Ást í Víkinni
Á Ísafirði rífst fólkið í bæjarpólitíkinni vegna ekki neins. Það er kominn upp svona dæmigerður pólitískur sandkassaleikur þar sem allt fer í háa loft vegna einhvers sem skiptir íbúana ekki neinu. Þetta þykja mikil tíðindi og á vefsíðu BB eru af þessu fréttir og sýnist sitt hverjum. Á meðan eru einu fréttirnar úr Víkinni af ástarvikunni og hátíðarhöldum vegna komu nýja bæjarstjórans. Svona þyrfti þetta alltaf að vera: Að á meðan menn hnakkrífast út af engu á Ísó séu Bolvíkingar bara að chilla í sátt og samlyndi og elskast. Þetta heitir að skapa sveitarfélaginu jákvæða ímynd, - er það ekki?