Tilraunavefurinn
fimmtudagur, ágúst 23
  Leikskólagjöldin

Ég sit yfir gjaldskrám leikskóla hinna ýmsu sveitarfélaga og ber þær saman. Sá samanburður virðist ætla að verða sjálfum mér í óhag. Það er gríðarlegur munur á lægsta verðinu sem ég hef fundið og því hæsta. Ég hef ekki enn fundið neitt hærra en hér í sveitasælunni í Biskupstungum. Það stefnir í klögur og kannski greinaskrif. Ég hef aldrei leitt hugann að þessu fyrr. Launanefnd sveitarfélaga hefur lagt svo ríka áherslu á að borga okkur kennurum öllum sömu laun, hvar sem þeir eru í sveit settir. Svo ég hélt jafnvel að sveitarfélögin hefðu samræmda gjaldskrá fyrir leikskóla. En það er nú aldeils ekki raunin.

Eins og staðan er í þessari samanburðarrannsókn minni þessa stundina er gjaldið sem ég greiði fyrir tvö börn hér meira en tvöfalt ódýrasta gjaldið. Og það verð sker sig engan veginn úr, er bara fáeinum krónum lægra en verðið hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum. Kópavogur, Hafnarfjörður, Ranárþingi ytra og Bolungavík koma best út. (Þið Bolvíkingar getið unað vel við ykkar gjaldskrá.) Akranes og Borgarbyggð eru í hærri kantinum. Ég er svona að spá í hvort ég eigi að vera það kvikindi að setja Súðavík í samanburðarhópinn. Þar er ekkert leikskólagjald.
 
Ummæli:
Það er eiginlega alveg ótrúlegt að sveitarfélögin geti haft svona mikinn mun sín á milli á leikskólagjöldum eins og raun er. Þetta er rosalegur kostnaður fyrir fjölskyldufólk í hverjum mánuði.
 
Blessaður Kalli.
Takk fyrir síðast,ég skemmti mér konunglega.Endilega skoðaðu myndirnar hjá mér,þær eru bæði fyrir og eftir opalsnafs.
Hef það fínt í Hafnafirði,er að aðlagast smátt og smátt.
Kveðja Gunnhildur
 
Hæ Gunnhildur. Þetta voru skemmtilegir endurfundir hjá árgangnum í vor. Ég setti myndir af okkur á síðuna sem krakkarnir gerðu; www.1973bolungarvik.blog.is. Hvar finn ég myndirnar þínar? (Þú getur svarað mér hér eða sent mér e-mail á karlinn@simnet.is)
 
Leikskólagjöldin í Bláskógabyggð eru meðal þeirra hæstu sem gerast á landinu. Ég greiddi 13.000 í Reykjavík f. 8.5 tíma f. dóttur mína. (einstæður faðir). Innifalið í þessu verði voru allar máltíðir. Þetta gjald fer stiglækkandi núna og á að hverfa innan þriggja ára.
Ég greiði yfir 30.000 hér f. 8 tímanna. Þetta er ótrúlegur munur og það er vert að skrifa um þennan ójöfnuð milli sveitafélaga.

Kv. Jakob Bragi Hannesson
Menntaskólanum Laugarvatni.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]