Tilraunavefurinn
laugardagur, október 31
  Teinar
Ég er aftur kominn með teina. Ég var í tannréttingum frá 6 eða 7 ára aldri og fram yfir 17 ára aldur. Þá var ekki gengið þannig frá málum að það ástand sem þá hafði verið skapað í kjaftinum á mér gæti haldist óbreytt í ókomna tíð. Og nú er ég kominn með teina framan á 8 tennur í neðri gómi. Þetta var límt upp í mig í gær og strekkt vel á því. Nú segi ég eins og Jens og ég meina það: „Mér er svo illt í tönnunum mínum."
 
  Syngur af hjarta englahjörð
Þetta er víst titillinn á jólaplötunni sem ég fjallaði um hérna fyrir fáeinum dögum. Linkurinn vísar á umfjöllun um verkefnið á heimasíðu Fella-og Hólakirkju.
 
fimmtudagur, október 29
  Tilraunavefurinn - svör við ýmsu
Í fyrra eða hitteðfyrra bloggaði ég um Gunnar nokkurn Hilmarsson sem ég sá í viðtali í Kastljósi um fatahönnun. Ég þóttist muna eftir honum úr nýbylgjupopphljómsveitinni Rauðum flötum en gat ekki séð á gúgl-leiðangri að hann hefði verið í þeirri góðu hljómsveit. Bað ég því lesendur um að hjálpa mér. Orri, aðalsprautan í nýbylgjubandinu Óþekktum andlitum frá Akranesi, hélt að Gunnar hefði verið með Davíð Traustasyni úr Rauðum flötum í hljómsveit eftir að Fletirnir voru hættir. Hann var þó ekki viss og mundi ekki nafnið á því bandi. Nú var ég að fletta í gegnum gamlar bloggfærslur og rekst þá þar á athugasemd sem umræddur Gunnar hefur ritað við færsluna mína.

Tilvitnun hefst:

Andersen & Lauth said...
Rakst á Þetta í gegnum " gúgl " var að reyna að finna félaga Davíð sem ég hef ekki heyrt í í mörg ár. Ég heiti Gunni, bandið var Efirlitið og ég spilaði á bassa og geri reyndar enn.

Gunni

Tilvitnun lýkur.

Þá höfum við það á hreinu. Maður er alltaf að læra eitthvað. Eftirlitið var það.
 
mánudagur, október 26
  Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?
Sú sem ég segi vera skylda mér er svo skyld mér að ég get eiginlega ekkert gefið uppi um það mál, nema það að hún á fjóra bræður. En um hina gildir allt annað. Ættir okkar koma saman í þeim Jóni Brynjúlfssyni og Margréti Guðmundsdóttur. Þau dóu fyrir 170 árum.

Ég hitti þær hér á Akureyri.

Hverjir er Víkararnir?
 
sunnudagur, október 25
  Hver er Víkarinn?
Nú verður spurt um tvo Víkara í einu.

Tvær bolvískar konur urðu á vegi mínum. Önnur er hávaxin, hin lægri. Önnur er ljóshærð, hin dökkhærðari. Önnur er frænka mín, hin tengist mér lítið, en þó svolítið og með allt öðrum hætti en með skyldleika við mig. Önnur þeirra er yngri en ég, hin eldri en ég. Þær hafa líka báðar átt heimili sitt tiltölulega nálægt húsi foreldra minna sem stendur við Holtasíg.

Hverjar eru þær?
 
  Litróf um jól
Á næstu vikum mun koma út ofboðslega falleg jólaplata sem ég hef tekið þátt í að framleiða. Upptökur sem ég gerði með Hilmari Erni og kórkrökkunum í Biskupstungunum og eins plata sem við Hilmar Örn gerðum með tónmenntakennaranum Önnu Björns og krökkunum hennar í Vík í Mýrdal hafa vakið eftirtekt margra sem sinna tónlistarstarfi með börnum. Varð það til þess að við vorum fengnir til að leiða verkefni hjá barnakór sem hefur aðsetur sitt í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Þar starfar sem djákni kona sem heitir Ragnhildur og hún stjórnar líka þessum barnakór. Ragnhildur hefur fyrir tómstundaiðju að semja lög og texta. Og þetta eru mjög falleg lög. Flest laganna á plötunni eru eftir hana. Tvö eru eftir Svavar Knút, einn norskur jólastandard er á plötunni og eitt lagið gerði ég.

Ég var að fá sendar með tölvupósti nokkur tóndæmi þar sem búið er að fullvinna upptökurnar sem við gerðum síðastliðið vor og í sumar. Þetta kemur svo vel út að ég fyllist hreinlega stolti yfir því að hafa tekið þátt í að búa þetta til.

Þetta er verkefnið hennar Ragnhildar og hún var náttúrulega aðalsprautan í þessu öllu. Við Hilmar Örn komum svo að þessu með þekkingu og reynslu sem við höfum öðlast frá því að hafa unnið svipuð verkefni áður. Við útsettum grunn laganna, réðum upptökumann og meðspilara til að spila þetta inn með okkur. Guðný organisti kirkjunnar gerði nótnaskrift af nokkrum laganna fyrir kórinn og hljóðfæraleikarana. Hilmar Örn hafði svo yfirumsjón með upptökum á söng og hljóðfæraleik, fínpússaði útsetningarnar og stjórnaði hljóðblöndun.

Jón Skuggi tók upp og hljóðblandaði með Hilmari. Við vorum fjórir sem spiluðum inn grunnana. Ég á gítar, Hilmar Örn á flygil, Jón Skuggi á kontrabassa og Erik Quick á trommur. Svo var bætt ofan á þessa grunna einstaka orgelhljómum frá Hilmari, slagverki frá Erik og Frank Aarnink, gítar- og mandólínlínum frá mér, Sigurgeir Sigmunds spilar smá lap steel gítar, Hjörleifur á fiðlu og Jóel Páls á sax.

Sérstakur gestur kemur fram á plötunni og gerir alveg frábæra hluti. Það er Svavar Knútur. Hann syngur einsöng með kórnum og leggur auk þess til tvö falleg jólalög sem hann flytur að sjálfsögðu með kórnum líka.

Mig minnir að platan eigi að heita Litróf um jól. Þetta er hátíðleg, falleg og einlæg jólaplata. Jólagjöfin í ár!
 
fimmtudagur, október 22
  Lítil saga af þekktu lagi

Keli sem spilar með mér í hljómsveitinni Bleki og byttum var trommuleikari í hinni landsþekktu sveit Logum frá Vestmannaeyjum sumarvertíðina 1975. Þá hafði Óli Back, trommari Loganna (og æskuvinur tengdapabba), tekið hlé frá spilamennskunni þar sem hann vildi sinna betur fjölskyldunni sem hafði þá nýlega stækkað með fæðingu drengs, sem síðar varð nú trommuleikari í einni af vinsælustu dægurhljómsveitum landsins, Hanna Back í Skítamóral. Keli lætur vel af vistinni hjá Logunum. Segir þetta hafa verið skemmtilegan tíma. Einhverju sinni spurði ég hann að því hvort það hafi ekki fallið í hans hlut að syngja Minningu um mann af því að Óli Back hafði nú gert það. Óli syngur lagið í útgáfunni sem hér fylgir og er á Youtube, upptka úr Sjónvarpinu frá 1973, og það er hann sem syngur þá útgáfu sem oftast heyrist og fólk þekkir. Keli segir að það hafi nú aldrei komið til þess að hafi þurft að syngja neitt af því sem Óli söng með bandinu því hanni hafi ekki látið sig vanta á böllin í Eyjum þótt hann hefði ekki verið í hljómsveitinni þetta eina sumar. Hann söng þetta bara áfram sjálfur.
 
laugardagur, október 17
  Hver er Víkarinn?
Víkarinn sem ég spyr nú um hermdi eftir bróður sínum í stuttu spjalli sem við áttum saman í dag. Á meðan var hann bæði orðljótur og ör.

Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, október 14
  Hver er Víkarinn?
Um síðustu helgi var starfsmannagleði hjá okkur sem störfum í skólanum þar sem ég er að kenna. Síðasti viðkomustaður minn kvöldið sem þetta stóð áður en ég fór heim var kráin þar sem ég hef verið að spila undanfarið. Þarna rakst ég á Bolvíking. Við töluðum nú ekkert saman, nema að ég lofaði honum að nú myndi ég spyrja um hann í leiknum Hver er Víkarinn?

Hér eru vísbendingar um Víkarann:
Hann var nemandi í Grunnskóla Bolungavíkur þegar ég kenndi þar 97-99. Hann slapp samt að mestu leyti við mig. Ég kenndi aftur á móti árgöngunum sem eru eldri en hann og einum árgangi sem er yngri en hann.
Hann er meiri Skagamaður en ég. Þótt ég hafi búið á Skaganum en hann ekki. Hann á sennilega skyldmenni á Skaganum í móðurætt og ég veit fyrir víst að hann á þar fjölda skyldmenna í föðurætt. Meðal annars gamla nemendur mína. Fyrir skömmu nafngreindi ég tvo frændur hans hér á síðunni.

Hver er Víkarinn?
 
fimmtudagur, október 8
  Tankurinn hans Önna
Smáræði af vestfirskum tónlistarmanni og kynni mín af honum.

Einu sinni unnum við Önni Páls saman að tónlist fyrir hóp úr Kvikmyndaskóla Íslands sem var að gera stuttmynd. Það koma þannig til að við settum músíkina við myndina, ég og Bjöggi vinur minn. En fengum svo Ödda frænda minn til að hjálpa okkur við upptökurnar á eitthvert gamaldags upptökutæki sem hann átti. Öddi hafði svo Önna vin sinn með sér þegar henn kom til að vinna verkefnið. Það reyndist vera hinn mesti happafengur fyrir okkur. Hann var bæði öruggur og röskur snúrumaður og tengjari og taktviss á tambórínunni. Og gott ef hann lék ekki líka á bassa fyrir okkur. Það er eins og mig minni það. Hann endaði eiginlega í aðalhlutverki í hljóðfæraleiknum.

Okkur var svo öllum boðið á frumsýningu myndarinnar í Tjarnarbíói. Halldór Gylfason var nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum og lék hann aðalhlutverkið í myndinni. Ég man ekki lengur um hvað hún var. Við sátum þarna saman og biðum alveg þangað til kreditlistinn hafði rúllað allur yfir skjáinn til að sjá nöfnin okkar á honum. Jú, þarna var þetta allt; Tónlist: Björgvin Ívar Guðbrandsson, Karl Hallgrímsson, Örn Elías Guðmundsson og Önni Önfirðingur. Eitthvað hafði misfarist að spyrja pilt að nafni og þetta var látið duga. Ég hafði ekki hitt Önna síðan þetta var þangað til nú um páskana. Við þekkjumst ekkert en eigum marga sameiginlega vini og kunningja, eins og gengur. Um páskana kynnti ég mig fyrir honum því við stóðum einhverra hluta vegna hlið við hlið á rokktónleikum. Ég hélt að hann vissi ekkert hver ég væri. En hann var nú með á nótunum þótt langt væri um liðið og rifjaði þessa atburði upp fyrir mér . Hann mundi þó best eftir kreditlistanum.

Önni Páls er hörkutrommari. Hann er líka liðtækur upptökumaður og hljóðmaður og rekur hljóðver í gömlum lýsistanki niður við fjöru hjá Sólbakka, sem er rétt utan við Flateyri. Ég held hann sé líka að kenna músík. Í fyrirsögninni er linkur á heimasíðu hljóðversins Tanksins. Þar er að finna mjög flottar ljósmyndir sem Ágúst Atla á Ísafirði tók og vann fyrir Tankinn. Í dag var frétt um Tankinn á BB.

Upptökusessionin sem við gerðum fór fram í húsi á Seltjarnarnesi eða á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness sem var þá og er enn í eigu Jóns Þórs nokkurs, sem tengdist líka þessum kvikmyndageira og sjónvarpseitthvað á þessum árum. Hann bjó með einhverjum f´leögum og frændum á eftri hæðinni en Bjöggi leigði af honum kjallaraíbúð. Þessi Jón Þór varð skömmu síðar tengdasonur Vestfjarða og er ein aðaldriffjöðurin við árlega tónleikahaldið á Ísafirði um páskana. Svona er tengingarnar í rokkinu. Svei mér þá!
 
sunnudagur, október 4
  Bílskúrsbönd - Kraftaverk
Kraftaverk er ein þekktasta hljómsveit Bolvíkinga. Hún var skipuð strákum 11 og 13 ára og hún æfði í skólanum, naut framan af leiðsagnar Sossu og kom fram í Stundinni okkar.

Þessi hljómsveit var skipuð frændunum Ella Kristjáns og Ella Ketils, Þorláki, Jónasi Vilhelms, Hjálmari og Stebba Arnalds. Ég tók fram í pistlinum í gær að í hljómsveitum væru menn stungnir í bakið. Það var líka í þessari hljómsveit. Ég var einu sinni fenginn til að koma á æfingu til að syngja. Það var sem sagt boðuð æfing, allir voru boðaðir nema söngvarinn, henni var haldið leyndri fyrir honum. Þetta var sem sagt eftir að Sossa hafði sleppt af þeim beislinu og var hætt sem listrænn stjórnandi. Ég man vel eftir þessu. Ég man líka að ég heyrði út undan mér frá einhverri stelpu að strákunum í Kraftaverk hefði ekkert litist á mig af því ég hefði verið svo frekur og ráðríkur. Það var líka hárrétt og ég vissi það. En ég réð bara ekkert við frekjuna í mér. Þetta var svolítið sérstakt, því ég var ekki vanur að vera frekja. En á þessari einu æfingu minni með Kraftaverk reyndi ég að taka öll völd í mínar hendur og skipti mér af öllu og vildi að allt yrði gert eftir mínu höfði. Við rifumst nú samt ekkert. En ég skynjaði að strákunum leið ekki vel með mig innanborðs og ég var ekki boðaður aftur til æfingar með Kraftaverki.
 
laugardagur, október 3
  Bílskúrshljómsveitir
Hér er síða sem Gunnar Hjálmarsson er búinn að setja upp með myndum og gigglista hljómsveitar sem hann var í þegar hann var 16 ára, árið 1981. Mér finnst þetta alveg frábært framtak og mjög skemmtilegt að skoða myndirnar. Ég var eiginlega ekkert í svona böndum þegar ég var strákur, því miður. Það er frábær músíkskóli að vera í bílskúrshljómsveit og líka gríðarleg þjálfun í þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi (eins og það er orðað í góðri bók). Það er mikið verið að stinga fólk í bakið í þeim bransanum og mynda samstöðuhópa innan banda og utanaðkomandi afskipti geta verið erfið viðureignar og sett allt upp í loft.


Reynsla mín af bílskúrsböndum


Smá um eitt bandið sem ég var í. Kannski kemur eitthvað um önnur bönd í kjölfarið.
Ég man ekki hvernig það kom til að bandið var stofnað. Það var samt örugglega ekki ég sem átti frumkvæðið að því.

Á Skaganum var ég í fáeinum svona böndum sem höfðu reyndar öll skamman líftíma. Þau voru stofnuð í kringum árlegan viðburð, reyndar stórmerkilegan viðburð, tónlistarkeppni í Bíóhöllinni á vegum tónlistarklúbbs Nemendafélags Fjölbrautaskólans. Einu sinni byrjuðum við snemma að æfa í bandi sem fékk nafnið Pikk-ís og átti taka áhrif frá Pixies sem þá hafði nýgefið út plötunu með franska nafninu: Trompe le Monde. Pikk-ís hafði komið fram sem upphitunaratriði á tónleikum og allt fyrir keppnina og bjó að því og vann þessa keppni. Reyndar fannst mér það ekki verðskuldað. Mér fannst eitt bandið vera betra en okkar band, en eitthvað höfum við haft til brunns að bera því dómnefnd og salur valdi okkur besta bandið. Þetta var um haustið 1991 þegar ég var 18 ára. Ég söng og lék á rafmagnsgítar í sumum laganna, Erlingur var lead-gítaristinn, Ingþór á bassa, Gummi Claxton trommaði og Elfa Sif (man samt ekki alveg hvort hún heitir það) söng bakraddir og aðalrödd í einum kafla.

Verðlaunin voru stúdíótímar til að taka upp tvö lög. Við tókum upp Bítlalagið Things we said today, í næstum eins útgáfu og Trúbrot hafði gert tuttugu árum áður. Svo tókum við upp lag sem við sömdum saman og ég gerði texta við. Það heitir eitthvað Undarleg, man ekki alveg. Þetta er til á spólu. Ég man að hugmyndinni að textanum stal ég frá vini mínum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Hann var svona bókmenntalega þenkjandi. Hann fór einhverntíma með ljóð eftir sjálfan sig á fylleríi sem ég mundi náttúrulega ekki, en idean var sú sama. Hér með játa ég. Á gigginu sjálfu í Bíóhöllinni lékum við líka White room með Cream og Educational með Pixies og sjálfsagt eitt frumsamið til viðbótar.

Ef einhver sem les þetta á myndir af þessari hljómsveit þá má senda mér þær. Já, takk. Og ég skal birta þær hér.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]