Afi fiðlari

Frá vinstri: Bernódus Finnbogason (ekki þó Berni í Tungu), Högni Gunnarsson,
Aðalsteinn Bjarnason og Kristján Karl Júlíusson.
Myndin er tekin í Einarshúsinu eða Péturs Oddssonar húsinu. Ég hef ekki komist að því hvað þeir spiluðu eða hvort þeir hafi starfað eitthvað sem hljómsveit. Högni hefur líklega spilað á orgel, hinir halda á hljóðfærunum sem þeir léku á.
Fiðlan hans Kitta Júl er núna í eigu Hákonar Karlssonar. Muggi lét gera hana upp fyrir nokkrum árum og ég bætti um betur í fyrra. Það er sem sagt verið að leika á þessa fiðlu í dag eftir margra ára þögn. Hún er sæmileg. Hallgrímur frændi minn Guðfinnsson hefur sagt mér að hún hafi verið keypt í Englandi, hann nefni borgina en ég man ekki hvað hún hét. Það væri sjálfsagt hægt að grafa það upp í hvaða verslun hún hafi verið keypt. En þangað sigldi Hallgrímur Júlíusson fyrir mörgum tugum ára og í einni ferðinni keypti hann þetta hljóðfæri handa Kitta litla bróður sínum. Hún var keypt notuð. Þannig að hún er alveg örugglega meira en hundrað ára gömul. Muggi gaf Hákoni þessa fiðlu með vissum skilyrðum. Ef hann stendur ekki við þau á hann að gefa hana öðrum í fjölskyldunni.
En myndin er skemmtileg. Fyrir nokkrum mánuðum setti
Kristján Freyr svona mynd á vefinn sinn þar sem afi hans var trommarinn í bandi á Ísafirði. Nú kemur þessi mynd hjá mér af bandi þar sem afi minn er fiðlarinn.
Ég fjórar frænkur sem eiga tvo afa á myndinni. Það er magnað!