Tilraunavefurinn
þriðjudagur, júní 28
  Knattspyrna
Ég er búinn að spila þrjá leiki með liði Tungnamanna í Suðurlandsdeildinni. Formið er ffrekar slakt og ég helyp ekki mikið og fer ákaflega hægt yfir. En samt er ég hvorki feitastur né hægastur í deildinni. Það var einn í gær sem náði mér ekki á sprettinum! Ég er lengi að jafna mig. Hef átt erfitt með gang í dag. Við gerðum jafntefli í gær 3-3. Næsti leikur verður á föstudaginn. Þá ætla ég að skora mark!
 
  hitt og þetta
Lítið um blogg þessa dagana. Sumar. Já ég fór að spila fyrir Hrunamenn og gesti þeirra brekkusöngnum á Iðandi dögum á Flúðum. Þar andaði ég að mér miklum reyk af díselolíu því það hafði blotnað vel í brennunni og því þurfti að skvetta vel á timbrið. Og vindurinn feykti þessu öllu beint inn í vörubílskassann sem ég var inni í. Jæja, þeir tóku svo sem ágætlega undir blessaðir. Þetta gekk prýðilega.

Ég hef ekki spilað eins mikið eða sungið í háa herrans tíð eins og ég hef gert í vetur og vor. Og ég sem hélt að þetta væri liðin tíð. Nú er barasta kominn hugur í mig og ég er farinn að pæla í verkefnum næsta vetrar.

Perla kom eitthvað slöpp heim af leikskólanum í dag.

Á morgun byrja ég á nýju verkefni. Þaki í sveitinni.
 
miðvikudagur, júní 22
  Sumar í sveitinni
Sýningin stendur enn. Það var dúndrandi partí við opnunina. Gríðarlega góð sala á málverkum og mikið stuð, hljómsveit og allt. Margir vinir og ættingjar að fagna með okkur. Það var skemmtilegt.

Núna er ég farinn að mála. Ég hef tekið að mér nokkur verkefni bæði hér í sveitinni og í Rvk. Nóg að gera. Hákon er búinn að vera með mér að leika við barnið á bænum þar sem ég er að vinna. Það gengur mjög vel - þeir eru bekkjarfélagar og fínir vinir.

Um helgina verður Gréta með sölubás á Iðandi dögum á Flúðum og á laugardagskvöldið mun ég stjórna brekkusöngnum þar. Hringur og Perla María fara stundum út með barnfóstru þessa dagana. Þau hafa það fínt.

Kveðja,
K. Johnsen
 
laugardagur, júní 11
  Ástin og lífið
Myndlistarsýning

Gréta Gísladóttir sýnir myndir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Myndefnið er fjölbreytt en eins og oft áður á sýningum Grétu er áherslan á hið jákvæða, glaðlega og bjarta í tilverunni. Myndirnar eru flestar nýjar, málaðar á liðnum vetri og þær eru innrammaðar.

Margir þekkja vatnslitamyndir Grétu. Nú gefst þeim færi á að sjá stærri verk eftir hana, máluð á striga með olíulitum og acryl.

Gréta Gísladóttir er fædd á Selfossi 1973. Hún hélt fyrstu sýningu sína í handverkshúsinu Drymlu í Bolungavík 1995. Hún lagði stund á myndlistarnám; málun og glerlist, í Kunsthøjskolen í Engelsholm í Danmörku 1999 – 2000. Þann vetur tók Gréta þátt í nokkrum nemendasýningum, bæði í skólanum og utan hans. Myndir hennar vöktu eftirtekt og eftir dvölina í Engelsholmskólanum var Grétu boðið að halda einkasýningu í Galleri Åkjærs í miðborg Vejle. Um þá sýningu má lesa á heimasíðu gallerísins, http://aakjaers.dk/page387.asp, þar sem meðal annars kemur fram að fjölbreytt myndefnið, gleði og jákvæður boðskapur einkenni sýninguna.

Gréta hefur einu sinni áður haldið sýningu á Suðurlandi.
Hún sýndi í Miðgarði á Selfossi haustið 2000.

Sýning Grétu á Kaffi Seli á Flúðum stendur frá 12. júní til 3. júlí.
 
fimmtudagur, júní 9
  Ég er svo forspár
..að það nær ekki nokkurri átt.
Þannig er að Danni frændi minn spilar fótbolta með Val. Ég fór þess vegna að kynna mér það lið aðeins og mætti á nokkra leiki í hitteðfyrra og í fyrra. Einn leikmaðurinn vakti strax athygli mína. Mér fannst hann alveg brilljant bakvörður. Hann er stór og sterkur og les leikinn vel. Hann kann mjög vel að verjast en er þar að auki sæmilega fljótur og með frábærar sendingar. Hann er líka ágætur á boltann, að taka á móti honum og getur vel tekið menn á. Svo er hann bæði fínn skallamaður og skotmaður. Mér leist vel á hann í bakverðinum. Svo sá ég nokkra leiki þar sem hann lék sem miðvörður. Þá gat hann ekki neitt. Var mjög óöruggur, klaufskur og utan við sig. Svo fórum við Danni einhverntíma heim til þessa leikmanns að horfa á leik í sjónvarpinu og talið berst að því hvað mér finnist um Valsliðið. Og ég bara segi við gaurinn, sem by the way, heitir Bjarni Ólafur, það sem ég hafði sagð við Danna áður, að ég teldi hann afleitan hafsent en að hann gæti orðið einhver besti bakvörður landsins. Hann var mér ósammála - vildi heldur vera hafsent og hafði meri trú á sér þar. En núna, þegar hann er loksins orðinn fastur í bakverðinum í góðu liði, er hann valinn í landsliðshópinn.
 
  Amma Stína er komin í sveitina
Við Gréta verðum mikið upptekin næstu þrjá daga við undirbúning sýningarinnar. Við erum svo heppin að fá mömmu til að létta undir með okkur. Hún ætlar að passa krakkana fyrir okkur. Fyrsta ferð að Flúðum með myndir verður farin núna í dag. Svo verða föstudagur og laugardagur alveg helgaðir þessu verkefni. Krakkarnir voru ægilega glaðir að sjá ömmu sína þegar hún kom í dag. Ekki nóg með að mamma sé komin heldur skilst mér að pabbi sé lagður af stað líka.
 
miðvikudagur, júní 8
  Skólaslit
Þá er komið að skólaslitum. Það er misjafn háttur hafður á þegar kemur að skólaslitum í skólum. Í sumum skólum er þetta mikil hátíð, á öðrum stöðum er þetta ósköp látlaust og fer að mestu fram í bekkjarstofum með umsjónarkennurum bekkjanna. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast hérna í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Ég veit náttúrulega að allir nemendur fara á sal og þar verða flutt ávörp og slíkt, afhending einkunna útskrifarnema og viðurkenninga. Svo fer hver bekkjardeild til sinnar bekkjarstofu og umsjónarkennarar kveðja nemendurna með einkunnaspjaldi. Hvað fer fram í stofunni skilst mér að sé á valdi hvers umsjónarkennara. Ég veit ekki alveg enn hvernig á ætla að tækla það. Þetta er eitt af því sem er erfitt á nýjum stað. Maður þarf helst að vera í einhverjum takti við væntingar nemendanna og foreldra þeirra en þar sem skólaslit eru, eins og flest annað í starfi hvers skóla, háð hefðum á hverjum stað, er þetta snúið fyrir þann sem ekki hefur verið viðstaddur áður.

Í Grundaskóla var þetta afgreitt þannig að hver umsjónarkennari sér um skólaslitin hjá bekknum. Flestir klára í stofunni en sumir bjóða heim svona stundum, tvisvar fórum við Gunni með krakkana á veitingastað og enduðum þar. En útskriftarnemendur, foreldrar þeirra og starfsfólk er viðstatt hin eiginlegu skólaslit, sem eru mjög formleg og fín. Með því að hafa ekki aðra nemendur tekst að gera athöfnina að athöfn þeirra nemenda sem eru að kveðja. Þetta verður þeirra kvöld. Ég var hrifinn af þessu. En úff... í fyrravor, þegar ég var umsjónarkennari 10. bekkjar, fylgdi útskriftinni mikil vinna! Nú hef ég það bara náðugt - þannig. Það sem er leiðinlegast er að þurfa yfirhöfuð að vera í vinnu - því það er svo mikið að gera hjá Grétu við að koma upp málverkasýningunni sem opnar á laugardagskvöldið. Ég hefði viljað getað hjálpað henni meira. Ég segi eins og einn frístundafrömuður sem ég þekki fyrir vestan: „LJótt með þessu vinnu hvað hún slítur í sundur fyrir manni daginn!"
 
sunnudagur, júní 5
  Galleri Aakjaers, Vejle
Smellið á fyrirsögnina og sjáið hvað þeir eru ánægðir með konuna mína gæjarnir á auglýsingastofu Aakjaers í Vejle.

Þeir hönnuðu gallerí inni í auglýsingastofunni hjá sér. Það er mjög flott. Þar eru tveir fundarsalir sem standa opnir þegar ekki er verið að funda þar og þá verða þeir sýningarstaðir fyrir myndlist sem þeir fíla þessir strákar. Svo héngu líka myndir á veggjunum í anddyrinu eða móttökurýminu eða hvað á kalla það hjá þeim. Fólk gat sem sagt gengið inn af götunni og skoðað myndlist en viðskiptavinirnir fengu líka listsýningu í kaupbæti þegar þeir mættu á staðinn. Sniðug hugmynd og ofboðslega stílhrein útfærsla á henni. Þetta voru rosalegir töffarar í gæjalegum fötum, með sólgleraugu allt. Og svo keyrðu þeir um á töffaralegum bílum og töluðu um myndlist og hönnun eins og þeir þekktu það betur en allir aðrir. (Muniði eftir Nikolaj og Julie í sjónvarpinu? Nikolaj og ungi vinnufélagi hans minntu ískyggilega mikið á þessa gæja.) En galleríið þeirra er flott húsgögnin og myndlistin valin þar inn af smekkvísi.
 
fimmtudagur, júní 2
  Vikarar
Haldaði að ég hafi ekki rekist á 10. bekkinga úr Bolungavík í Keiluhöllinni í gær? Ég þekkti langflest börnin. Þau þekktu mig ekki nema sum. Þau voru í 3. - og 4. bekk þegar ég var að kenna í Víkinni síðast. Þótt ég hafi ekki vitað hvað þau hétu öll kannaðist ég við ættarmótið á þeim flestum, þau líkjast foreldrum og systkinum sem betur fer flest hver. Þarna var systir Gumma Björns, dóttir Kalla Gunn og frænka hans Gísla Líndals úr bekknum mínum á Skaganum, systir Andra úr gamla bekknum mínum í Víkinni, dóttir Svavars og Möggu Lilju, systir Rögnvaldar pensils, Ína Bjarna og svo voru með þeim Gunna Gumma Hafsa & Sólrún Geirs.

Og svo steinlágu Jón Steinar og lærisveinarnir fyrir Stjörnunni í bikarkeppninni.
 
  Rvk
Ég var með hóp af krökkum í Reykjavík í gær. Það var farið í Þjóðleikhúsið og allt skoðað þar, í hvern krók og kima. Síðan var haldið í Keiluhöllina og þar borðuðum við og tókum smá keilu. Við enduðum túrinn á ylströndinni í Nauthólsvík. Það var skemmtilegast. Glæsileg aðstaða sem Reykvíkingar eiga þar.

Það var gaman að sjá Grundaskóla á Akranesi fá viðurkenningu í gær. Frábær skóli - það er engin spurning.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]