Tilraunavefurinn
laugardagur, október 3
  Bílskúrshljómsveitir
Hér er síða sem Gunnar Hjálmarsson er búinn að setja upp með myndum og gigglista hljómsveitar sem hann var í þegar hann var 16 ára, árið 1981. Mér finnst þetta alveg frábært framtak og mjög skemmtilegt að skoða myndirnar. Ég var eiginlega ekkert í svona böndum þegar ég var strákur, því miður. Það er frábær músíkskóli að vera í bílskúrshljómsveit og líka gríðarleg þjálfun í þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi (eins og það er orðað í góðri bók). Það er mikið verið að stinga fólk í bakið í þeim bransanum og mynda samstöðuhópa innan banda og utanaðkomandi afskipti geta verið erfið viðureignar og sett allt upp í loft.


Reynsla mín af bílskúrsböndum


Smá um eitt bandið sem ég var í. Kannski kemur eitthvað um önnur bönd í kjölfarið.
Ég man ekki hvernig það kom til að bandið var stofnað. Það var samt örugglega ekki ég sem átti frumkvæðið að því.

Á Skaganum var ég í fáeinum svona böndum sem höfðu reyndar öll skamman líftíma. Þau voru stofnuð í kringum árlegan viðburð, reyndar stórmerkilegan viðburð, tónlistarkeppni í Bíóhöllinni á vegum tónlistarklúbbs Nemendafélags Fjölbrautaskólans. Einu sinni byrjuðum við snemma að æfa í bandi sem fékk nafnið Pikk-ís og átti taka áhrif frá Pixies sem þá hafði nýgefið út plötunu með franska nafninu: Trompe le Monde. Pikk-ís hafði komið fram sem upphitunaratriði á tónleikum og allt fyrir keppnina og bjó að því og vann þessa keppni. Reyndar fannst mér það ekki verðskuldað. Mér fannst eitt bandið vera betra en okkar band, en eitthvað höfum við haft til brunns að bera því dómnefnd og salur valdi okkur besta bandið. Þetta var um haustið 1991 þegar ég var 18 ára. Ég söng og lék á rafmagnsgítar í sumum laganna, Erlingur var lead-gítaristinn, Ingþór á bassa, Gummi Claxton trommaði og Elfa Sif (man samt ekki alveg hvort hún heitir það) söng bakraddir og aðalrödd í einum kafla.

Verðlaunin voru stúdíótímar til að taka upp tvö lög. Við tókum upp Bítlalagið Things we said today, í næstum eins útgáfu og Trúbrot hafði gert tuttugu árum áður. Svo tókum við upp lag sem við sömdum saman og ég gerði texta við. Það heitir eitthvað Undarleg, man ekki alveg. Þetta er til á spólu. Ég man að hugmyndinni að textanum stal ég frá vini mínum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Hann var svona bókmenntalega þenkjandi. Hann fór einhverntíma með ljóð eftir sjálfan sig á fylleríi sem ég mundi náttúrulega ekki, en idean var sú sama. Hér með játa ég. Á gigginu sjálfu í Bíóhöllinni lékum við líka White room með Cream og Educational með Pixies og sjálfsagt eitt frumsamið til viðbótar.

Ef einhver sem les þetta á myndir af þessari hljómsveit þá má senda mér þær. Já, takk. Og ég skal birta þær hér.
 
Ummæli:
Spólan er til heima hjá mömmu og pabba, þar ætti heitið á laginu að koma fram. Ég hlustaði á hana sundur og saman þegar ég var úti í Svíðþjóð sumarið ´92.
 
Halldóra, ég sem stóð í tiltekt og hebti fullt af spólum, var búin að biðja elskulegan son minn að fara í gegnum þetta en hann heyrði líklega ekki.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]