Hver er Víkarinn?
Áramóta-Víkarinn er frændi Hannesar Más og Halla Pé og þeir þreytast seint af því að segja söguna af kynnum þeirra af honum þegar hann var púki í 5. - eða 6. flokki í fótboltaliði UMFB. Hann er bráðskemmtilegur, fjallmyndarlegur, fluggreindur og kemur ákaflega vel fyrir. Ég er eiginlega viss um að hann hafi vonast eftir að ég tæki hann fyrir hér á síðunni þegar við kinkuðum kolli hvor til annars þegar við vorum að kaupa flugeldana af björgunarsveitinni Súlum fyrr í dag. Hann var þannig á svipinn.
Hver er Víkarinn?