Börnin orfa lautina
Sá flott nýyrði um daginn á bloggi íslenskukennara úr FVA. Hann benti á að unglingar í unglingavinnunni geri í dag greinarmun á því að slá með slátturvél og bensíndrifnu orfi. Annars vegar slá þeir, hins vegar orfa þeir. Mér finnst þetta gott.