Önnur tilvitnun
Páll Ásgeir Ásgeirsson um Sigurrósartónleikana á Miklatúni um daginn:
„Ég hef aldrei almennilega náð sambandi við þessa erkitónlist krúttkynslóðarinnar en get svosem alveg sett upp lopahúfu á góðum degi og horft dreymandi og álfslega út í loftið meðan ofurhægir spiladósartónar líða um loftið.
Ég held að þegar verður gerð kvikmynd við tónlist af þessu tagi þá muni hún fjalla um átakanlega sorglegt líf lítillar fatlaðrar hafmeyjar sem getur ekki synt nema í hringi. Myndin gerist í angurværum draumi neðansjávar og er sýnd mjög mjög hægt." (http://malbein.net/pallasgeir/)