Af lokatónleikunum

Það var nú búið að banna okkur að taka þessa tónleika upp. En einhver hefur nú samt gert það. Kannski af því það var ekki sagt á portúgölsku heldur á ensku að upptökur væru ekki leyfðar. Þessi klippa er sem sagt tekin á lokatónleikum námskeiðsins/ráðstefnunnar sem ég var að koma af. Hér er á sviðinu Dudu Maja, mandólínleikari frá Brasilíu, en hann var meðal leiðbeinenda á námskeiðinu. Með honum á sviðinu eru vinir hans. Eitt af höfðunum sem sjást dilla sér í takt við tónlistina er mitt höfuð. Eða það hlýtur alla vega að vera.
Ég set með færlsunni eina ljósmynd af Dudu og munnhörpuleikaranum.