Mamma á gamalli mynd

Hér er hún mamma.
Mér sýnist myndin vera tekin á Grundunum, á lóðinni hjá Laugu frænku og Eyja. Hún er sennilega komin úr sama safni og hljómsveitarmyndin, safni Bjarna. Myndin er tekin að vori. Ég giska á vorið 1958. Gamla sundlaugin er þarna í bakgrunni. Það sést líka vel í íbúðarhúsið á Hreggnasa og hús Jónatans og Höllu er risið innst á Völusteinsstrætinu.