Galleri Aakjaers, Vejle
Smellið á fyrirsögnina og sjáið hvað þeir eru ánægðir með konuna mína gæjarnir á auglýsingastofu Aakjaers í Vejle.
Þeir hönnuðu gallerí inni í auglýsingastofunni hjá sér. Það er mjög flott. Þar eru tveir fundarsalir sem standa opnir þegar ekki er verið að funda þar og þá verða þeir sýningarstaðir fyrir myndlist sem þeir fíla þessir strákar. Svo héngu líka myndir á veggjunum í anddyrinu eða móttökurýminu eða hvað á kalla það hjá þeim. Fólk gat sem sagt gengið inn af götunni og skoðað myndlist en viðskiptavinirnir fengu líka listsýningu í kaupbæti þegar þeir mættu á staðinn. Sniðug hugmynd og ofboðslega stílhrein útfærsla á henni. Þetta voru rosalegir töffarar í gæjalegum fötum, með sólgleraugu allt. Og svo keyrðu þeir um á töffaralegum bílum og töluðu um myndlist og hönnun eins og þeir þekktu það betur en allir aðrir. (Muniði eftir Nikolaj og Julie í sjónvarpinu? Nikolaj og ungi vinnufélagi hans minntu ískyggilega mikið á þessa gæja.) En galleríið þeirra er flott húsgögnin og myndlistin valin þar inn af smekkvísi.