyðingi sem fékk harðfisk frá íslenskum tónlistarmanni sem var á námskeiði hjá honum. Hann át ýsuna en steinbít át hann ekki því fiska éta gyðingar ekki nema þeir hafi hreistur.

Gott í bili.
 
mánudagur, júlí 7
  Myndir frá Markaðsdegi
Skemmtilegar myndir frá Markaðsdegi í blíðskaparveðri í Bolungavík.
Biggi Olgeirs hringdi í mig fyrir um það bil mánuði síðan og bað mig að spila þarna, en ég var búinn að lofa mér í annað spilerí einmitt þennan dag. Það hefði nú verið gaman að vera þarna. En í staðinn söng í með kvartett á Borg og með spilaði með tríói í Úthlíð. Ekki er á allt kosið! Það hefði verið gaman að sjá og heyra Ný Dönsk.
 
  Evrópumenn á Mandolin Symposium

Á mandólínnámskeiðinu í Kaliforníu var ég með fólki sem kom víðsvegar að. Við vorum ekki nema 6 nemendur frá Evrópu og einn kennari. Norski-Jan sagði mér að fyrsta árið sem þetta námskeið var haldið, fyrir 5 árum, hafi aðeins verið tveir Evrópumenn; hann og John Paul Jones. Hann var ekki mættur núna.
 
sunnudagur, júlí 6
  Afmælisstelpan

Afmælisstelpan
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Perla María er orðin 6 ára. Það var haldin afmælisveisla á sjálfan afmælisdaginn, 3. júlí. Þar tók ég þessa mynd af afmælisstelpunni.
 
laugardagur, júlí 5
  Aðalkallinn

Ég og David Grisman
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Þessi mynd var tekin eftir kennslustund sem bar yfirskriftina Dawg´s wals. Þar voru teknir fyrir þrír af völsum Davids Grismans og farið í það hvernig mögulegt væri að koma þeim til skila. David er gríðarlega alþýðlegur og velviljaður náungi. Sífellt að kenna og kom reglulega þægilega fyrir. Sumir lesenda ættu að kannast við hann. Hann er stórt nafn á heimsvísu í ákveðnum geira tónlistar og hefur rekið eigin hljómsveit árum saman. Auk þess að semja og flytja tónlist fyrir leikstjóra og framleiðendur Hollywood kvikmynda.
 
fimmtudagur, júlí 3
  Sara & Sam
Sara Jarosz er ung kona. Hún var á námskeiði með mér í síðustu viku. Þarna spilar hún á mandólín og syngur. Sara er líka banjóleikari og gítarleikari. Með henni í mynd er Sam nokkur Grisman. Sá er 18 ára og hefur spilað með öllum fremstu tónlistarmönnum Bandaríkjanna á þessu sviði órafmagnaðrar tónlistar undanfarin fimm ár. Hann er á grænni grein. Sam var bassaleikari í nánast hverju atriði á ráðstefnunni.
 
  Dudu Maja á Youtube
Einn leiðbeinendanna.
 
  Af lokatónleikunum

Það var nú búið að banna okkur að taka þessa tónleika upp. En einhver hefur nú samt gert það. Kannski af því það var ekki sagt á portúgölsku heldur á ensku að upptökur væru ekki leyfðar. Þessi klippa er sem sagt tekin á lokatónleikum námskeiðsins/ráðstefnunnar sem ég var að koma af. Hér er á sviðinu Dudu Maja, mandólínleikari frá Brasilíu, en hann var meðal leiðbeinenda á námskeiðinu. Með honum á sviðinu eru vinir hans. Eitt af höfðunum sem sjást dilla sér í takt við tónlistina er mitt höfuð. Eða það hlýtur alla vega að vera.

Ég set með færlsunni eina ljósmynd af Dudu og munnhörpuleikaranum.
 
  Mandolin Symposium

Skipuleggjendur og æðstuprestar Mandolin Symposium
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Ég hef frá mörgu að segja eftir Ameríkuferðina. Læt sjálfsagt duga að koma því hingað inn í skömmtum og í þetta skiptið ekkert nema nokkrar myndir.

Þakka ykkur fyrir afmæliskveðjur sem bárust í gær.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]