Tilraunavefurinn
fimmtudagur, júlí 31
  Auto
Laumubloggarinn, fyrrverandi kórfélagi minn, ritar nú kimasagnfræðiþætti á bloggi sínu. Mjög skemmtilegt. Nýjasti kiminn tengist fjölskyldubílunum. Enginn er ég bílaáhugamaður. En ég hef engu að síður átt nokkra bíla. Þeir hafa reynst misvel. Nú hermi ég og geri eins yfirlit um bílaeign mina. Fyrsta bílinn eignaðist ég þegar ég var 23 ára. Það var Charade, 3ja sílendra. Hálfgerð drusla, en gerði þó það sem til var ætlast. Hann bar okkur Grétu milli Selfoss og Reykjavíkur síðasta skólaárið og þurfti ekki mikið besín. Hann var blár með límmiðum á hliðunum. Ég keypti hann af golfaranum Auðuni Einars. Þá kom tímabil sem við áttum engan bíl. Í Danmörku keypti ég svo Corollu. Hún var grá og ekin einhver ósköp, en reyndist frábærlega. Aldrei neitt vesen á henni. Aftur var keypt Corolla, ljósblá. Henni ók ég á Skaganum. Hún var ágæt. Svo kom græni Skódinn. Sennilega besti bíllinn sem ég hef átt, svona að keyra hann alla vega. En það var stundum smá vesen með mengunarbúnaðinn og rafmagnið í honum og og skömmu eftir að ég seldi hann hrundi víst í honum sjálfskiptingin. Núna ökum við gráa strumpastrætónum. Mér hefur aldrei líkað við hann. Og eftir reynsluna í snjónum í vetur langar mig mikið að skipta. Fá mér bara aftur hundgamla Toyotu, fjórhjóladrifna. Vill einhver skipta?
 
Ummæli:
Ég man að þegar við hringdum frá Túnis til að frétta af bílakaupum og spurt var „hvernig bíl ertu búinn að kaupa“ svarið var „hann er grár“, það lýsir vel bílaáhug ykkar feðga ;)
 
það er frítt í strætó á AK.
 
Þsð er verðugt rannsóknarefni sagnfræðinga og sálfræðinga að rannska tengsl milli bifreiðaeignar, atvinnu, menntunar og persónueinkenna fólks.
Nú erum við búnir að leggja okkar af mörkum. Vel að verki staðið. Setjum svo bara Sælu öndina í málið. :)
 
Við hjónin eigum eðalvagn eins og þennan sem þú óskar eftir en því miður... hann er ekki falur.
Þessi elska sem nú er á fimmtánda ári hefur skilað okkur alla leið hingað til og þrátt fyrir að vera nokkuð útlifaður er ekki planið að skipta.
Það verður gert þegar Rauður gamli ákveður sjálfur að hætta í þjónustunni hjá okkur.
Kv. Aðalheiður
 
Við seldum Toyotuna okkar 14 ára en nú 20 árum seinna sá Halldóra hana á keyrslu í Stóru-Víkinni.
Til hvers að vera að selja?
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]