Tilraunavefurinn
miðvikudagur, júní 8
  Skólaslit
Þá er komið að skólaslitum. Það er misjafn háttur hafður á þegar kemur að skólaslitum í skólum. Í sumum skólum er þetta mikil hátíð, á öðrum stöðum er þetta ósköp látlaust og fer að mestu fram í bekkjarstofum með umsjónarkennurum bekkjanna. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast hérna í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Ég veit náttúrulega að allir nemendur fara á sal og þar verða flutt ávörp og slíkt, afhending einkunna útskrifarnema og viðurkenninga. Svo fer hver bekkjardeild til sinnar bekkjarstofu og umsjónarkennarar kveðja nemendurna með einkunnaspjaldi. Hvað fer fram í stofunni skilst mér að sé á valdi hvers umsjónarkennara. Ég veit ekki alveg enn hvernig á ætla að tækla það. Þetta er eitt af því sem er erfitt á nýjum stað. Maður þarf helst að vera í einhverjum takti við væntingar nemendanna og foreldra þeirra en þar sem skólaslit eru, eins og flest annað í starfi hvers skóla, háð hefðum á hverjum stað, er þetta snúið fyrir þann sem ekki hefur verið viðstaddur áður.

Í Grundaskóla var þetta afgreitt þannig að hver umsjónarkennari sér um skólaslitin hjá bekknum. Flestir klára í stofunni en sumir bjóða heim svona stundum, tvisvar fórum við Gunni með krakkana á veitingastað og enduðum þar. En útskriftarnemendur, foreldrar þeirra og starfsfólk er viðstatt hin eiginlegu skólaslit, sem eru mjög formleg og fín. Með því að hafa ekki aðra nemendur tekst að gera athöfnina að athöfn þeirra nemenda sem eru að kveðja. Þetta verður þeirra kvöld. Ég var hrifinn af þessu. En úff... í fyrravor, þegar ég var umsjónarkennari 10. bekkjar, fylgdi útskriftinni mikil vinna! Nú hef ég það bara náðugt - þannig. Það sem er leiðinlegast er að þurfa yfirhöfuð að vera í vinnu - því það er svo mikið að gera hjá Grétu við að koma upp málverkasýningunni sem opnar á laugardagskvöldið. Ég hefði viljað getað hjálpað henni meira. Ég segi eins og einn frístundafrömuður sem ég þekki fyrir vestan: „LJótt með þessu vinnu hvað hún slítur í sundur fyrir manni daginn!"
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]