Útreiðar
Það hefur verið nokkuð um útreiðar upp á síðkastið. Krakkarnir hafa farið tvisvar á bak á síðustu dögum. Síðast í dag. Sjálfur fór ég svo í bráðskemmtilegan reiðtúr með söngfélaga mínum úr bassanum í Skálholtskórnum. Hann býr hér í efri byggðunum í eystri tungunni. Þar er fallegt um að litast og við fengum gott veður. Það gerist ekki betra.
Ég er nú enginn hestamaður, en það er virkilega gaman að komast svona á bak. Ég hafði ekki komið á hestbak í mörg ár. Já.
Við Hákon renndum svo fyrir fisk í smástund í gærkvöldi, hérna í bæjarlæknum á næsta bæ. Við urðum varla varir í þetta skiptið. Stefnan er sett á almennilegan veiðidag áður en haustar að ráði. Þetta er sveitalífið.