Hver er Víkarinn?
Jólagetraunin. Hjón frá Bolungavík voru meðal kirkjugesta í Akureyrarkirkju á jóladag. Þau urðu vitni að stórbrotnu forspili organistans á Bjart er yfir Betlehem. Ég hef ákveðið að þrautin að þessu sinni snúist um að komast að því hver þau eru. Hér koma vísbendingarnar.
Fyrsta vísbendingin er náttúrulega sú að þau hafi verið stödd hér á Akureyri um jólin. Hvaða erindi skyldu þau hafa átt hingað?
Önnur vísbending gæti falist í því að tengja þau tveimur fjallanna í fjallahringnum okkar heima.
Hefð er fyrir því að nefna skyldmenni til sögunnar. En ef ég gerði það yrði þetta alltof létt. Látum það bíða. Og ég bið afkomendur þessara hjóna að sitja hjá að þessu sinni.