Tilraunavefurinn
þriðjudagur, nóvember 29
  Gréta Gísladóttir sýnir á Suðurlandi


Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Auglýsingamynd af myndlistarmanni
Gréta Gísladóttir, myndlistarmaður í Reykholti í Biskupstungum, sýnir í desember verk sem hún hefur unnið á þessu ári. Hún lætur sér ekki nægja eina sýningu, heldur hefur hún lagt veggi hér og þar um Suðurland undir myndir sínar.

Fyrst skal getið sýningar í Gallerí Miðgarði, við Austurveg á Selfossi. Þar sýnir hún olíu- og acrylverk. Gréta hefur áður sýnt í Miðgarði. Það var árið 2000. Gréta ætlar að vera í Miðgarði laugardaginn 3. desember og hitta sýningargesti. Þá verður hún með innrammaðar vatnslitamyndir með sér sem hafa verið vinsælar tækifærisgjafir.

Á veitingastaðnum Menam á Selfossi eru til sýnis olíu- acryl- og vatnslitamyndir. Á veggjum Landsbankans við Austurveg eru einnig myndir eftir hana. Aðallega acryl-myndir.

Í Tungunum gefst fólki einnig kostur á að sjá verk eftir Grétu. Í Bjarnabúð hanga uppi málverk eftir hana og á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu sýnir hún ljósmyndir í fyrsta sinn.

Verkin eru öll vandlega innrömmuð og því gæti leynst á sýningarstöðunum falleg jólagjöf, hver veit! Allir eru hjartanlega velkomnir og vonast listamaðurinn til að gestir njóti vel.

 
  Ringó, Perla & Andrea frænka

Ringó, Perla & Andrea frænka
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Andrea frænka kom í heimsókn á sunnudaginn. Þá var þessi mynd tekin.
 
  Aðventutónleikar

Aðventutónleikar
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
sunnudagur, nóvember 27
  Messa
Var að koma úr messu í Skálholti. Ég hef ekki enn komið í Skálholtskirku án þess að troða þar upp með einhverjum hætti. Núna var ég að syngja með kórnum. Presturinn var klukkutíma og 14 mínútur að þessu. Það finnst mér of langt. 40 mínútur, max 45 mínútur.

Gréta og krakkarnir eru á Selfossi að ná sér í efni til að búa til aðventukrans. Halldóra systir er með þeim og ætlar líka að búa sér til svoleiðis. VIð kveikjum svo einu kertu á, eins og segir í kvæðinu. Nú er ég sem sagt einn í koti. Það er ómetanlega gott svona endrum og sinnum. Það hefur nú varað í hálftíma og hver veit nema ég nái öðrum hálftíma. Aaaaahhhh..... Meirháttar!
 
föstudagur, nóvember 25
  Raddir þjóðar
Hér í skólanum voru tónlistarmenn. Það var hljómsveitin Raddir þjóðar sem flutti nokkur tóndæmi fyrir krakkana. Efniviðurinn er frábær. Það eru þessi gömlu kvæði og þulur, þessar upptökur sem til eru á Árnastofnun og Þjóðminjasafninu með gömlu fólki fara með sitt af hverju sem það hefur lært einhverntíma á lífsleiðinni. Þetta eru náttúrulega gríðarleg verðmæti og gaman að tónlistarmenn skulu vera farnir að gefa þessu gaum og leika sér með þetta.

Þessi meðferð þeirra Péturs Grétarssonar og Sigurðar Flosasonar er svona sérsniðin að þeirra þörfum. Þ.e. að geta flutt þetta fyrir breiðan hóp grunnskólabarna á sal í 40 mínútna heimsókn. Krakkarnir voru stórhrifnir. Mér fannst þetta fínt hjá þeim en þó hefði verið hægt að gera þetta þannig að mér líkaði miklu betur.
 
fimmtudagur, nóvember 24
  Horft á fótbolta og sungið
Já í fyrradag sá ég Manchester spila í Meistaradeildinni. Það var gaman að sjá loksins fótbolta en ég hefði nú getað lent á betri leik. Það vantar eitthvað upp á hjá Ferguson og félögum. Það verður spennandi að fylgjast með í janúar hvaða leikmenn hafa fengist til liðsins. Í gærkvöldi sá ég svo aðeins af leik Chelsea. Það var nú eitthvað annað. Þeir eru með miklu betra lið.

Annars hef ég ekki fylgst mikið með boltanum síðustu misserin. Núna hef ég miklu meiri ánægju af því að stússast í músík. Það var kóræfing í gær. Það er alltaf verið að æfa fyrir tónleikana 10. desember. Ég finn svolítið fyrir því í þessu kórastússi hvað mig skortir reynslu til að starfa í svona góðum og vel þjálfuðum kór. En þannig tilfinning er sennilega það sem maður þarf til að ná upp einbeitingu og metnaði til að ná sama standart og hinir sem kunna þetta allt saman. En þetta er gaman. Það vantar ekki.
 
þriðjudagur, nóvember 22
  Langt er um liðið
Um síðustu helgi (eða á síðustu helgi, eins og það heitir fyrir vestan) fengu krakkarnir að gista hjá Halldóru systur minni. Hákon var með Gabríel vini sínum og þeir gistu líka fyrir sunnan, hjá ömmu hans. Við Grétu fengum svo að leggja okkur hjá Atla bróður. Það var nefnilega mikið um að vera. Ég var að spila á balli í Grafarholti. Við í hljómsveitinni buðum konunum með og fengum okkur að borða með veislugestum. Þetta var ágæt skemmtun.

Krakkarnir voru ánægðir með vistina hjá Halldóru frænku sinni og Hákon alsæll sömuleiðis.

Næsta gigg er svo í Skálholti 10. desember. Þá heldur kórinn árlega jólatónleika. Mér skilst að þetta sé alltaf rosalega flott og oftast uppselt á tónleikana. Þess vegna verða tvennir tónleikar í þetta skiptið. Þið sem fílið góða tónlist sem flutt er í besta tónleikasal landsins ættuð að panta miða sem fyrst. Einsöngvarar með kórnum eru Páll Óskar og Diddú. Um kvöldið ætla söngvarar og hljóðfæraleikarar að lyfta sér upp á Kaffi Kletti við undirleik hljómsveitarinnar Blek og byttur.
 
mánudagur, nóvember 14
  Afmæli
Í gær var 13. nóvember. Þá átti pabbi afmæli. Hann er í Róm. Til hamingju með daginn pabbi minn.
 
  Helgin siðasta
Það var nóg um að vera hjá okkur á laugardaginn. Gréta fór til Selfoss til að vera viðstödd jarðarför. Ég var allan daginn í Skálholtskirkju að syngja inn á plötu með Skálholtskórnum. Krakkarnir voru í pössun á sveitabæ hér í grenndinni. Hákon fékk að gista. Á laugardagskvöldið fór ég svo upp að Geysi til að spila dinnertónlist fyrir matargesti á Hótel Geysi. Við vorum tveir, Hilmar Örn á píanó og ég á mandólín. Á eftir stóð svo Þurðiður Sigurðar fyrir söngdagskrá í tilefni af 40 ára söngafmæli hennar. Sú dagskrá varð dinnertónlist okkar Hilmars. Við fengum fjórrétta veislumáltíð mmmm... Við enduðum svo bara í rólegheitunum heima hjá okkur Grétu í góðu spjalli. Þetta var hið huggulegasta kvöld.
 
þriðjudagur, nóvember 8
  Á snjóþotu með afa

Á snjóþotu með afa
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Krakkarnir fóru aðeins í lautina með afa sínum að renna sér í snjónum. Það var auðséð á tilbrigðum þeirra við skaflana að þau hafa ekki sömu reynsluna af þess háttar leikjum eins og jafnaldrar þeirra á Vestfjörðum. En þeim þótti skemmtilegt að leika sér í snjónum.
 
  Maturinn hjá mömmu

Maturinn hjá mömmu
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Maturinn hjá mömmu er alveg einstakur. Þetta sem hér er á þessari mynd matreiddu þau pabbi á laugardagskvöldið. Þetta eru klær af krabbakvikindinu rússneska sem er að eyða öllu lífi við strendur Noregs. Jón Óli (móðurbróðir minn) kom með þetta úr Smugunni. Pabbi grillaði þetta bara í smá stund og bragðið var algjört æði. Þau gerðu líka humarrétt sem var gríðarlega bragðgóður en hann jafnaðist samt sem áður ekki á við þessar krabbaklær. Fyrsta flokks kvöldverður hjá okkur á Holtastígnum (ekki í fyrsta skipti)!
 
laugardagur, nóvember 5
  Ég og fræga fólkið
Úti í Bergen var ég í herbergi 420 á hótelinu Augustin. Í herbergi 424 var fyrrverandi bassaleikari The Rolling Stones, Bill Wyman. Ég var ekkert að bögga hann en lenti einu sinni í návígi við hann. Ég lét hann bara eiga sig. Síðast þegar ég var á kennaranámskeiði í útlöndum gisti Desmond Tutu á sama litla sveitahótelinu. Bara svona að láta vita af þessu.
 
föstudagur, nóvember 4
  Fyrir vestan
Nú erum við stödd í Bolungavíkinni. Við keyrðum í blíðskaparveðri í gær. Það er vetrarfrí í skólanum svo helgin er löng. Það er alltaf jafngott að koma heim til mömmu og pabba. Það er svolítill snjór í Víkinni en annars var snjólétt á leiðinni hingað og greiðfært. Nú er bara að hefjast handa við að sinna þeim málum sem yfirleitt er sinnt í ferðum sem þessum: Fara á Ísafjörð í Gamla bakaríið, heimsækja ömmu og Sirrý, fara kannski í sund og renna sér á sleða í lautinni.
 
þriðjudagur, nóvember 1
  Frost er úti fuglinn minn
Slysin gera ekki boð á undan sér. Í síðustu viku fékk heimilispáfagaukurinn Kamilla að kynnast því. Kamilla er af kyni sem heitir lovebird og þeir fuglar elska að leika sér. Þeir ráðast t.a.m. á blýantinn hjá krökkunum þegar þeir eru að skrifa. Kamilla okkar hefur átt Hring litla að vini og sótt í félagsskap hans. Nú svo vildi það til s.l. fimmtudag að Gréta var að ryksuga og fuglinn ætlaði að leika sér við ryksugustútinn. Það hafði þær afleiðingar í för með sér að nú er fuglinn dauður.

Hákon brotnaði algjörlega saman við þetta og hringdi í mig út til Bergen til að láta mig vita. Hann sagði mér að hann ætlaði að jarðsetja fuglinn daginn eftir. Svo brast á með frosti og hríð þannig að fuglinn var settur í frystinn og jarðsetning verður að bíða betri tíma. Ferðafélagar mínir í Bergen gerðu sitt til að hughreysta mig og ortu minningarljóð um Kamillu. Ég mun birta það hérna innan skamms.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]