Allir svo duglegir
Það sérstakur dagur fyrir okkur af Holtastígnum í dag. Fyrst sendi ég Sirrý og öllum hlýja kveðju úr sveitinni.
Krakkarnir mínir eru hvert öðru duglegra þessi misserin.
Hringur er farinn að sitja og dunda sér í góðan tíma í einu og er þar að auki farinn að færast nokkuð úr stað. Hann dregur sig áfram á hægri höndinni.
Perla María er steinhætt með bleyju, meira að segja á nóttunni líka. Þetta ferli var sérstaklega stutt hjá henni. Hún barasta steinhætti að nota þetta. Þá er hún í góðri uppsveiflu með að tileinka sér ný orð og farinn að mynda alvöru setningar sem skiljast.
Hákoni fer mikið fram í lestri og er mjög öruggur í samlagningu og frádrætti í stærðfræðinni. Svo er hann bara svo góður við alla og kemur vel fram við fólkið í skólanum. Þið hefðuð átt að sjá hann í Skálholtskirkju í gær, þar sem hann lék ljósengil í helgileiknum. Hákon er orðinn alveg læs núna. Hann les allt sem hann sér. Skilti, pakka utan af matvöru, skjáauglýsingar... allt þetta dót. Hann er hins vegagr ekki farinn að lesa sér mikið til skemmtunar enn sem komið er. En mig grunar að það fari að líða að því.