Tilraunavefurinn
fimmtudagur, desember 31
  Hver er Víkarinn?
Áramóta-Víkarinn er frændi Hannesar Más og Halla Pé og þeir þreytast seint af því að segja söguna af kynnum þeirra af honum þegar hann var púki í 5. - eða 6. flokki í fótboltaliði UMFB. Hann er bráðskemmtilegur, fjallmyndarlegur, fluggreindur og kemur ákaflega vel fyrir. Ég er eiginlega viss um að hann hafi vonast eftir að ég tæki hann fyrir hér á síðunni þegar við kinkuðum kolli hvor til annars þegar við vorum að kaupa flugeldana af björgunarsveitinni Súlum fyrr í dag. Hann var þannig á svipinn.

Hver er Víkarinn?
 
laugardagur, desember 26
  Nýjar myndir

Jólamyndin 2009
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Fyrstu myndirnar á myndasíðunni síðan um páska.
 
föstudagur, desember 25
  Hver er Víkarinn?
Jólagetraunin. Hjón frá Bolungavík voru meðal kirkjugesta í Akureyrarkirkju á jóladag. Þau urðu vitni að stórbrotnu forspili organistans á Bjart er yfir Betlehem. Ég hef ákveðið að þrautin að þessu sinni snúist um að komast að því hver þau eru. Hér koma vísbendingarnar.

Fyrsta vísbendingin er náttúrulega sú að þau hafi verið stödd hér á Akureyri um jólin. Hvaða erindi skyldu þau hafa átt hingað?

Önnur vísbending gæti falist í því að tengja þau tveimur fjallanna í fjallahringnum okkar heima.

Hefð er fyrir því að nefna skyldmenni til sögunnar. En ef ég gerði það yrði þetta alltof létt. Látum það bíða. Og ég bið afkomendur þessara hjóna að sitja hjá að þessu sinni.
 
mánudagur, desember 21
  Karl & mennirnir
Hljómsveitin fer í gang strax eftir áramót og stefnir á tónleika í janúar eða febrúarbyrjun. Sami Karlinn - nýir menn, Norðanmenn. Gamalt og nýtt efni eftir mig. Það hafa ekki margir heyrt þetta. Búinn að ráða trommara, bassaleikara, gítarleikara og organista. Grunnurinn er lagður! Ég hlakka til.
 
miðvikudagur, desember 16
  Hver er Víkarinn?
Vinnur í sama húsi og ég.
Númer þrjú í röð systkina. Á þrjá bræður og þrjár systur.
Ég lék fótbolta með tveimur bræðranna, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki.

Hver er Víkarinn?
 
mánudagur, desember 14
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Þessi náfrænka mín er vinur minn á Facebook. Meðal annarra Víkara sem tengjast henni vináttuböndum þar eru Elín, Ragnheiður og Reynir Ragnarsbörn. Þótt ég muni náttúrulega eftir henni úr Bolungavík sumar eftir sumar eftir sumar, mundi hún ekkert eftir mér þegar við kynntumst loksins í fyrra.

Hver er Víkarinn?
 
sunnudagur, desember 13
  Hver er Víkarinn?
Nú sit ég með konu sem er meira skyld mér en Anna Svandís og Danni. Maðurinn hennar tengist Bolungavík með þeim hætti að hann ber nafn föðurbróður síns, sem fórst með Heiðrúninni í febrúar 1968.
 
laugardagur, desember 12
  Hvar ætli þessi gítar sé niðurkominn?
Eyþór Þorláksson með flottan gítar á Mallorka 1962. Á myndinni eru líka Didda Sveins og spánskir hljóðfæraleikarar.
 
miðvikudagur, desember 9
  Hver er Víkarinn? (Þriðja vísbending)
Ef smellt er á fyrirsögnina kemur upp ljósmynd. Á þeirri mynd er bæði faðir og tengdafaðir Víkarans sem ég spyr um?

Hver er Víkarinn?
 
mánudagur, desember 7
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Yngri hálfbróðir Víkarans sem ég spyr um er enn meira skyldur mér en hann. Sá er skyldur mér í gegnum báða foreldra sína og báða foreldra mína. Sá er meira að segja systkinabarn við annað foreldri mitt. Hver er stóri bróðir?
 
laugardagur, desember 5
  Hver er Víkarinn?
Þennan Víkara hitti ég í Þjóðleikhúsinu í síðasta mánuði. Hann býr í Reykjavík. Þar hefur hann búið í rúman áratug. Í mörg ár þar á undan bjó hann og starfaði á stað þar sem hann veitti þjónusu fólki frá hinum ýmsu byggðum landsins. Meðal þeirra Bolvíkinga sem hjá honum voru um tíma er Reimar á Hreggnasanum. Ég veit að þeim kom ákaflega vel saman.

Hann á ekki marga nákomna ættingja í Víkinni, þ.e. fólk sem tengist honum blóðböndum, en fáeina bolvíska ættingja á hann sem eru svolítið minna skyldir honum. Þeirra á meðal er ég sjálfur.

Nú á unga fólkið ekki séns!

Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]