Tilraunavefurinn
fimmtudagur, október 8
  Tankurinn hans Önna
Smáræði af vestfirskum tónlistarmanni og kynni mín af honum.

Einu sinni unnum við Önni Páls saman að tónlist fyrir hóp úr Kvikmyndaskóla Íslands sem var að gera stuttmynd. Það koma þannig til að við settum músíkina við myndina, ég og Bjöggi vinur minn. En fengum svo Ödda frænda minn til að hjálpa okkur við upptökurnar á eitthvert gamaldags upptökutæki sem hann átti. Öddi hafði svo Önna vin sinn með sér þegar henn kom til að vinna verkefnið. Það reyndist vera hinn mesti happafengur fyrir okkur. Hann var bæði öruggur og röskur snúrumaður og tengjari og taktviss á tambórínunni. Og gott ef hann lék ekki líka á bassa fyrir okkur. Það er eins og mig minni það. Hann endaði eiginlega í aðalhlutverki í hljóðfæraleiknum.

Okkur var svo öllum boðið á frumsýningu myndarinnar í Tjarnarbíói. Halldór Gylfason var nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum og lék hann aðalhlutverkið í myndinni. Ég man ekki lengur um hvað hún var. Við sátum þarna saman og biðum alveg þangað til kreditlistinn hafði rúllað allur yfir skjáinn til að sjá nöfnin okkar á honum. Jú, þarna var þetta allt; Tónlist: Björgvin Ívar Guðbrandsson, Karl Hallgrímsson, Örn Elías Guðmundsson og Önni Önfirðingur. Eitthvað hafði misfarist að spyrja pilt að nafni og þetta var látið duga. Ég hafði ekki hitt Önna síðan þetta var þangað til nú um páskana. Við þekkjumst ekkert en eigum marga sameiginlega vini og kunningja, eins og gengur. Um páskana kynnti ég mig fyrir honum því við stóðum einhverra hluta vegna hlið við hlið á rokktónleikum. Ég hélt að hann vissi ekkert hver ég væri. En hann var nú með á nótunum þótt langt væri um liðið og rifjaði þessa atburði upp fyrir mér . Hann mundi þó best eftir kreditlistanum.

Önni Páls er hörkutrommari. Hann er líka liðtækur upptökumaður og hljóðmaður og rekur hljóðver í gömlum lýsistanki niður við fjöru hjá Sólbakka, sem er rétt utan við Flateyri. Ég held hann sé líka að kenna músík. Í fyrirsögninni er linkur á heimasíðu hljóðversins Tanksins. Þar er að finna mjög flottar ljósmyndir sem Ágúst Atla á Ísafirði tók og vann fyrir Tankinn. Í dag var frétt um Tankinn á BB.

Upptökusessionin sem við gerðum fór fram í húsi á Seltjarnarnesi eða á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness sem var þá og er enn í eigu Jóns Þórs nokkurs, sem tengdist líka þessum kvikmyndageira og sjónvarpseitthvað á þessum árum. Hann bjó með einhverjum f´leögum og frændum á eftri hæðinni en Bjöggi leigði af honum kjallaraíbúð. Þessi Jón Þór varð skömmu síðar tengdasonur Vestfjarða og er ein aðaldriffjöðurin við árlega tónleikahaldið á Ísafirði um páskana. Svona er tengingarnar í rokkinu. Svei mér þá!
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]