Tilraunavefurinn
sunnudagur, október 25
  Litróf um jól
Á næstu vikum mun koma út ofboðslega falleg jólaplata sem ég hef tekið þátt í að framleiða. Upptökur sem ég gerði með Hilmari Erni og kórkrökkunum í Biskupstungunum og eins plata sem við Hilmar Örn gerðum með tónmenntakennaranum Önnu Björns og krökkunum hennar í Vík í Mýrdal hafa vakið eftirtekt margra sem sinna tónlistarstarfi með börnum. Varð það til þess að við vorum fengnir til að leiða verkefni hjá barnakór sem hefur aðsetur sitt í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Þar starfar sem djákni kona sem heitir Ragnhildur og hún stjórnar líka þessum barnakór. Ragnhildur hefur fyrir tómstundaiðju að semja lög og texta. Og þetta eru mjög falleg lög. Flest laganna á plötunni eru eftir hana. Tvö eru eftir Svavar Knút, einn norskur jólastandard er á plötunni og eitt lagið gerði ég.

Ég var að fá sendar með tölvupósti nokkur tóndæmi þar sem búið er að fullvinna upptökurnar sem við gerðum síðastliðið vor og í sumar. Þetta kemur svo vel út að ég fyllist hreinlega stolti yfir því að hafa tekið þátt í að búa þetta til.

Þetta er verkefnið hennar Ragnhildar og hún var náttúrulega aðalsprautan í þessu öllu. Við Hilmar Örn komum svo að þessu með þekkingu og reynslu sem við höfum öðlast frá því að hafa unnið svipuð verkefni áður. Við útsettum grunn laganna, réðum upptökumann og meðspilara til að spila þetta inn með okkur. Guðný organisti kirkjunnar gerði nótnaskrift af nokkrum laganna fyrir kórinn og hljóðfæraleikarana. Hilmar Örn hafði svo yfirumsjón með upptökum á söng og hljóðfæraleik, fínpússaði útsetningarnar og stjórnaði hljóðblöndun.

Jón Skuggi tók upp og hljóðblandaði með Hilmari. Við vorum fjórir sem spiluðum inn grunnana. Ég á gítar, Hilmar Örn á flygil, Jón Skuggi á kontrabassa og Erik Quick á trommur. Svo var bætt ofan á þessa grunna einstaka orgelhljómum frá Hilmari, slagverki frá Erik og Frank Aarnink, gítar- og mandólínlínum frá mér, Sigurgeir Sigmunds spilar smá lap steel gítar, Hjörleifur á fiðlu og Jóel Páls á sax.

Sérstakur gestur kemur fram á plötunni og gerir alveg frábæra hluti. Það er Svavar Knútur. Hann syngur einsöng með kórnum og leggur auk þess til tvö falleg jólalög sem hann flytur að sjálfsögðu með kórnum líka.

Mig minnir að platan eigi að heita Litróf um jól. Þetta er hátíðleg, falleg og einlæg jólaplata. Jólagjöfin í ár!
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]