Alltaf eins!
Í dag heyrði ég í útvarpinu nýtt lag frá hinni frábæru hljómsveit Sálinni hans Jóns míns. Það kom mér ekkert á óvart við lagið. Guðmundur Jónsson, hinn hæfileikaríki smellasmiður Sálarinnar, er búinn að semja alveg eins lög og þetta í nokkur ár. Og þeir Sálarmenn setja þau alltaf í eins í búning. Það er ekkert sem kemur manni lengur á óvart þegar Sálin er annars vegar. Mér finnst þetta bera vott um metnaðarleysi. Og auðvitað er þetta ekkert annað. Bandið er löngu hætt að starfa. Skellir bara smelli í loftið nokkuð reglulega og spilar gamla prógrammið sitt fáein skipti, fyllir nokkur félagsheimili svona rétt til að koma fjármálunum á réttan kjöl annað veifið. En þetta er vel gert alltaf og bandið var hörkugott ballband þegar ég heyrði síðast í þeim. Ekkert að því. En að semja alltaf sama lagið! Hvað er það?

Ég er ekkert að setja út á þetta. Fólk ræður þessu náttúruelga alveg sjálft og þetta er ekkert ómerkilegri list heldur en þessir listamenn sköpuðu meðan þeir voru ennþá leitandi og experimental. En þetta er bara eitthvað svo einum of notalegt. Hreyfir ekkert við mér.