Tilraunavefurinn
þriðjudagur, júlí 8
  Fólkið á námskeiðinu og vitneskja þess um íslenska þjóð
Ég var ekki eini grunnskólakennarinn á námskeiðinu fyrir mandólínleikara. Þeir voru allnokkrir. Auðvitað voru flestir, alla vega af þeim sem ég umgekkst eitthvað, tónlistarmenn. Annað hvort núverandi eða fyrrverandi „full time professionals" eða svona eins og ég, „part time professionals". Margir höfðu vinnu af einhverskonar tölvuforritunum eða unnu skrifstofustörf hjá þannig fyrirtækjum. Sumir voru hljóðvinnslumenn í hljóðverum, þarna var a.m.k. einn ljósmyndari, margir gítarkennarar, gítarsmiður og einn sótari. Svo fannst mér áberandi hversu margir voru hættir að vinna. Voru kannski bara rétt skriðnir yfir fimmtugt og voru bara komnir á ellilífeyrinn og farnir að leika sér og hafa það huggulegt. Spila á mandólín og svona.

Vitneskja þessa fólks um Ísland kom mér á óvart. Ég hélt að Kaninn vissi ekkert um Ísland. En það nú öðru nær. En það var skemmtilegt hversu þekkingin á landinu virtist afmarkast við einhver fá atriði sem fólk hafði einhversstaðar lesið um í blaði eða séð litla frétt um í sjónvarpinu. Atriði eins og að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi; að strætó í Reykjavík æki á metangasi eða vetni, að fólk kæmi í verslunarferðir í USA því dollarinn hefði verið svo ódýr, Newsweek hafði nýverið skrifað um Kárahnjúkavirkjun og öll mótmælin vegna virkjananna; um jarðhitavirkjanirnar, um útrás íslenskra fyrirtækja og að einstaklingar frá Íslandi höfðu stofnað félög sem höfðu hafið fyrirækjarekstur í USA (ein konan vann hjá svoleiðis hugbúnaðarfyrirtæki í Montreal); um að á Íslandi æti fólk rotið hákarlakjöt og að það væri svo vont að enginn útlendingur gæti komið því niður. Svona svo dæmi séu tekin um þekkingu fólksins á íslenskri þjóð.

Íslensk tónlist er ekki mikið þekkt. Einn átti vin sem hafði leikið með bandi sem túraði með MÚM, svo hann kannaðist við MÚM. Einn átti plötuna TAKK með SIGURRÓS og var alveg heillaður. Hann hafði áhuga á að vita hvort SIGURRÓS ætti fleiri góðar plötur. Hann vildi líka vita hvað nafnið merkti, hvernig það væri borið fram og hvaða önnur íslenskt tónlist væri þess virði að gefa henni séns. Það segir sig sjálft að ég benti honum á MUGISON. Ég held að fólk tengi BJÖRK ekkert endilega við Ísland.

Uppáhaldstónlistarmaðurinn minn í hópi leiðbeinendanna á námskeiðinu, Andy Statman, var mjög áhugasamur um Ísland og sagði mér að hann hefði alltaf langað að koma þangað. Hann væri hrifinn af íslenskum þjóðlögum og hann langaði að fá tækifæri til að halda tónleika á Íslandi. Hann bað mig að athuga hvort ég gæti ekki athugað það fyrir hann og gaf mér nafnspjald. Ég verð að gera það fyrir hann. Blúsarinn gaf mér líka nafnspjald því hann langaði að halda tónleika á Íslandi. Sá vissi aftur á móti ekkert um landið annað en að það væri í Evrópu og að í Evrópu væru hlutirnir að gerast í blúsnum þessi misserin. Ég gaf þessum gaurum brennivín sem ég hafði í vasanum. Blúsarinn hefur nú örugglega skolað því niður með bestu lyst, en Andy er gyðingur og ég frétti af honum í gleðskap um kvöldið sem hann fékk brennivínið, þar sem hann velti litlu flöskunni á milli handanna og talaði um hve mikið hann langaði að smakka á því. En hann vildi ekki gera það því hann vissi ekki hvort það væri kosher eða ekki. Það tengist eitthvað trúnni að láta ekki hvað sem er ofan í sig. Ég frétti af öðrum gyðingi sem fékk harðfisk frá íslenskum tónlistarmanni sem var á námskeiði hjá honum. Hann át ýsuna en steinbít át hann ekki því fiska éta gyðingar ekki nema þeir hafi hreistur.

Gott í bili.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]