Tilraunavefurinn
laugardagur, júlí 19
  Málning og músík
Það er sumar og ég er í málningarvinnu. Ég mála inni. Úti er sól og hiti. Nóg að gera. Fyrir liggur að mála eitt hús að utan. Byrja á því í næstu viku. Þegar því verður lokið lýkur jafnframt vinnulotu minni þetta sumarið. Ég réð mig hjá málarameistara en síðan ég gerði það hef ég ekki haft undan að hafna beiðnum fólks um að mála fyrir það hús hér um allar sveitir. Ég hafði ráðið mig til langs tíma hjá þessum málarameistara. Ég ætlaði að starfa hjá honum í vetur. Ég hafði líka ráðið mig í hlutastarf í tónlistarskóla á Selfossi. En nú hef ég sagt hvoru tveggja upp. Allt hefur þetta breyst. En ég veit ekkert hvað ég er að fara að starfa í vetur.

En í kvöld ætla ég að spila á skemmtun og svo dansleik í stóru tjaldi í Kjós. Blek og byttur og Bændakvartettinn. Flott blanda það.
 
Ummæli:
Ef satt er að þið séuð að flytja til Akureyrar þá er mér sérlega umhugað að koma þér í kynni við Kalla á Hrafnagili (Karl Frímannsson skólastjóra). Hann rekur skóla þar sem manngæska, dyggðir, gleði og margs konar metnaður eru leiðarljósin. það er afskaplega auðvetl að n´æalgast hann; bara að hringja.
Fólk þyrpist inn fjörðinn með börnin sín. Kalli er að taka við öllu skólastiginu undir einn hatt núna, leikskóla, tónlistarskóa og alles.
Kalli spilar á gítar og syngur mjög gjarnan með nemendunum t.d. "Ég er sko vinur þinn, langbesti vinur þinn" og allir syngja með hástöfum. Og svo þarftu að kynnast Eiríki Stephensen (annar Hundanna í óskilum) (hefur lengi verið skólastjóri tónlistarskólans) og Maju hans; syngur leikur og er kennari. Góðir vinir mínir og enginn tapar heldur á þeim kynnum. Þá er ýmissa annarra að geta, því ég kenndi þarna og bjó í níu ár.
Láttu ekki hjá líða að hitta séra Hannes Blandon prófast og preláta Eyfirðinga, bóhem og bariton, gítarspilara, trommukall og talsvert skáld. Leikari og lífskúnstner.
Svo má líka nefna Helga (magra)alhliða listamannog ljúfling í Kristnesi og hans fögru frú Beate.
Allt þetta fólk fær lífskúnstnersmeðmæli mín, enda allt gamlir og gegnir vinir og félagar.
Óska ykkur alls hins besta
- og margar s0gur gæti ég nu sagt ykukr af viðmoti og viðhorfi Eyfirðinga/Akureyringa til lífsins og sjálfra sín. Þar eru margar perlurnar. Læt hér eina sígilda fljóta með:

Nokkuð' var um óspektir í "okkar fagra heimabæ" (alltaf eitthvað svona). Talið er að þar hafi utanbæjarmenn verið að verki.

Hlý kveðöja
Helga Ág.

PS ekki segja Akureyringum að þú sért að flytja "að sunnan". Ekkert og ekkert gott kemur þaðan!!! Ja akllkannski þeir tækju því samt fagnandi að þið væruð að flyja Reykjavík!
Hihi.
 
Þennan Karl Frímannsson hitti ég í brúðkaupi Auðuns á Akureyri 1993, þeir eru vinir, svona er heimurinn lítill. Mér leist vel á hann svona við stuttan hitting.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]