Tilraunavefurinn
fimmtudagur, ágúst 10
  Boltablogg #4
Tæklingar

Ég hitti kaupfélagsstjórann á Ísafirði og hann sagðist hafa gaman af boltablogginu. Það fyllti mig metnaði og ég blogga meira um boltann og mig. Ég ætla að rifja upp tvær eftirminnilegar tæklingar.

1. Við Bolvíkingar tókum ekki þátt í neinu móti og höfðum ekki gert í nokkur ár. Ég var ekki nema svona 15 ára sirka. Við strákarnir og karlarnir sem höfðum gert það að gamni okkar að hittast vikulega eða tvisvar í viku og skipt í tvö lið á malarvellinum á Hreggnasanum fórum inn á Ísafjörð og lékum gegn Old Boys hjá ÍBÍ. Völlurinn á Ísafirði, sem hafði verið alveg ágætur, var farinn að láta á sjá og það voru stórir sand- og malarblettir í honum og þúfur hér og þar. Ég var hafsent í þessum leik. Einhverntíma í leiknum kemur sending í gegnum miðjuna hjá okkur, jarðarbolti, og boltinn stefnir beint á mig. Á eftir boltanum hleypur Gummi Þorkels, sem þá var nýorðinn kennari á Ísafirði. Hann var kominn af léttasta skeiði og var með góða vömb. Ég mat stöðuna þannig að til að verða á undan Gumma í boltann yrði ég að renna mér í boltann og það geri ég, bara beint á hann með sólann á undan mér. Þetta hefði verið allt í lagi og alveg tær tækling beint í boltann ef ég hefði ekki rekið löppina sem ég hafði á undan mér í þúfu á vellinum þannig að hún skaust þetta 30 cm frá jörðinni, yfir boltann og beint í sköflunginn á karlinum. Hann svoleiðis sveif í boga yfir mig og lenti með þungum dink í sandinum. Ég skammaðist mín alveg svakalega og Guðmundur var alveg brjálaður, ég reyndi eitthvað að segja mér til málsbóta en vissi að þetta hafði litið illa út og ekki nokkur leið að fá einhvern til að trúa því að þetta hafði verið óviljaverk. Dómarinn sýndi mér gula spjaldið og mig minnir að hann hafi hlegið, þetta var svo klaufalegt brot (enda átti þetta alls ekki að verða brot) að hann hefur ekki haft brjóst í sér að sýna mér rautt spjald, sem ég hefði náttúrulega átt að fá að sjá.

Þessi færsla er orðin svo löng að ég spara mér hina tæklinguna til betri tíma.
 
Ummæli:
Nú er verið að prufa tæknina.
Hafið það sem best.
Besta kveðja úr Heiðargerðinu.

 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]